Tónlistin - 01.03.1947, Blaðsíða 14

Tónlistin - 01.03.1947, Blaðsíða 14
60 TÓNLISTIN talið, að vér fáum að lifa frjálsu lífi í voru landi sem algerlega einráð og sjálfstæð þjóð á komandi öldum, nema oss takist að sannfæra heim- inn um, að vér cigum rétt á því sök- um vorrar sérstæðu og þjóðlegu menningar. — Vér megum aldrei gleyma því, að fyrir ófriðinn sendi eitt stórveldið fulltrúa til Islands lil ])ess að safna gögnum til sönnunar þvi, að vér ættum ekki rétt á sjálf- stæði voru, — að vér værum svo úr- kynjaðir og menningarsnauðir, að réttmætt yrði að teljast að litrýma þjóðerninu. Þó kom þessi fulltrúi l'rá landi, þar sem til var dálítill hópur manna með skilningi á menningu vorri. Ekki megum vér halda, aðhug- mynd dönsku þingmannanna um að flytja þjóð vora í annað umhverfi sé útdauð fyrir fullt og allt og geti aldrei risið upp aftur, — enda þótt önnur rök yrðu lilfærð, er hernaðar- völd kvnnu að telja það heppilegt að ákveða, hvaða þjóðerni væri ráðandi á Islandi. Skipulagsbundin menningarvið- skipti við önnur lönd eru raunveru- lega eina leiðin til að tryggja sjálf- slæði vort í framtíðinni. öryggisgildi samninga breytist ár frá ári eftir aðstæðum og staðreyndum. Fjármál vor og verzlunarvelta eru smámuna- leg kríli á heimsmarkaðinum og her- afla getum vér engan átt. Hins veg- ar cr vorum menningarlega álits- auka cngin takmörk sett. Heimsálitið cr staðreynd. sem ekki verður liagg- að með vopnum né veltufé. Einasta vörn vor er, að illa mælist fyrir að misþyrma sjálfstæði voru. Vér eig- um því að beita öllu voru afli til að skapa álit á islcnzku þjóðerni og íslenzkri menningu með öðrum þjóð- um. Engin vinaþjóð getur neitað oss um aðstoð í þeini efnum, — en þeg- ar einu sinni heimsálit væri á kom- ið oss til öryggis, þá yrði jafnvel mjög erfitt að breyta því mcð á- róðri úr öðrum áttum. — Gleymum því aldrei, að erlendir stjórnvitring- ar hafa látið svo um mælt, að það verði að teljast útilokað með öllu, að íslenzk þjóð og íslcnzkt ríki haldi áfram að vera til á komandi öldum, ef ekki takist að mynda heimsálif til öryggis. — Auðskilið er hverjum manni, að slíkur álitsauki hlýtur að auka útflutning og framleiðslu vorra andlegu afurða og verður um leið óbein og bein verzlunarauglýsing fyr- ir allan efnalegan útflutning vorn, en slíkt er þó vitanlega smámun- ir einir samanborið við bið mikla takmark, að tryggja frelsi vort um alla framtíð. Löngu fyrir ófriðinn höfðu flest- ar þjóðir tekið upp viðskiptajöfnuð, einnig í menningarmálum, og þær vcittu erlcndum listamönnum og fræðimönnum því aðeins viðtöku, að með sama hætti væri tekið við þeirra eigin menningu af hendi gagn- aðilans. Vér tökum vel á móli cr- lendum listamönnum og höldum uppi mörgum félögum til að leggja alls konar rækt við önnur lönd og menningu þeirra, cn vér hugsum lít- ið eða ekkert um útflutning vorra eigin andlegu afurða, — sem cru lítt kunnar erlendis. Jafnvel vor forna listmenning má heita ókunn enn úti um heim. Andlegir framleiðendur vorir braska einir á báti og njóta

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.