Tónlistin - 01.03.1947, Blaðsíða 16
G2
TÓNLISTIN
Grallari Guðbrandar biskups Þor-
lákssonar kom l'yrst út á Hólum
1594. Síðan var hann gefinn út í
19 útgáfum, bæði á Hólum og í
Skálholti, síðast á Hólum 1779.
Grallarinn hefur inni að halda allan
tíðásöng yfir árið með fornum
nótnamerkjum. Aftan við ö. útgáf-
una 1691 ritaði Þórður biskup Þor-
láksson leiðbeiningar i|m að syngja
eftir nótum. Leiðbeiningar þessar
eru síðan prentaðar aftan við allar
síðari útgáfur bókarimjar. Eru þess-
ar leiðbeiningar Þórðar biskups því
fyrsta söngfræðin, sem prentuð er
hér á landi.
Á síðastliðnu ári var gerð í Litho-
])rent hér í Reykjavík ljósprentun
af fyrstu útgáfu Grallarans í tvö
hundruð tölusettum eintökum. Ein-
takið, sem ljósprentunin var gerð
eftir, er í Landsbókasafninu.
A 18. öldinni komp út margar
merkar sálmasöngsbækur. Hér verð-
ur aðeins getið þeirra er hafa inni
að halda söngnótur við fleiri eða
færri sálma.
Þessar eru helztar:
A. Sálmasöngsbók Jóns Árnason-
ar, Kaupmannahöfn 1742,
R. Sálmasöngsbók (Prestavilla),
Hólum 1742,
(’,. Sálmasöngsbók (Rræðrabókin),
Kaupmannahöfn 1746,
D. Ein ný sálmabók, Hólum 1751,
E. Flokkabókin (Höfuðgreinabók-
in), Hólum 1772,
F. Sálmasöngsbók, Hólum 1780.
Ennfremur nokkrar smærri sálma-
söngsbækur. Sumar þessara bóka
hafa verið gefnar út í fleiri útgáfum,
t.d. Flokkabókin.
1 byrjun 19. aldar hóf Magnús
Stephensen umbótastarf sitt á sviði
kirkjusöngsins. Það sem kunnast er,
er sálmabók hans, er kom út í Lcir-
árgörðum 1802. 1 þeirri bók eru
prentuð þrjú lög með nútíðarnótna-
merkjum. Aftan við bókina er prent-
aður leiðarvísir lil að þekkja og
syngja eftir nótum.
Rók þessi mætti mikilli andstöðu
í fyrstu, en þó var hún endurprent-
uð með nokkrum breytingum (milli
10—20 sinnum) og var notuð langt
fram á 19. öld, allt þangað til að
sálmabókin frá 1886 kom út.
Arið 1871 kom út sálmabók sú,
er Pétur biskup Pétursson sá um út-
gáfu á. 1 henni eru prentuð 26 lög
á nótum.
Þegar kemur fram á miðja 19. öld,
varð sú breyting á söngmálum kirkj-
unnar, að sönglagabækur fóru að
koma út í sérútgáfum. Þar reið Ari
Sæmundsson á vaðið með langspils-
leiðarvísinum, er kom út á Akureyri
1855. 1 þeirri bók eru, auk söngfræði,
prentuð 119 sálmalög. Lögin eru
])rentuð með bókstöfum, því prenl-
smiðjan átti þá ekki til nótnastil.
Árið 1861 kom út íslenzk sálma-
söngs- og messid)ók ei'tir Pétur Guð-
johnsen. Bókin var prentuð í Kaup-
mannahöfn og gefin út af Hinu ís-
lenzka bókmenntafélagi. i þeirri bók
eru prentuð 110 lög einrödduð, ásamt
tónlögum, auk söngfræðilegs formála
og skýringum yfir uppruna laganna.
Arið 1878 kom út í Kaupmannahöfn
þrírödduð sálmasöngsl)ók eftir sama
höfund. Bókin var gefin út á kostnað