Tónlistin - 01.03.1947, Blaðsíða 34

Tónlistin - 01.03.1947, Blaðsíða 34
80 TÓNLISTIN En ekki var það hlutverk hennar, þótt H. H. vilji svo vera láta. Ekki nennum við að eltast við það i „léiðréttingu“ H. H., sem t'ram kem- ur ai' fjarstæðum hlutum og ekki koma þessu máli við. Vaðall H. H. um Tónlistarfélagið og starfsemi þess, sem H. H. virðist svo mjög í miin að lítilsvirða, er einkamál Hall- gríms sjálfs og þessari yfirlýsingu okkar gjörsamlega óviðkomandi, þótt telja verðum við hana ritstjór- anum og hlaðinu til lítils sóma. Hjálp í viðlögum. Skarphéðinn nokkur Þorkelsson hyggst koma H. H. til hjálpar, en gerir honum þann bjárnargreiða, að skrifa mærðarfulla grein um hann, eri víta fyrir liönd lesenda timarits- ins framlcomu ,rilnefndarnefnunnar‘, ér hann kallar svo.Er helzt svo að sjá að hér sé um einkabréf til ritstj. að ræða, því varla getiun við ætlað H. II. þá smeklcleysu að hafa pantað „greinina". Lætur Skarphéðinn í skrifi þessu móðan mása um hluli, sem liann ber ekkert skynbragð á, enda vonlegt, að lælcnir austur í I Iornafirði hafi öðrum hnöppum að lineppa en að kynna sér til nokk- u'rrar hlítar ágreining innan Félags ísl. tónlistarmanna. Hitt er að vísu skiljanlegt, að hann sé H. H. þakk- látur fyrir að hafa raddsett nokkur lög fyrir sig og séð um útgáfu þeirra, en viðurkenningu sína og þakklæti hefði hann gjarnan mátt votta á ann- an og betur viðeigandi hátt. Annars er það um Skarphéðin að segja, að hann ritaði eitt sinn einum nefndarmanna bréf og fór þess á leit við hann, að hann keypti fyrir sig sög til að spila á, því hann áliti sögina við sitt hæl'i og skemmtilegt hljóðfæri. Mun honum hafa verið útvegað „hljóðfærið“, þólt af öðrum væri. Þetta segir nokkuð og þarf raunar engra skýringa við. Er í sjálfu sér ekkert við það að athuga, þótt einn hefli það, sem annar sagar, og er slíkt ekkert einsdæmi í sögunni. Annars finnst okkur eigi ástæða til að taka þessa „grein“ Skarphéðins hátíðlega um of. Vera má, að ekki beri að laka hana bókstaflega og leyfum við okluir í því sambandi að vitna í orð annars rithöfundar eigi ómerkari: „. .. . En þat er háttr skálda at lofa þann mest, er þá eru þcir fyrir, en engi myndi þat þora at segja sjálfum honum þau verk hans, er allir þeir, er heyrði, vissi, at liégómi væri ok skrök ok svo sjálfr hann; þat væri þá háð, en eigi lof ....“. Látum við svo útrætt um þetta mál. Ritnefndin. TDNLISTIN Útgefandi: „Félag íslenzkra tónlistarmanna“. Afgreiðsla: „EK“, Austurstræti 12. Simi 4878. Utanáskrift ritsins: Pósthólf 012, Reykjavík. Prentað í Félagsprentsmiðjunni h.f.

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.