Dagsbrún - 01.12.1941, Síða 3
DAGSBRÚN
W
1, árgangur
Desember 1941
1.
iölublað
FORSPJALL
Trúnaðarráð Dagsbi'únar og fé-
lagsstjórn hafa ákveðið að gefa út
öðru hvoru félagstíðindi undir
nafni félagsins, og á kostnað þess,
sem send verða öllum félagsmönn-
um ókeypis. Svo fjölmenn er Dags-
brún nú orðin, að engin leið er að
ná til nema lítils hluta allra félags-
manna með fundahöldum og ber
því nauðsyn til þess að félagsstjórn
og trúnaðarráð geti komið til þeirra
boðum, skýrt frá starfsemi félags-
ins, hvað fram undan sé og á ann-
an hátt haft náið samband við þær
þrjár þúsundir verkamanna, sem í
félaginu eru, en starfa á fjölmörg-
um vinnustöðvum.
Fálagstíðindin munu verða rituð
á algerum faglegum grundvelli, án
þess að tekin verði í þeim flokks-
pólitísk afstaða, enda eru til þess
ætluð að tengja verkamenn fastar
saman um stéttarmál sín og félags-
mál, en ekki kljúfa þá í smærri
hópa.
Tíðindin eiga að gera félagsmenn
áhugasamari og virkari og félagið
samhentara og öflugra.
Samningar Dagsbrúnar við atvinnurekendur
Þegar leið að þeim tíma, er upp-
sagnarfrestur var útrunninn á samn-
ingum Dagsbrúnar við atvinnu-
rekendur 1. nóvember, ákvað stjórn
félagsins að halda trúnaðarráðs-
fund um málið 7. október. Var
stjórninni falið þar að leita sam-
komulags við atvinnurekendur um
sumarleyfi — til handa verkamönn-
um og kaffitíma milli kl. 10 og 12
að kvöldi, er næturvinna væri
unnin, ef grunnkaupinu yrði hald-
ið óbreyttu. En félagsstjórn og trún-
aðarráð voru þeirrar skoðunar, að
undir núverandi kringumstæðum
væri ekki heppilegt að leggja út í
deilu til að hækka grunnkaups-
taxtann, né styttingu vinnutímans,
enda mundi, eins og hin pólitízku
átök stóðu, það aðeins verða notað
til magnaðs áróðurs fyrir því, að
lögfesta kaupið frá 1. október, sbr.
síðar frumrarp Eysteins Jónssonar,
og allar líkur benda til að það hefði
þá orðið ofan á. Hinsvegar væri at-
vinnuleysi ekkert í Reykjavík, flest-
ir verkamenn hefðu tekjur, þrátt
fyrir dýrtíð, og engin undanbrögð
um greiðslu réttra kauptaxta,
samkvæmt gildandi samningum,
auk þess sem félagið hefði
rétt algerlega fjárhagslega við með
ötulli innheimtu og aðstöðu er fékst
um síðustu áramót samkv. samn-
V
DAGSBRÚN
3