Dagsbrún - 01.12.1941, Page 8
öðruvísi um semjist þegar sérstaklega
stendur á.
9. gr.
Vinnuveitendur taka að sér að greiða
árgjöld verkamanna til Dagsbrúnar eða
hluta af þeim, af ógreiddum en kræfum
vinnulaunum þeirra, gegn stimplaðri kvitt-
un undirritaðri af starfsmanni félagsins.
10. gr.
Slasist verkamaður vegna vinnu, skal
hann halda óskertu kaupi eigi skemur en
6 virka daga. Vinnuveitandi kostar
flutning hins slasaða til heimilis eða
sjúkrahúss, ef læknir telur slíkt nauðsyn-
legt.
11. gr.
Rísi ágreiningur milli samningsaðilja
skal sá aðiljinn, sem telur sig órétti beitt-
ann, bera fram kvörtun við stjórn hins
aðiljans og skulu þær rannsaka ágrein-
ingsatriðin og ráða þeim til lykta ef unt
er. Hafi stjórnir beggja aðilja eigi komið
sér snman am endanlega lausn ágrein-
ingsins innan tveg'gja sólarhringa frá því
kvöitu iin var sett fram, ber þegar að
skjóta málinu ii) sáttanefndar er sé bann-
ig skipuð að hvor aðilji tilnefnir einn
mann og' annan til vara, en lögmaðurinn í
Reykjavík þann þriðja og skulu þessir
menn þá reyna að jafna deiluatriðin. Skal
nefndin hafa lokið störfum innan tveegja
sólarhringa, frá þvi þriðji maður var skip-
aður.
12. gr.
Samningurinn gildir frá 1. janúar 1941
til 1. febrúar 1942. Sé honum ekki sagt
upp fyrir 1. nóvember framleng'ist hann
um eitt;ár í senn.
13. gr.
Samningur þessi er gerður í tveimur
samhljóða frumritum, og heldur hvor að-
ilji sínu eintaki.
Reykjavík, 9. janúar 1941.
VerkamannafélagiS Dagsbrún.
Vinnuveitendafélag Islands.
Það tilkynnist hér með, að um leið og
undirskrifaður var samningur vor, dags. 9.
þ. m., varð jafnframt að samkomulagi, að
dýrtíðaruppbót ó borgun fyrir vagnhesta
skyldi vera ki'. 0,25 á klst., þannig að í
stað kr. 0,75 yrði greidd kr. 1,00 — ein
króna — um klst. fyrir vagnhesta, án
frekari hækkunar vegna dýrtiðarinnai'.
Reykjavík, 13. jan. 1941.
Vinnuveitendafélag Islands.
Verkamannafélagið Dagsbrún.
Samningur Dagsbrúnar og Vinnuveitenda
félags Islands um sumarleyfi verkamanna.
Vinnuveitendafélag, íslands og Verka-
mannafélagið Dagsbrvín hafa í fram-
haldi samnings félaganna, dags. 9. jan.
1941, kornið sjer saman um svofelldan við-
auka við tjeðan samning:
Verkamenn eiga rétt á að fá sumarfrí
með fullu dagvinnukaupi frá vinnuveit-
endum og fer fjöldi frídaga eftir því,
hversu mikið verkamaðurinn hefir unnið
hjá vinnuveitanda, talið frá 1. desember
næstkomandi.
Fjöldi frídaga skal ákveðinn þannig:
Þegar vinnuveitendur greiða vikukaup
verkamanna skulu þeir láta hvern verka-
mann, sem síðastliðna viku hefir unnið
hjá sama vinnuveitanda minnst 31 — þrjá-
tíu og einn dagvinnutíma fá skírteini
fyrir því að verkamaðurinn hafi unnið
eina viku til grundvallar útreikningi sum-
arfrís á næsta tímabili sumarfría.
Gegn afhending' slikra skírteina skal
vinnuveitandi greiða verkamanni sumar-
frískaup, sem sje fullt dagvinnukaup á
þeim tíma, sem frí er tekið, fyrir daga-
tölu þá er hér skal greina:
Skírteini fyrir:
minnst 8 vikur allt að 15 vikur 2 fridagar
16 — 25 — 3 —
26 — 35 — 4 —
36 45 — 5 —
46 — 52 — 6 —
Að sjálfsögðu hefir verkamaður ekki
rétt til þess að fá sumarfrí gagnvart
DAGSBRÚN
8