blaðið - 06.05.2005, Side 2
GTS 200
Stærðir: 34-38
Hjól: 64mm
Legur: UrethaneAbec 1
Stækkanlegur
Sensor xt
Stærðir: 32,5-39
Hjól: 72mm
Legur: LabedaAbec 5
MTX 360
Stærðir: 34-36,5
Hjól: 70mm
Legur: UrethaneAbec 3
Stækkanlegur
Europa
Stærðir: 38-43
Hjól: 76mm
Legur: LabedaAbec 3
RTX 770
Stærðir: 40-46,5
Hjól: 76mm
Legur: LabedaAbec 5
Victor
Stærðir: 38-43
Hjól: 84mm
Legur: LabedaAbec 7
Corr ATA-700
Freestyle skauti
Stæroir: 38-46
Hjól: 56 mm Labeda
Legur: ABEC 3
Externo Fury
Street hockey skauti
Stærðir: 38-46
80 mm Labeda Dynasty
Legur: ABEC 7
Tour Red Max
Street hockey skauti
Stærðir: 39-46
Hjól: 56 mm Labeda Vapor
Legur: BEV0 ABEC-3
Hné og olnbogahlífai
FERÐA- OG ÚTIVISTARVERSLUN
Skeifunni 6 ■ Simi 533 4450 ■ www.everest.is
Auglýsingadeild
510-3744
föstudagur 6. maí 2005 I blaðið
Hreyfing á máli Arons Pálma
- Bobby Fischer genginn til liðs við RJF-hópinn
„Eftir að við gáfum til kynna að við
myndum beita okkur af fullum þunga
fyrir lausn Arons Pálma hefur komist
hreyfing á málið,“ segir Einar S. Ein-
arsson, talsmaður RJF-hópsins sem
vinnur að lausn Arons Pálma Ágústs-
sonar sem hefur setið í refsivist í Tex-
as í átta ár.
„Fyrir nokkrum dögum fékk Aron
heimsókn frá eftirlitsmanni sínum og
síðan fékk hann heimsókn írá tveim-
ur fulltrúum ríkisstjóraembættisins.
Þeir menn voru með pappíra þar sem
farið var fram á að Aron samþykkti að
vera sendur til íslands eftir að hann
væri búinn að afplána dóm sinn, en
hann á eftir rúm tvö ár. Að beiðni
þessara manna ítrekaði Aron skrif-
lega ósk sína um að fara til íslands
sem fyrst og ljúka afplánun hér. Það
að þeir skuli hafa farið fram á það vek-
ur óneitanlega vonir um lausn máls-
ins,“ segir Einar.
Einar segir þá Guðmund G. Þórar-
insson hafa rætt óformlega við utan-
ríkisráðuneytið hér á landi. „Ljóst er
að þar munu menn aðstoða okkur á
allan hátt, þótt þeir hafi ekki frum-
kvæði að málinu," segir Einar.
Hópurinn ætlar sér að vinna að
krafti að máli Arons, skrifa greinar í
blöð, erlend og íslensk, og á netsíður.
Blaðakona frá New York Times hef-
ur ítrekað hringt í Einar sem hyggst
senda henni greinar um málið. Er-
lendir blaðamenn, aðallega bandarísk-
ir, hafa einnig haft samband við Guð-
mund. „Við íhugum einnig að fara til
Bandaríkjanna og ræða við menn um
málið, þar á meðal viljum við ræða við
ríkisstjórann í Texas,“ segir Einar.
RJF-hópurinn var upphaflega stofh-
aður til að vinna að frelsun Bobby
Fischer úr japönsku fangelsi. Skák-
snillingurinn hefur nú gengið til liðs
við hópinn og er sagður öflugur liðs-
maður, hugmyndaríkur og ákveðinn.
„Fischer finnst Aron hafa verið beitt-
ur óþolandi óréttlæti og það verði að
ná honum út strax. Hann er á því að
það þýði ekkert að tala við lögreglu-
yfirvöld í Texas með kurteisisorðum,
hann segir þá menn enga virðingu
bera fyrir kurteisishjali. Fischer seg-
ir að menn verði að vera ákveðnir og
harðir í horn að taka ætli þeir sér að
fá Aron lausan," segir Einar. „Menn
eru síhringjandi frá 60 mínútum, vilja
hitta Robert Fischer ogfjalla um hans
mál. Við ætlum að nýta það mál til að
beina sjónum þeirra að máli Arons.“
Bauhaus fyrlr bi? ‘ftmnmimnia
Enn bólar ekkert á stórverslun þýsku
byggingavörukeðjunnar Bauhaus,
sem fregnir hermdu að risi innan
skamms í Lindahverfi í Kópavogi. Að
sögn lóðarhafans þar er hugmyndin
um stórverslun Bauhaus þar dottin
upp fyrir. „Ég veit ekki um frekari
fyrirætlanir Bauhaus á íslandi en á
sínum tíma var ekkert frágengið um
að þeir myndu byggja þarna,“ segir
Bjami Már Bjamason, framkvæmda-
stjóri JB byggingarfélags. „Sannast
sagna komu þessar fréttir á sínum
tíma okkur nokkuð á óvart, við nán-
ast lásum um það í blöðunum að þeir
ætluðu að byggja á lóðinni okkar.“
Að sögn kunnugra í bygginga-
vörugeiranum er talið ólíklegt að úr
innrás Bauhaus til íslands verði úr
þessu. Það hafi verið Danmerkurdeild
fyrirtækisins sem kannað hafi málið
en byggingavara á þeim markaði sé
síst lægra verðlögð en gerist hér. Fyr-
irtækið hafi vissulega kannað vaxtar-
möguleika í ýmsum löndum en minna
orðið úr en til hafi staðið. Eins kynni
að hafa skipt máli að á sama tíma og
áhugi Bauhaus virtist vera mestur
vom nokkrar hræringar á bygginga-
vörumarkaði hér á landi.
í febrúar var frá því greint í Morg-
unblaðinu að Bauhaus áformaði að
opna risavaxna 22.000 m2 bygginga-
vömverslun vorið 2006, sem myndi
veita BYKO og Húsasmiðjunni harða
verðsamkeppni. Út af fyrir sig hefðu
það verið nokkur tíðindi á þeim mark-
aði en hitt þótti ekki minna merkilegt
að með því myndi stór erlend verslun-
arkeðja í fyrsta sinn ryðja sér til rúms
á íslenskum markaði. Fram að þessu
hafa erlendar verslunarkeðjur ekki
ómakað sig við að sinna þessum litla,
einangraða markaði og hafa neytenda-
frömuðir talið það ýta undir fákeppni
hér.
■
Banaslys við
Norðlingaholt
Stúlka á tuttugasta ári beið bana
þegar hún ók bíl sínum út af
Breiðholtsbraut í Reykjavík í gær-
morgun. Stúlkan var á leið norður
Breiðholtsbraut í Víðidal, skammt
undan Norðlingaholti, þegar hún
fór út af veginum með þeim afleið-
ingum að bíllinn valt. Hún var ein
í bílnum og er talið að hún hafi
látist samstundis. Að sögn lög-
reglunnar í Reykjavík voru engin
vitni að slysinu og enn óvíst um
nánari tildrög þess. Tilkynnt var
um slysið kl. níu að morgni upp-
stigningardags.
Enn kraftur
á fasteigna-
markaðnum
Fasteignasalar segja að þó að
enn sé mikill kraftur í markaðn-
um hafi aðeins slaknað á en ekki
mikið. Bjöm Þorri Viktorsson, for-
maður Félags fasteignasala, telur
að verð eigi ekki eftir að lækka.
„Markaðurinn leitar jafnvægis
um þessar mundir og svipað hús-
næði og seldist á einum degi tekur
nú viku til tíu daga að selja.”
Spurður að því hvert fólk flytji
helst nefnir Magnús Leopoldsson
fasteignasali að svæðið vestan
Elliðaáa seljist mjög vel og nefnir
póstnúmerin 101,107,104,105 og
108 sem dæmi en bætir við að Suð-
vesturhomið sé allt eftirsótt, allt
austur að Hveragerði og Selfossi.
Bjöm Þorri varar fólk við því að
leggja of mikla merkingu í svokall-
að meðalfermetraverð Fasteigna-
matsins. Hann segir það geta leitt
til rangrar verðlagningar og spyr
hvað meðaleign sé.
Nýtt ókeypis
dagblað gefið út
- Upplag 80 þúsund
eintök, dreift á öll heimili
og fyrirtæki á Stór-Reykja-
víkursvæðinu
Nýtt dagblað, Blaðið, kom í
fyrsta skipti út í morgun en því er
dreift án endurgjalds til lesenda.
Blaðið verður gefið út alla virka
daga. Prentsmiðja Morgunblaðs-
ins sér um prentun og íslandspóst-
ur um dreifingu til tæplega 80 þús-
und einstaklinga og fyrirtækja á
Stór-Reykjavíkursvæðinu. Ekk-
ert dagblað hefur áður náð slíkri
dreifingu frá fyrsta degi. Lögð er
áhersla á trausta og áreiðanlega
blaðamennsku. Stuttar og hnit-
miðaðar fréttir einkenna blaðið,
þar sem allir eiga að geta fund-
ið eitthvað við sitt hæfi. Lögð er
áhersla á daglegt líf og áhugamál
fólks.
Nýja blaðið er frjálst og óháð.
Útgefandi er fjölmiðlafyrirtækið
Ár og dagur ehf., sem er í eigu
nokkurra einstaklinga og lögað-
ila. Meirihlutaeigendur em Karl
Garðarsson, sem er útgefandi
blaðsins, Sigurður G. Guðjónsson,
stjórnarformaður Árs og dags,
Steinn Kári Ragnarsson og Erling
Adolf Ágústsson. Starfsmenn em
tæplega 30 og er búist við að þeim
flölgi hratt á næstunni.