blaðið - 06.05.2005, Page 6
föstudagur 6. maí 2005 I blaðið
Steingrímur J. Sigfússon: „Það erum því aðallega
við í Vinstri-Grænum og þingmenn Frjáisiynda fiokksins
sem stöndum vaktina. ”
Olund á þingi
Steingrímur J. segir sérkennilegt ástand á þingi
„Það hefur verið ólundarlegt jdir-
bragð á störfum þingmeirihlutans og
nú á síðasta sprettinum eru fjögur til
fimm frumvörp sem við í stjómarand-
stöðunni viljum koma í veg fyrir að
fái afgreiðslu,” segir Steingrímur J.
Sigfusson, formaður Vinstri-Grænna,
um störf þingsins en áætlað er að
þeim ljúki fyrir hvítasunnu.
Steingrímur nefnir fyrst um-
deilt frumvarp um Ríkisútvarpið.
„Þetta er gallað frumvarp og það
vaeri synd að setja allt upp í loft
á nýjan leik í þessum íjölmiðla-
málum með því að þvinga fram
ótímabæra afgreiðslu þessa frum-
varps,” segir hann. „Við í stjórnar-
andstöðunni höfum einnig miklar
efasemdir um ágæti frumvarps
um samkeppnislög sem virðist til
þess gert að losna við yfirmenn og
setja aðra í starf þeirra, sem er
gamalkunnug aðferð. Frumvarp
um vatnalög er vitlaust og illa
unnið. Hið sama má segja um fjar-
skiptalög þar sem sterkar kvaðir
eru settar á íjarskiptaaðila um
að annast hleranir. Við gerum
einnig miklar athugasemdir við
frumvarp um mat á umhverfisá-
hrifum.”
Steingrímur segir sérkennilegt
ástand ríkja á þinginu þessa dag-
ana: „Það er margt sem virkar
truflandi á þingmenn Sjálfstæðis-
flokks, í Framsóknarflokknum er
hver höndin upp á móti annarri
og þingmenn Samfylkingarinnar
eru uppteknir af formannskosn-
ingu. Það erum því aðallega við
í Vinstri-Grænum og þingmenn
Fijálslynda flokksins sem stönd-
um vaktina.”
Framboðin fá
ekki upplýsingar
Ekki er vitað hversu margir hafa
þegar greitt atkvæði í formanns-
kjöri Samfylkingarinnar. Að sögn
Flosa Eiríkssonar, formanns kjör-
stjórnar, eru starfsmenn flokks-
ins rétt að hefja merkingar við
nöfn þeirra sem kosið hafa og fæst
fyrst hugmynd um fjöldann eftir
nokkra daga.
Aðspurður sagði Flosi að fram-
boðin tvö fengju ekki upplýsingar
um hveijir hefðu greitt atkvæði,
enda samrýmdist það ekki stefnu
flokksins um meðferð persónuupp-
lýsinga.
Össur Skarphéðinsson hefur
birt milliuppgjör kosningabaráttu
sinnar, þar sem fram kemur að
það hafi kostað um 1,3 milljónir
króna fram að þessu og standast
á endum tekjur
og gjöld frarn-
boðsins.
Aðsögn Ólaf-
íu Rafnsdóttur,
kosningastjóra
Ingibjargar Sól-
rúnar Gísla-
dóttur, hyggst
framboð henn-
ar ekki birta
milliuppgjör, en mun gera fjármál
framboðsins opinber að formanns-
kjöri loknu.
Alls hafa um tuttugu þúsund
manns atkvæðisrétt í kjörinu,
sem lýkur 19. maí. Kjöri formanns
verður lýst á landsfundi Samfylk-
ingarinnar sem haldinn verður í
Egilshöll 20.-22. maí.
Flosi Eiríksson
Frábært úrval fyrir börn og unglinga
af flottum baöfatnaði fyrir sumarfríiö
Reynir Traustason. Hefur fengið afhent myndbönd sem gerð voru upptæk.
Ritstjóri og
sýslumaður sættast
Mikla athygli vakti þegar Reynir
Traustason, rithöfundur og rit-
stjóri, var handtekinn á Keflavík-
urflugvelli í síðasta mánuði. Hann
upplýsti tollverði um að hann
væri með hálft gramm af kókaíni í
fórum sínum, innpakkað í bók um
Stalín og blandað sápu. Reynir
var eins og kunnugt er að sækja
sér þekkingu og reynslu vegna
bókar um fíkniefnaheiminn, sem
hann vinnur að fyrir Eddu út-
gáfu. Kókaínið var ekki það eina
sem gert var upptækt. Tollverðir
tóku einnig í vörslu sína mynd-
bönd með upptökum vegna heim-
ildarmyndar sem Lýður Árnason
og Jóakim Rejmisson hafa unnið
að ásamt Þórhalli Gunn-
arssyni handritshöfundi,
samhliða ritun bókarinn-
ar.
Góð sátt hefur nú
tekist á milli Reynis og
Jóhanns R. Benedikts-
sonar, sýslumanns á
Keflavíkurflugvelli, eftir
kókaínuppákomuna og
mun Reynir greiða sekt
vegna uppátækisins.
í vikunni hittust þeir
sýslumaður á rúmlega
tveggja tíma löngum fundi, ásamt
Þórhalli Gunnarssyni og Jóakim
Rejmissyni. Sýslumaður afhenti
þá myndböndin sem nú fara beint
í klippingu.
„Þetta var góður
fundur með sýslu-
manni og embætt-
ismönnum hans,“
sagðir Reynir í stuttu
samtali við Blaðið.
„Við skildum sáttir og
myndbandsmálinu er
lokið.“
Hann segist ekki
óttast að verða fram-
vegis tekinn í ítarlega
líkamsskoðun við
heimkomu frá útlöndum. „En það
gæti verið heppilegra að ég verði
þá með húfu fremur en hattinn,"
segir hann og hlær.
11-------
Vlðskild-
um sáttir
og mynd-
bands-
máiinu er
lokið.
Slysahætta
barna eykst í góðæri
- fátækari börn í aukinni hættu
Alvarleg slys á börnum hafa auk-
ist á þessu ári að sögn Herdísar
Storgaard, slysavarnafulltrúa
barna, en hún telur ástæður auk-
innar slysatíðni einkum felast í
aukinni þenslu, bjartsýni og aukn-
um fjárráðum fólks.
„Ég var að vinna á svæfinga-
deild Borgarspítalans skattlausa
árið 1987 og þá sáum við svipaða
hluti. Slys á bömum jukust gríð-
arlega þetta ár því það er eins
og fólk hafi ekki varann á sér
að sama skapi þegar fjárráðin
aukast. Árið 1987 var fólk líka í
stanslausri vinnu, enda verið að
gera brejhingar á skattakerfinu
sem gerðu fólki kleift að halda
meiru eftir af tekjum sínum. í
svona efnahagsuppsveiflu eins og
núna verður léttara jdir fólki og
það verður kærulausara.” Herdís
segir að á undanfórnum misser-
um hafi orðið mörg mjög alvarleg
slys á bömum, sem sum hver hafi
ekki ratað í fjölmiðla. „Foreldrar
vilja oft ekki að greint sé frá þess-
um málum, enda skammast þeir
sín. Mér líst ekki vel á þetta ár ef
ég miða við það sem á undan er
gengið. Ég fór að taka eftir þessu í
byijun ársins - bæði fjölgun slysa,
sem ég hef ekki séð í langan tíma,
og einnig slysum sem ég hef aldrei
séð áður.” Herdís nefnir sem dæmi
þegar tveimur ungum bömum var
nýlega bjargað frá drukknun með
skjótum viðbrögðum nærstaddra.
„Drukknanir svona ungra barna
við þessar aðstæður eru bara ekki
til á skrá hjá okkur fyrr en núna
en rannsóknir okkar spanna tutt-
ugu ár. Þau börn sem hafa drukkn-
að við ár, vötn og sjó voru áður
mun eldri. Það er algerlega nýtt
fyrir mér að yngri börn séu ekki
leidd við þessar aðstæður.”
Fátækt eykur líkur á slysum
Herdís segir að efnahagur fólks og
slysatíðni tengist einnig með öðr-
um hætti en fyrrgreindum. „Það er
augljóst að efnahagur fólks hefur
áhrif á slysatíðni. Fátækara fólk
hefur ekki efni á að kaupa örygg-
isbúnað, sem er oft dýr, eða not-
ar lélegan búnað sem fá má fyrir
minni peninga. Þá keyra þeir sem
tekjulægri em einnig lélegri bíla.
Rannsóknir sýna líka að börnum
fátækra foreldra er hættara við
slysum en hinum.” Herdís segir að
sér finnist vel athugandi að taka í
gagnið einhvers konar afsláttar-
kerfi á öryggisbúnaði barna fyrir
tekjulægra fólk og nú þegar hafi
fólk í erfiðri stöðu spurst fyrir um
slíkt kerfi hjá Árvekni.
Eitrunarslysum fjölgar
Alvarleg slys á börnum vegna eitr-
unar hafa einnig aukist síðustu
misseri. Herdís segir að nú sé kom-
in ný kjmslóð foreldra sem voru
börn þegar ungur drengur lenti í
hryllilegu slysi árið 1985. Hann
gleypti sem jafngildir tveimur
Herdís Storgaard
teskeiðum af uppþvottavéladufti
sem veldur mjög alvarlegri eitr-
un. Drengurinn missti vélindað og
hálfan magann en Herdís segir að
unga fólkið nú til dags muni ekki
eftir þessu og því þurfi að efla um-
ræðu um eiturefriavarnir. „Upp
úr árinu 2000 fór eiturefnaslysum
að ijölga aftur. Þetta eru skelfi-
leg slys því uppþvottavélasápa er
eitt af allra hættulegustu efnun-
um sem fólk geymir inni hjá sér.
Það er algerlega nauðsynlegt að
geyma þetta efni á öruggum stað
þar sem börn ná ekki til því það
er skylda foreldranna að tryggja
öryggi bama sinna.”