blaðið - 06.05.2005, Side 12
Dýrara að kaupa
frá Bandaríkjunum
- Dollarinn kominn í rúmar 64 krónur
Gengi íslensku krónunnar hefur snar-
lækkað undanfama daga og er doll-
arinn kominn í um 64 krónur. Fyrir
örfáum vikum var gengið í kringum
58 krónur. Þetta er um 10% breyt-
ing á skömmum tíma. Eins og kunn-
ugt er hafa íslendingar verið manna
duglegastir við að kaupa vömr frá
Bandaríkjunum undanfama mánuði
og er hætt við því að sá áhugi dvíni
ef þessi þróun heldur áfram. Hundmð
innfluttra bíla bíða eigenda sinna á
hafnarbakkanum í Reykjavík og bið
er eftir skipaflutningum til landsins.
í þessu sambandi er rétt að minnast
þess að bankarnir hafa spáð því að
krónan muni falla um 25-30% í lok
þessa árs eða í byrjun þess næsta,
þannig að þetta gæti verið forsmekk-
urinn að því sem koma skal. Lands-
bankinn veltir upp þeim möguleika
hvort sú ákvörðun ríkissjóðs að greiða
upp 100 milljóna dollara skammtíma-
lán sé tilraun til að veikja krónuna.
Bendir bankinn á að styrking krón-
unnar hafi verið mörgum útflutnings-
fyrirtækjum þungbær. Þá muni sala
Símans kalla á umtalsvert innflæði
gjaldeyris þannig að staðan á gjald-
eyrismarkaði ætti að verða rúm eftir
nokkra mánuði.
■
Hlutabréf
lækka
Úrvalsvísitala hlutabréfa hefur hækk-
að um 20% frá áramótum og á síðustu
12 mánuðum hefur hún hækkað um
50%. Þetta eru miklar hækkanir sem
bætast ofan á afar gott síðasta ár á
markaði. Síðasti viðskiptadagur í
Kauphöllinni var þó rólegur og hafa
væntanlega einhveijir verið að inn-
leysa hagnað. Þanniglækkaði Úrvals-
vísitalan um 0,67%. Mesta lækkun
varð á bréfum Hampiðjunnar, eða
um 3%, auk þess sem bréf í Bakkavör
lækkuðu um 2%. Mestu viðskipti voru
með bréf Og fjarskipta, sem lækkuðu
um rúmt prósent, en fyrirtækið til-
kynnti um 200 milljóna hagnað á
fyrsta ársfjórðungi.
Uppsagnir
Bandaríska tölvufyrirtækið IBM
tilkynnti í fyrrakvöld að um 13 þúsund
starfsmönnum yrði sagt upp störfum
á naestunni. Uppsagnirnar munu fyrst
og fremst eiga við um starfsmenn í
Evrópu. Um 500 starfsmenn IBM í
Svíþjóð fengu uppsagnarbréf í mars.
Afkoma IBM fyrstu mánuði ársins var
langt undir væntingum og koma þess-
ar aðgerðir því ekki á óvart...
Þolinmæði...
Eigendur bréfa í deCODE, móðurfélagi
íslenskrar erfðagreiningar, hafa átt
erfiða tíma undanfarin ár. Nýjasta upp-
gjör fyrirtækisins gefur ekki ástæðu
til sérstakrar bjartsýni og er gengi
bréfa í fyrirtækinu nú í kringum sex
dollarar á hlut. Fyrirtækið hefur breytt
áherslum sínum og snúið sér meira að
lyfjaþróun. Þar er vonin um ávinning
meiri og vissulega hefur deCODE náð
athyglisverðum árangri á stuttum tíma.
Hörðustu stuðningsmenn fyrirtækisins
benda jafnframt á að bandaríski hluta-
bréfamarkaðurinn hafi verið afar dapur
undanfarin ár. Þannig er Nasdaq-vísi-
talan rétt rúmlega 1.900 stig en hæst
fór hún yfir 5.300 stig áður en bólan
sprakk (marsmánuði árið 2000.
KB banki bendir á í hálffimm fréttum
sínum að forráðamenn Carlsberg-
fyrirtækisins hafi fulla ástæðu til að
gleðjast þessa dagana. Ástæðan er sú
að fyrirtækið auglýsir merki sitt á treyj-
um Liverpool, en liðið er komið í úrslit
Meistaradeildar Evrópu. Gert er ráð
fyrir að um 500 milljónir manna muni
fylgjast með úrslitaleiknum og þar
með verður auglýsing Carlsberg held-
ur betur í sviðsljósinu. Samningurinn
við Liverpool kostar fyrirtækið um 50
milljónir danskra króna á ári og segja
má að þeim peningum sé vel varið...
Carlsberg
hagnast
blaðið-
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri:
Karl Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar:
Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur. Aðalsími: 510-3700. Simbréf á fréttadeild: 510-
3701. Simbréf á auglýsingadeild: 510-510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is,
auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: islandspóstur.
Frjálst, óháð dagblað
Blaðið, sem nú kemur út í fyrsta sinn, er óháð einstökum fyrirtækj-
um, fyrirtækjagrúppum, stjórnmálaflokkum eða hreyfingum. Blaðið
er aðeins háð lesendum sínum, sem auglýsendur vilja ná til.
Engin leynd hvílir yfir því hverjir eiga einkahlutafélagið Ár og dag,
útgefanda Blaðsins.
Ábyrgð á efni Blaðsins lýtur prentlögum og siðareglum Blaða-
mannafélags íslands. Blaðið mun því ekki setja sér sérstakar
siðareglur.
Blaðið flytur fréttir og fróðleik af mönnum og málefnum. Blaðinu
er ekkert óviðkomandi.
Blaðinu er ætlað að veita fyrirtækjum og stjórnvöldum aðhald og
halda lesendum sínum upplýstum um það sem gerist í raun og veru.
Vekja áhuga.
Blaðið vegur ekki úr launsátri að einum né neinum.
Blaðinu er ætlað að standa vörð um frjálst samfélag; samfélag
þar sem gætt er jafnræðis; samfélag þar sem manngildi er sett ofar
auðgildi; samfélag þar sem frelsi til athafna er allra.
Blaðið er fyrsti íslenski fjölmiðillinn sem nær til meirihluta þjóðar-
innar strax frá fyrsta degi. Blaðinu er þetta mögulegt vegna prent-
samnings við Árvakur hf. og dreifingarsamnings við íslandspóst
hf. Vegna þessara samninga er hægt að auka útbreiðslu Blaðsins,
eins og að er stefnt á næstu mánuðum, án þess að fjárfesta þurfi í
tækjum og tólum.
Ár og dagur ehf. þarf ekki að eiga allt sem til starfseminnar þarf,
eins og nú virðist ráðandi viðhorf hjá eigendum og stjórnendum of
margra fyrirtækja hér á landi. Ár og dagur hf. vill eiga friáls og óþving-
uð viðskipti við önnur fyrirtæki.
1 E D Fjölbreytt úrval Sértilboð
Sölumenn samningsstuði émk Éjmt ||Op I 4,4% vextir
Laugavegi 174 Sími 590 5040 www.bilathing.is Nú er tækifærið til að fá sér jeppa fyrir sumarævintýrin. Á jeppadögum Bilaþings býðst þér fjölbreytt úrval jeppa og fjórhjóladrifsbila á frábærum kjörum. Sölumenn okkar eru í samningsstuði og bjóða einstök kjör á bílasamningum með aðeins 4,4% vöxtum. BÍLAÞINfiÉEKLU
HEKLA* bilathing@hekla.is Gerðu frábær kaup í góðum jeppa fyrir sumarið. Númer eitt í notuðum bilum