blaðið - 06.05.2005, Síða 20

blaðið - 06.05.2005, Síða 20
börn og uppe föstudagur 6. maí 2005 ! blaðið Cambridge 3ja sæta 119.900 SEATING CONGEPT Laugavegi 97 Aukin slysahætta á sumrin í ár eru það trampólínin erna@vbl.is Sumarið er sá tími sem flest slys verða á börnum. Mörgu þarf að huga að í nýju umhverfi, svo sem eins og í sum- arbústaðnum, í útilegum og á ferða- lögum erlendis. Herdís Storgaard, verkefnastjóri barnaslysavarna, segir að á hveiju ári byiji einnig æði íyrir einhverri afþreyingu. í ár eru það trampólínin. Nýtt æði - nýjar hættur ,Það sem foreldrar verða að huga að þegar þeir kaupa þessi tæki er að lesa vel notkunarleiðbeiningar því það getur komið í veg fyrir slys. Flest trampólín eru gerð fyrir böm frá sex ára aldri og sum fyrir átta ára og eldri. ingur á heitu og köldu vatni á lands- byggðinni er víða með öðmm hætti en á höfuðborgarsvæðinu og hætta getur verið á brunaslysum í venjuleg- um handlaugum. Alls staðar þar sem vatn er - ár, vötn og sjór - ber að hafa aukið eftirlit með bömum, jafnvel þeim eldri því þeim getur dottið ým- islegt í hug, eins og flekasmíði og ann- að í nágrenni við vatn. Ung böm ættu aldrei að vera eftirlitslaus í nágrenni við vatn. Þá segir Herdís að mikil- vægt sé að hafa lok á heitum pottum og skilja börn aldrei eftir eftirlitslaus við heita potta. ,Það hefur jafnvel komið fyrir að börn hafa farið sér að voða þegar foreldri er að þurrka systk- ini eða önnur börn við pottana. Það verður seint lögð of mikil áhersla á eft- irlit með bömum við vatn,” segir Herdís. Þau verður að setja upp á mjúku und- irlagi, á grasi, og þar sem vindasamt er getur verið nauðsynlegt að festa þau. Bömin geta alltaf lent út af trampólíninu og því er mikilvægt að ekkert sé í kringum það sem eykur líkur á alvarlegum áverkum. Hér á landi slasaðist átta ára drengur þeg- ar hann lenti á grindverki sem var rétt við trampólínið. Þessu slysi hefði mátt afstýra ef trampólínið hefði ver- ið sett upp í góðu rými,” segir Herdís. Hún undirstrikar líka mikilvægi þess að foreldrar fylgist með bömum sín- um að leik því þau hrúgist öll í einu í hoppið og það geti verið hættulegt. Aðgát í nýju umhverfi Þegar fjölskyldan leggur land undir fót og er komin í nýtt umhverfi er mik- ilvægt að kanna aðstæður vel. Þrýst- Eitranir og bruni Brunaslys eru einnig tíðari yfir sumartímann og sérstaklega ber að sýna aðgát þegar grillað er. “Hvort sem menn nota gas- grill eða kolagrill er mikilvægt að gæta að börnunum því grill- in eru mjög heit og hafa valdið alvarlegum slysum. Sérstaklega ber að passa upp á kolagrillin sem em oft heit lengi eftir notkun og böm hafa verið að pota í þau með spýtum og jafnvel fengið þau yfir sig með hræðilegum afleiðingum.” Herdís seg- ir að þetta eigi einnig við eldavélar í sumarbústöðum sem oft em ekki fast- ar við innréttingamar en hætta sé á að böm hvolfi þeim yfir sig ef þau eru að klifra eða fikta við ofnhurðina. Þá er kveikilögur fyrir grill baneitrað efni og einn sopi getur valdið mjög al- varlegri eitmn. Þegar búið er að nota kveikilöginn er nauðsynlegt að fara með hann á öruggan stað þar sem böm ná ekki til. Alls ekki skilja hann eftir við grillið. Frekari upplýsingar um aðgát við slysum má sækja á: http://www.lydheilsustod.is/frett- ir/arvekni/ y Listir og menning Unglingar í olíu erna@vbl.is Nemendur í 10. bekk í Lindaskóla opna síðdegis í dag sölu- sýningu á olíuverkum sem þau hafa unnið í valáfanga í vetur. Kristín Andersen myndlistarkennari segir að hug- myndin hafi komið frá Tolla, sem fræddi krakkana um starf sitt, kenndi þeim tækni og bauð þeim í vinnustofuna sína í vetur. Hans vinnuferli endar með sölusýningu og var ákveð- ið að hinir ungu listamenn gerðu það líka. Hópurinn naut einnig leiðsagnar Sossu, sem kom í heimsókn í skólann og miðlaði nemendum af reynslu sinni. Kristín segir að krökk- unum hafi gengið ótrúlega vel að vinna með olíuna sem er erfið viðfangs. „Þau em ótrúlega óhrædd við að tjá sig með þessu efni og kynntust mjög ólíkum aðferðum hjá Sossu og Tolla.“ Kristín segir að vissulega sé óvenjulegt að bjóða upp á valáfanga í olíumálun á grunnskólastigi en vel sé staðið að listnámi í Lindaskóla. „Þetta er dýr áfangi því efniskaup em kostnaðarsöm þegar unnið er með olíuliti en við fáum góðan stuðning og hér er lögð áhersla á að hafa gott val fyrir krakkana." Verkin á sýningunni endurspegla ólíka sýn nem- enda á umhverfi sitt og ólík áhugasvið en af stemmningunni í skólanum má ráða að mikill áhugi er fyrir sýningunni og fólk er þegar farið að bjóða í verkin. Sýningin verður opin á skólatíma næstu tvær vikumar en myndirnar hanga uppi í opnu rými skólans. Myndir frá sýningunni Börnum borgað fyrir einkunnir erna@vbi.is Skólaböm em undir álagi um þessar mundir enda prófatíminn að ganga í garð. Mikilvægt er að taka tillit til bamanna, tryggja þeim góða hvíld og mataræði og auka ekki álagið sem á þeim hvílir. Á yngsta stigi skólanna er minna um að lögð séu próf fyrir bömin. Þó er strax byrjað að kanna lestrarkunn- áttu bama í 1. bekk og smám saman bætast við skrifleg próf í einstökum námsgreinum. Á miðstigi, frá tíu til tólf ára aldurs, eykst hins vegar álag- ið og mörgum börnum þykir ástæða til að læra sérstaklega fyrir prófin. Námsgreinum íjölgar og vinna fyrir prófin eykst að sama skapi á unglinga- stigi. Kennarar leggja þó áherslu á að í raun eigi nemendur ekki að þurfa að læra sérstaklega fyrir prófin. Ef unn- ið er jafnt og skipulega yfir veturinn á upprifjun að nægja. Vægi prófa minnkar Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Sala- skóla í Kópavogi, segir að með ein- staklingsmiðuðu námi hafi námsmat- ið breyst. „Prófin em aðeins hluti af námsmatinu. Vinnan yfir veturinn og vinnan í tímum, hvar nemandinn sýn- ir sterkar hliðar og frumkvæði, hefúr meira að segja nú til dags. Lestur er jafhvel tekinn upp á hljóðsnældur, teknar em myndir af nemandum við störf og geymd sýnishom af verkefn- um yfir veturinn, sem auðveldar kenn- urum að leggja mat á námsþróun og frammistöðu nemandans. Núna er reynt að taka inn fleiri þætti en áður var og í sífellt fleiri skólum hefur vægi prófanna í námsmatinu minnk- að,“ segir Hafsteinn. Ekki kaupa börnin Hafsteinn hvetur foreldra til að auka ekki álagið á böm sín á þessum tíma Hafsteinn Karisson skólastjóri í Salaskóla með því að bjóða þeim verðlaun eða peninga fyrir einkunnir. ,Það þekkist því miður að foreldrar reyni að kaupa bömin sín til að standa sig betur í próf- um en það eykur álag og getur leitt til mikilla vonbrigða ef bömin standast ekki væntingar foreldranna." Haf- steinn segir að auðvitað eigi foreldrar að aðstoða bömin sín allan veturinn, tryggja þeim góðan svefn og mataræði og almennt að böm fái að vera böm og lifa góðu lífi. ■

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.