blaðið - 06.05.2005, Page 28

blaðið - 06.05.2005, Page 28
föstudagur 6. maí 2005 I blaðið ipti kynjanna Rómantísku hversdagsleiki Gott samband kostar vinnu og tíma en það vill svo til að eftir að mesta spennan er horfin fækkar oft stundunum sem nýttar eru í notalega samveru með makan- um. Það er þó heill hellingur af skemmtilegum hlutum sem hægt er að gera til þess að lífga upp á hversdaginn og láta blossann kvikna á ný. Við tíndum því til nokkur góð ráð til þess að koma ykkur af stað. full af skemmtilegum útivistarsvæð- um og notalegu umhverfi til að njóta fríska loftsins. Ef veðrið er gott getið þið endað gönguna í Nauthólsvíkinni og látið sólina sleikja ykkur. Safnarölt Það eru margar góðar sýningar á lista- söfnunum og galleríunum í hverri viku, þar sem allir ættu að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi. Kíkið í Blaðið, skoðið hvað er um að vera og drekkið í ykkur menninguna saman. Dekurdagur í stofunni Það finnst öllum gott að láta dekra við sig en fæstir gefa sér tíma í að fara á snyrtistofuna. Ef þú vilt koma elskunni þinni á óvart er upplagt að útbúa eigið heima-spa í stofunni. Það eina sem þú þarft er góður maski sem þú getur fengið í apótekum eða snyrti- vöruverslunum, slakandi ilmolíur, kerti og fimir fingur. Gönguferð Það er bæði afslappandi og hollt að fara út í gönguferð og Reykjavík er Tjaldið úti í garði Það jafnast ekkert á við að sofa úti í náttúrunni en betra er að hafa tjald með til að skýla sér frá mesta vindin- um. Grípið með ykkur svefhpoka og vasaljós og kúrið saman í tjaldinu í garðinum. Það gerist varla róman- tískara. Matið hvort annað Kryddið kvöldið með því að mata hvort annað með bundið fyrir augun þannig að makinn veit aldrei hveiju hann á von á. Hér á síðunni má finna nokkrar hugmyndir að erótísku góð- gæti. Teiknið hvort annað Það þurfa engir hæfileikar að vera til staðar til þess að þetta geti orðið fyrir- taks skemmtun. Þið þurfið að rýna í smáatriðin í andliti hvort annars og sjá hvað það var í fari ykkar sem þið heilluðust fyrst af. Svo er gaman að hlæja að myndunum síðar. Farið á kvöldnámskeið Það þurfa allir að geta eldað og því er upplagt fyrir hvaða par sem er að skella sér á kvöldnámskeið í matar- gerð. Lærið að elda ÍTamandi rétti og prófið ykkur síðan áfram heima. Erótískt góðgæti Matur er ekki bara nauðsynleg nær- ing. Matur er skemmtilegur, nautna- fullur og getur verið mjög örvandi. Kynlífsráðgjafinn Suzie Hayman ræðir um goðsögnina um kynorkuauk- andi máltíðir á vefsíðunni www.bbc. co.uk. Þó að menn séu ekki endilega sammála um raunverulega virkni matvælanna þá getur hver sem er kryddað ástarlífið með því að útbúa gimilega máltíð fyrir elskuna sína. Suzie Hayman nefnir aspas, ban- ana, ostrur, fíkjur og ginseng sem dæmi um kynorkuaukandi mat en hún leggur áherslu á að gera máltíð- ina sjálfa að erótískri athöfn. Það kemst enginn í stuð með því einu að skella í sig nokkrum fíkjubitum og því er mikilvægt að gefa sér góðan tíma í að útbúa kræsingamar saman og mata hvort annað með smávægi- legu góðgæti ef máltíðin á að hafa þau áhrif sem leitast er eftir. Þið getið hyrjað á að gæða ykkur á jarðarberjum og kirsubeijum. húðuðum með súkkulaði, og sötra kampavín með. Berin, sem em safarík og sæt, kitla bragðlaukana og súkkulaðið hefur verið tengt ást- arathöfnum í margar aldir. Til þess að auka flölbreytnina má bæta við banönum og ferskjum, sem eiga að gefa aukna orku og kveikja erótísk- ar hugsanir. Möndlulykt á einnig að vera sérstaklega örvandi fyrir konur og kavíar er sagður örva karl- menn. Avókadó, gulrætur og sell- erí eiga að kveikja kynorku beggja kynja. Allt þetta er hægt að borða með fingmnum, sem gerir borðhaldið ennþá skemmtilegra. Síðan er bara um að gera að nota ímyndunaraflið og blanda saman öllu því sem ykkur lystir, því veisla eins og þessi ætti að geta lífgað upp á hvaða samband sem er. Það eina sem þarf að gera er að skokka út í næstu matvöruverslun og bjóða makanum upp á forrétt sem hann getur aldrei staðist. Opið virha daga kl. 9-18, laugprd. 12-16 og umnud. hl. 13-17 TANGARHÖFOA 1 SIMI 557 7720 ■ vikurverh.is Kynörvandi ilmolíur Ferómón í fljótandi formi Ferómón eru lyktarlaus efni sem mannslíkaminn framleiðir sjálfur og eru sögð vera ástæða þess að við löðumst að sum- um einstaklingum en ekki öðrum. Vísindamenn hafa því lengi spáð í þessi kynörvandi efni og nú er hægt að kaupa alls kyns tegund- ir af iimvötn- um, rakspírum, b a ð o I í u m , nuddolíum og svitalyktareyð- um sem eiga að innihalda ferómón. Ekki eru allir sammála um að ferómón hafi eitthvað með kynferðislegt aðdráttarafl að gera, en fjölmargar kannanir sem gerðar hafa verið á virkni ilmefnanna sýna þó fram á að svo sé. Samkvæmt þeim rannsóknum eiga þeir, sem baða sig upp úr ferómónríku freyðibaði eða skella á sig ilmolíum sem innihalda efnin áður en haldið er út, auðveldara með að hrífa hitt kynið en áður og ástarlífið hjá stórum hluta bættist til muna. Þegar nefið nemur ferómónin sendir það örvandi boð til heilans sem skilar sér í auknum áhuga á viðkomandi einstaklingi. Þó að líkaminn framleiði þessi kynörvandi efni sjálfur þá er alltaf hægt að bæta við þau. Á heimasíöu eBay, www.ebay.com, má finna mikiö framboð ólíkra tegunda slíkra ilmefna og því ættu allir að geta verið ómót- stæðilegir í sumar.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.