blaðið - 06.05.2005, Qupperneq 36
36 dags
föstudagur 6. maí 2005 ! blaðið
Gunnhildur í Djúpu lauginni
Hvað segir þú gott?
Eg segi bara allt fínt.
Hvað ertu að gera?
Ég er að borða morgunmat
og er að fara að vinna.
Hvað er að gerast
í Djúpu lauginni í
kvöld?
Nú, við erum með þijá
rosalega myndarlega vini
sem keppast um að komast á stefnu-
mót með gullfallegri stúlku.
Er ekki mikið stress rétt fyrir
útsendingu?
Jú, það er mjög mikið stress en við
Helgi fórum yfirleitt upp á aðra hæð
þar sem enginn er og reynum að slaka
á, tökum öndunaræfingar og svona.
Það eru bara allir að
ná saman í þættin-
um...
Já, það er einhver Amor
yfir þættinum núna en
annars held ég að þetta
sé miklu afslappaðra nú
þar sem parið fer í mat
með vinum sínum en ekki
í ferð. Þannig ná þau að
kynnast mun betur.
Má ekki segja að þú
hafir nælt þér í gæja í Djúpu
lauginni?
Nei... eða jú, það er kannski hægt
að segja það. Hefði ég ekki byrjað að
vinna hjá Skjá einum þá hefðum við
örugglega ekki kynnst en við erum
nú bara að deita þannig að ég vil nú
ekki gera of mikið úr þessu.
Eitthvað fyrir..
RÚV - Frumskóga-George
snýr aftur - 20.10
Fimm ár eru liðin síðan Ursula Stan-
hope sagði skilið við siðmenninguna
til að giftast frumskógarkónginum
George. Þau hafa eignast son og Geor-
ge stendur í valdabaráttu í frumskóg-
inum en þarf svo að bregða sér til
Las Vegas til að bjarga vini sínum úr
r klípu. Hann þarf líka að veijast belli-
brögðum tengdamömmu sinnar sem
ætlar að stía þeim Ursulu í sundur
og hafa af honum soninn. Meðal leik-
enda eru Christopher Showerman,
Julie Benz, Angus T. Jones og Thom-
as Haden Church. Leikstjóri er David
Grossman.
SÝN - HM í póker - 21.00
Slyngustu flárhættuspilarar veraldar
mæta til leiks á HM í póker en hægt
er að fylgjast með frammistöðu þeirra
við spilaborðið á Sýn í kvöld.
Póker á sér merka sögu en til eru
ýmis afbrigði spilsins. A seinni árum
hefur HM í póker átt miklum vinsæld-
um að fagna en í póker skipta spilin
ekki miklu máli heldur stendur yfir-
leitt sá uppi sem sigurvegari sem er
bestur í að halda andliti og blekkja
þannig mótspilarana.
..kvikmyndaunnendur
Stöð 2 - Það var lagið - 20.30
Það var lagið verður heldur betur
skemmtilegt í kvöld en það eru skvís-
umar úr Nylon og Jónsi og Hrafnkell
úr hljómsveitinni í svörtum fótum
sem verða gestir Hemma. Þar sprejda
þau sig á spumingum sem Jón Ólafs-
son hefur samið og verður gaman að
fylgjast með því hvort liðið vinnur.
Svo er heldur ekkert skemmtilegra
en að þenja raddböndin í góðra vina
hópi.
Bíórásin - Lord of the Rings: The
Two Towers - 22.00
Annar hluti þessa stórbrotna meist-
araverks sem hefur sópað til sín
verðlaunum. í ævintýrinu segir ffá
Fróða hinum unga sem erfir máttug-
an hring. Gripurinn, sem var talinn
glataður um aldir, býr yfir krafti sem
enginn mannlegur máttur ræður við.
Fróði og félagar hans fara nú í hættu-
fór til Lands hins illa til að forðast ör-
lögin sem hringurinn hefur skapað.
... og svona ykkur að segja þá er
röddin í henni svipað leiðinleg „live“
eins og hún er í sjónvarpinu, ef ekki
bara leiðinlegri. “Hæ, Solla á græn-
um kosti hérna”... Mér varð flökurt
sem aldrei fyrr við þessi orð. Þessi
setning er hér með kosin sú versta
sem sögur fara af.
www.blog.central.is/arnrun
Ég horfi eingöngu á íþróttir í sjón-
varpinu en undanfarið hef ég verið
að tékka út allt stuffið. Horfði á The
Batchelor í gær... ég ætla ekki að
segja “á ég að hlæja eða grenja?”
því það er of heimskulegur frasi, og
í staðinn ætla ég ekki að segja neitt.
Ég neita að gagnrýna þetta.
www.simnet.is/rivaldo
Af netinu
Aumingja ég lá í sófanum og hafði það
ágætt, en þá var kveikt á sjónvarpinu
og Gísli Marteinn hrakti mig niður í kjall-
ara í tölvuna.
www.lagmenning.is
Hið griðarstóra fjölmiðlafyrirtæki Norð-
urljós hefur tekið upp á þeim andskota
(afsakið orðbragðið, ég bara get ekki á
mér setið) að nota orðið veftíví! Þvílíka
smekkleysu hef ég ekki séð [ málinu
síðan sama stöð, þá með allt öðrum
eigendum, klessti nafninu Popptíví á
sjónvarpsþátt.
www.ma.is
Tommy
Lee fer
aftur í
skóla!
Þættimir
„Tommy Lee
Goes to College",
eða Tommy Lee
fer aftur í skóla, verða frumsýndir í
Bandaríkjunum í júní. Þar er fylgst
með hinum 42 ára fyrrum trommara
Mötley Crew setjast aftur á skóla-
bekk. Tommy, sem er fráskilinn
tveggja bama faðir, segist geta keypt
sér allt sem hann langi í og því vill
hann fá eitthvað sem ekki verður
keypt, eða prófskirteini.
Morgun Eftirmiðdagur Kvöid 18:30-20:00
08.30 Þingkosningarnar í Bretiandi U Samantekt BBC um úrslit kosninganna og viðbrögð við þeim. 12.00 Hlé 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Bitti nú! (5:26) 18.30 Hundrað góðverk (19:20) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósið 20.10 Frumskóga-George snýr aftur. Bandarísk ævintýramynd frá 2003. George er orðinn pabbi og stendur í valdabaráttu í frumskóginum en þarf svo að bregða sér til Las Veg- as til að bjarga vini sínum úr klípu.
■T 06.58 ísland í bítið mr 09.00 Bold and the Beauti- W ful 09.20 í fínu formi 09.35 Oprah Winfrey 10.20 ísland í bítið 12.20 Neighbours 12.45 í fínu formi 13.00 Perfect Strangers (53:150) 13.25 60 Minutes II 14.10 Jag (5:24) (e) 14.55 Bernie Mac 2 (8:22) (e) 15.15 The Guardian (10:22) 16.00 He-Man 16.25 Beyblade 16.50 Skjaldbökurnar 17.15 Finnur og Fróði 17.30 Simpsons 18.18 Íslandídag 18.30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 ísland í dag 19.35 Simpsons 20.05 Joey (11:24) Það er alltaf mikið um að vera þegar Joey er annars vegar. 20.30 Það var lagið
07.00 The Mountain (e) í I ) 07.45 Allt í drasli (e) 08.15 Survivor Palau (e) 09.00 Þak yfir höfuðið (e) 09.15 Óstöðvandi tónlist 17.30 Cheers - 2. þáttaröð (19/22) 18.00 Upphitun « m 18.30 Queer Eye for the Straight Guy (e) 19.15 Þak yfir höfuðið 19.30 The King of Queens - lokaþátt- ur (e) 20.00 Jack & Bobby Jack kemur að Grace og Tom í rúminu og segir Grace að hann sé ekki ánægð- ur með þetta samband.
16.50 Þú ert í beinni! Beinskeyttur umræðuþáttur um allt það sem er efst á baugi í íþróttaheimin- um hverju sinni. 17.45 David Letterman 18.30 Gillette-sportpakkinn 19.00 Motorworld 19.30 UEFA Champions League Fréttir af leikmönnum og liðum í Meist- aradeild Evrópu. 20.00 World Supercross
EJflf.l 06.00 Sweet Home Alabama 08.00 Three Men and a Little Lady 10.00 Groundhog Day 12.00 LikeMike 14.00 Sweet Home Alabama 16.00 Three Men and a Little Lady 18.00 Groundhog Day 20.00 LikeMike
07.00 Meiri músík 19.00 Sjáðu(e)
HEILSUTILBOD
HEILSU
TILÐOÐ
iv.1195 1*2390
Ef þú hringir og sækir fylgja 2 Toppar með tilboðinu
• Gufusoðið brokkolí og pok-choi kál með hvítlauk í ostrusósu
• Wok ristað blandað grænmeti og kartöflur í karrýsósu
• Steiktar eggjanúðlur með kjúklingi, eggjum og grænmeti
• Ristaðar kjúklingabringur með tofu og grænmeti
• Steikt brún grjón með eggjum
og grænmeti, soya
og Sweet Chilli
i