blaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 10
10 matur föstudagur, 13. maí 2005 I blaðið Hafið grillið í lagi: Takið tillit til BTU-magns þegar keypt er nýtt grill. Það segir til um kraft gasmagnsins sem gerir logann og ef það er of lítið verður grillið kalt. Góðar grindur eru mikið atriði, helst svokallaðar pottagrindur úr stáli. Hitið grillið vel upp áður en byrjað er að grilla. Alls ekki snúa steikunum í sífellu eins og svo algengt er. Látið kjötið liggja á annarri hliðinni þar til góð steikingarhúð er komin, snúið því þá og færið frekar undan hitan- um. Annars er búið að moðsteikja steikina á endanum. Ef verið er að grilla feitan mat sem kviknar í - passið þá upp á að lyfta steikinni og leyfa fitunni að leka af. Það kemur bragð af þessum litlu svörtu ögnum sem myndast. Burstið alltaf vel áður en byrjað er að grilla. Gamalt ráð er að stinga gaffli í hálfan lauk og nudda grindurnar. Passa hitastig, hafa á efri hæðum það sem á að grilla lengur. Hafa alltaf kaldan bjór við höndina. TILBOÐSDAGAR Frá Yves Delorme, einu virtasta tískuhúsi Frakklands: Rúmteppi, rúmfatnaður (lök, pífur, sængurverasett), baðhandklæði, baðmottur, baðsloppar (dömu/herra), borðdúkar, ilmsápur,-krem,-kerti o.m.fl. Rúmin frá Stears & Foster eru hönnuð fyrir fólk sem vill aðeins það besta. Þau veita réttan stuðning og tryggja vellíðan á hverri nóttu með sérhönnuðu gormakerfi, bólsturslögum og einstökum frágangi. rúmco Opið virka daga 11-18 i Laugardaga 11-14 o 10til40% AFSLÁTTUR Langholtsvegi 111 « 104 Reykjavík ♦ Sími 568 7900 STEARNS& FOSTER Mynd: Gúndi Matgæðingurinn Siggi Hall hefur tröllatrú á íslenskum veitingastöðum halldora@vbl.is Einn af okkar þekktustu kokkum, Siggi Hall, segir okkur íslendinga tróna á toppnum yfir þau lönd sem elda besta matinn en þar spilar gott hráefni eflaust stóran sess. Hann hefur undanfarið verið í óðaönn við að kynna matvörur fyrir öðrum þjóðum en íslensk matvæli eru svo sannarlega að ryðja sér til rúms víða um heim. „Bandaríkjamenn trúa til dæmis ekki eigin bragðlaukum þegar þeir smakka íslenskt skyr, þeir bara flippa!,“ segir Siggi og bætir því við að það sama eigi við um smjör, osta og lambakjöt. Aðspurður um hvað skyr sé kallað í Bandaríkjunum segir hann að engar þýðingar þurfi. „Fólk segir bara: ‘Skyr, you know - from Ice- land!’ og allir vita hvað talað er um.“ Siggi gerir þó margt annað en að stuðla að útrás íslenskra matvæla því hann sér um að elda ofan í svanga gesti á Óðinsvéum. Þar segist hann hafa háleit markmið en þau séu að bjóða upp á besta mat sem hægt er að fá á góðu verði. Hvort honum tekst það skal ósagt látið en því er ekki að neita að Sigurður Hall hefur eldað of- an í margan íslendinginn og víðast hvar slegið í gegn. „Við erum nátt- úrlega með alveg rosalega góða veit- ingastaði hérna á íslandi þó svo að ég treysti mér kannski ekki til að velja einhvem einn sem er hvað bestur. Þetta er bara staðreynd og glögglega hægt að sjá það á viðbrögðum útlend- inga sem hingað koma. Þeir bera okk- ur svo sannarlega gott orð.“ Grilluð T-bein- steik með lime- hvítlaukssmjöri Fyrir fjóra 4 T-beinsteikur, u.þ.b. 450-500 g, með beini Lime-hvítlaukssmjön 150 g smjör 4-5 hvítlauksgeirar 1 msk. Dijon-sinnep safi úr 1 -2 lime-ávöxtum 2 msk. steinselja salt og svartur pipar úr kvörn Látið hvítlauksgeirana og stein- seljuna í matvinnsluvél og hakkið. Bætið síðan smjörinu, sinnepinu og safanum út í. Keyrið matvinnsluvél- ina þar til allt er vel blandað saman. Saltið vel og piprið að smekk. Takið og látið í smjörpappír og rúllið út í jafnan sívalning. Snúið upp á endana á pappírnum (eins og á karamellubréfi) og látið standa í kæli í minnst tvo tíma. Skerið í bita og látið ofan á lime-sneið sem síð- an er borin fram með steikinni. Takið steikurnar og skerið 2-3 skörð í fituröndina rétt inn að kjöti. Hitið grillið og grillið steikurnar; fyrst 2-3 mínútur á hvorri hlið og síðan aftur eins á hvorri hlið. Þá ætti steikin að vera miðlungsteikt. Hafið rými á grillinu til þess að færa steikurnar undan of miklum eldtung- um. (Styttið steikingartímann fyrir hrásteikt og lengið fyrir gegnum- steikt.) Saltið vel og piprið á meðan kjötið grillast. Berið steikurnarfram með kartöflu- þátum og léttsteiktu grænmeti, t.d. vorlauk, rauðlauk, papriku og súkkíní. Blaðið kynnir: Grillvín sumarsins Morandé Cabernet Sauvignon frá Chile Verð 1.190,- Vín úr Cabernet Sauvignon þrúgum eiga það til að vera töluvert ákveðin svo þetta vín er ánægjulega flauelsmjúk undantekn- ing. Vínið er með góðu sólberjabragði sem þróast yfir í bragð af dekkri berjum og end- ar í súkkulaðikeim. Vínið er fallega rautt að lit. Þetta vín er eitt það besta sem hægt er að hugsa sér með grillmat. Það kallar á létta matargerð og hentar sérlega vel með lamba-, grísa- og kálfakjöti. Til að full- komna máltíðina er gott að hafa smá sætu með matnum, til dæmis sultu eða sykur- brúnaðar kartöflur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.