blaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 11

blaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 11
blaðið i föstudagur, 13. maí 2005 rr Tómatar með fyrirbyggjandi áhrif á krabbamein? halldora@vbl.is Vísindamenn í Bretlandi vilja meina að tómatar hafi fyrirbyggjandi áhrif á krabbamein en nýleg rannsókn í tengslum við þennan alræmda sjúkdóm leiðir þetta í ljós. Margt rennir stoðum undir þessa tilgátu því það eru ákveðin efni í tómötum sem Kostir og gallar við íslenskar matvöru- verslanir Jóhann Guðmundsson Mér finnst að það ætti að selja létt- vín og bjór í matvörubúðum. Annars finnst mér mjög hentugt að geta verslað hvenær sem er sólarhrings- ins. Það er alltaf eitthvað opið af þessum búðum. Bjarney Einarsdóttir Þær eru of dýrar en úrvalið er ágætt. Lórý Erlingsdóttir Mér finnst úrvalið mun betra en áð- ur var og þjónustan betri. Það mætti reyndar lækka verðið. Ásgeir Höskuldsson Það mætti vera meiri fjölbreytileiki en matvöruverslanir eru yfir höfuð aðgengilegar. Guðjón Elías Davíðsson Ágætis fjölbreytileiki, myndi ég seg- ja, en það er of mikill verðmunur á milli búða, þó svo að þetta séu mest- allt sömu eigendurnir. Chloe Ophelia Gorbulew Núna er hægt að fá miklu meira af góðu grænmeti en áður og mér finnst búðirnar flestar aðgengilegar. Það mætti hins vegar selja léttvín og bjór í matvöruverslunum en samt alls ekki sterkt vín. eiga að hafa þessi áhrif. Tómatar eru auk þess ríkir af A, C og E vítamínum. Gordon McVie, prófessor í Bretlandi, hefur rannsakað þetta ítarlega og þykist afar viss í sinni sök. „Líkumar á því að tómatar hafi fyrirbyggjandi áhrif á krabbamein eru ótrúlega sterkar," segir prófessorinn og mælir með því að fólk auki neyslu á þessum ávexti og borði um einn á dag. Þess má geta að í meðalstórum tómati eru ekki meira en 10-15 kaloríur. Það ættu því allir að eiga nóg af tómötum í ísskápnum og nota meira en nú er gert; setja tómata í salötin og grilla tómata með kjötinu. Nú, eða borða þá eina og sér á milli mála. TÍMAÁÆTLUN: Geitháls kl. ii:oo -11:40 Gufunes kl. 12:45-13:25 © Gunnlaugur Einar Briem / gulliebr@simnet.is Veitingar við SHELL Gylfaflöt að keppni lokinni ...þegar þér hentar MYLLAN Ð SVANSPRENT E fiuB fion fi fslandsmótió ✓ raf/y 2005

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.