blaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 4
4 innlent
Hverá
að ráða?
Fundaröð um eflingu
íbúalýðræðis
Næstu tvær vikurnar stendur
Reykjavíkurborg fyrir fundaröð
um eflingu ibúalýðræðis. Á fund-
unum velta ýmsir einstaklingar
upp spurningum um aukið lýð-
ræði í landinu, ekki síst svokallað
íbúalýðræði. Aukið íbúalýðræði
snertir fyrst og fremst daglegt
Kf borgaranna, s.s. í skólamálum
og skipulagsmálum, og eru ýmis
álitaefni uppi í þeim efnum.
Tilefni þessarar fundaraðar er
að starfshópur á vegum Reykja-
víkurborgar hefur undanfarna
mánuði tekist á við það verkefni
hvemig megi efla íbúalýðræðið.
Ýmsir „sérfræðingar" hafa komið
að starfi hópsins en með funda-
röðinni er kaflað eftir fleiri sjón-
armiðmn.
Aflir fundimir verða haldnir á
2. hæð í Iðnó og hefjast kl. 8.30
en lýkur kl. 10. Aðgangseyrir er
1.200 kr., og er morgunverður
innifalinn í verðinu. Fundimir
verða sem hér segir:
Fimmtudaginn 19. maí
- íbúalýðræði í skólamálum.
Föstudaginn 20. maí
- hverfalýðræði.
Þriðjudaginn 24. maí
- íbúalýðræði í skipulagsmálum.
Mikill munur
á verðlagi
mjólkurvöru
föstudagur, 13. maí 2005 ! blaðið
Vara
Hæsta verð
Ljóma
smjörlíki 500g
Gouda-ostur
26% 1 kg
magnus@vbl.is
11/11 Skúlagötu
11/11 Skúlagötu
10-11 Laugal.&11/11 Skúlag.
-í:
11/11 Skúlagötu
11/11 Skúlagötu
Lægsta verð
Bónus Smáratorgi
Bónus Smáratorgi
Bónus Smáratorgi
Bónus Smáratorgi
Fjarðarkaup, Bónus Smárat.
Munur á hæsta og
lægsta verði
256%
76,4%
129,5%
125,3%
10,8%
Mjög mikill munur var á hæsta og
lægsta verði nær allra vörategunda
sem athugaðar voru í verðlagskönn-
un sem verðlagseftirlit ASÍ gerði 11.
maí sl. Kannað var verð á mjólkurvör-
um og ostum. Af þeim 44 vörum sem
kannaðar vom reyndist yfir 100%
munur milli verslana í 15 tilvikum og
50% munur í 39 tilvikum. Bónus var
oftast, eða í 36 tilvikum, með lægsta
verðið en könnunin náði til 12 mat-
vöruverslana á höfuðborgarsvæðinu.
Verslun 10-11 mældist oftast, eða í
26 tilvikum, með hæsta verðið. Sam-
kvæmt upplýsingum frá ASÍ hefur
sjaldan verið jafnmikill verðmunur
milli einstakra verslana.
ísland og
Kína semja
Davíð Oddsson utanríkisráðherra og
Bo Xilai utanríkisviðskiptaráðherra
Kína hafa undirritað samkomulag
sem felur í sér að gerð verður
sameiginleg hagkvæmnikönnun til
undirbúnings fríverslunarsamnings
milli landanna. ísland er fyrsta
ríkið í Evrópu sem Kína gerir slíkt
samkomulag við.
í hagkvæmnikönnun felst að safnað
verður saman upplýsingum um
viðskiptahagsmuni, lagaumhverfi,
gárfestingar- og þjónustumöguleika
sem skipta máli fyrir væntanlegar
fríverslunarsamningaviðræður
landanna. Hagkvæmnikönnunin
er sá grunnur sem byggt verður á
þegar fríverslunarsamningaviðræðu
r heflast.
Ólukkudagur
Hjátrú tengd fóstudeginum 13. nefn-
ist einnig paraskavedekatriaphobia
í sumum bókum. Upphaf hennar er
stundum rakið til þess að 13 manns
vom viðstaddir síðustu kvöldmál-
tíð Jesú, sem var svo krossfestur á
fóstudegi. Furðulegt nokk, þá em til
sannanir fyrir því að fóstudagurinn
13. sé í raun og vem óhappadagur
fyrir suma. Sálfræðingar í Banda-
ríkjunum segja sumt fólk vera hk-
legra til þess að lenda í slysum og
óhöppum þennan dag heldur en aðra
daga ársins. Þetta er talið tengjast
auknum áhyggjum og kvíða fólks.
Sérfræðingar vestanhafs telja að þar
tapist á bilinu 800-900 Bandaríkja-
dalir fóstudaginn 13. þar sem fólk
vill ekki ferðast eða fara til vinnu
sökum hræðslu.
Auto Parts
Vélaviðgerðir
✓ Pakkningarsett
✓ Ventlar
✓ Vatnsdælur
✓ Tímareimar
✓ Viftureimar
✓ Knastásar
✓ Olíudælur
✓ Legur
✓ Stimplar
l/orahlutir sem
þú getur
treyst 6 !
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
TANGARHÖFÐA 13
Sími 577 1313 • www.kistufell.com
Garðurinn allt árið
Fyrsta bókin í nýrri ritröð írá
Sumarhúsinu 02 áarðinum
Garðurinn allt árið er ætluð öllu
áhugafólki um garörækt. í
bókinni er að finna samantekt
á öllu því helsta sem garð-
eigendur þurfa að vita um
gróðurinn í garðinum og
umönnun hans.
/7, r» ■ .
u M £t-- ci
V Garðurinn
allt árið
Aðeins kr. 2.450
Áskriftarverð kr. 1.990
é
Fæst í ölium heistu hókaversiunum
Vertu með frá upphafi. Áskriftarsími 586 8005
Sumarhúsið og garðurinn • Síðumúla 15 • rit@rit.is
Utflutningur Food and
Fun hátíðarinnar
í byrj un júní munu íslenskir eðalkokk-
ar elda á tólf helstu veitingastöðum
Washington-borgar í Bandaríkjunum
og kynna íslenska matvöm. Kokkam-
ir koma frá þeim íslensku veitinga-
stöðum sem taka þátt í árlegri Food
and Fun keppni sem haldin er síðvetr-
ar á íslandi og hefur vakið athygli
mataráhuga- og atvinnufólks víða
um heim. 5. júní nk. efna Samtök
veitingahúsaeigenda í Washington
til árlegs árshátíðarkvöldverðar með
íslensku matarþema, kenndu við Co-
ol Ice Blue í tilefni af komu íslensku
kokkanna. í fordrykk verður Bláa-
lónskokkteill og ostar verða kynntir
í móttökunni. Forrétturinn verður
íslenskur þorskur, í aðalrétt verður
lambaþrenna og í eftirrétt verður boð-
ið upp á blábeijaskyr í takt við bláa
þemað. Boðið verður upp á íslenskt
vatn í þessari veislu áhrifafólks í
matar- og veitingageira Washington.
Heiðursgestur kvöldsins er borgar-
stjóri Washington, Andrew Wifliams.