blaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 24
föstudagur, 13. maí 2005 I blaðið mennin TW/l XEROX heildsöluumboð á íslandi Computer lceland ehf. Faxafeni 12 108 Reykjavik Sfmi: 533-5550 Fax: 533-5505 sala@computericeland.com 4 Computer lceland „Ég hef ekki tölu á sýningunum. Ég veit bara að þetta er aldrei leiðinlegt, enda erum við Helga Braga góðir vinir og höfum þekkst í 20 ár,“ segir Steinn Ármann Magnússon, en hann er annar aðalleikari Vodkakúrsins eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur. I kvöld, föstudagskvöld, verður aukasýning í Austurbæ á þessu vinsæla gamanleikriti. AldrGÍIeiðinlegt „Ég hef ekki tölu á sýningunum. Ég veit bara að þetta er aldrei leiðinlegt, enda erum við Helga Braga góðir vinir og höfum þekkst í 20 ár,“ segir Steinn Ármann Magnússon, annar aðalleikari Vodkakúrsins eftir Krist- laugu Maríu Sigurðardóttur. í kvöld, fóstudagskvöld, verður aukasýning í Austurbæ á þessu vinsæla gaman- leikriti en þar gagnrýnir höfundur megrunariðnaðinn, skyndilausnir og útlitsdýrkun samtímans. Helga Braga Jónsdóttir og Steinn Ármann fara með öll hlutverkin í sýningunni. „Þetta er ákveðin leiktækni. Það tók mig smátíma að tileinka mér hana og ná til sumra karakteranna sem voru ekki eins ýktir. Ég var lengur að detta inn í þá en þetta er nokkuð sem maður þjálfar sig í,“ segir Steinn Ár- mann sem leikur átta hlutverk. „Við sýndum leikritið fyrst í Keflavík og í þeim sýningum vorum við að þróa verkið og ná tökum á því.“ Á leikferð um landið Vodkakúrinn hefur verið á leikferð um landið en búið er að sýna leikrit- ið meðal annars á Akureyri, í Kefla- vík, á Sauðárkróki, Bolungarvík, Eskifirði, í Vestmanneyjum, Borgar- firði og á Akranesi. í kvöld er sýnt í Reykjavík en næstu sýningar eru á Selfossi 20. maí og Höfn 27. og 28. maí. Steinn Ármann kann vel við að leika úti á landi. „Austurbæjarbíó er stórt hús og þar erum við ekki í eins nánu sambandi við áhorfendur eins og í minni húsunum. Við getum líka leikið á aðeins lægri nótum þar en í Austurbæjarbíói.“ Aðspurður hvort hann eigi von á að sýningar verði teknar upp aftur segir hann: „Hver veit. Þetta er bara tveggja manna sýning og leikmyndin er ekkert sérstaklega stór. Það mætti kannski dusta rykið af henni í haust og sjá hvort enn sé áhugi." íEnn og ajtur, ótrúfegt tífóocf á ‘Mangóýessa fiefgí 16"pizzurmeð áleggstegundum + hvítlauksbrauð Pepsi og hvítlauksolía fylgir með Hvítasurmutilboð tvær 16"pizzur meó þremur áleggstegundum 2L pepsi á aöeins.. fa^af Sími 5771800 grill / 5771414 pizza Brekkuhúsum 1. Grafarvogi Hörður Áskelsson er stjórnandi á vortónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju. Mótettukórinn í Hallgrímskirkju Árlegir vortónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju verða haldnir í Hallgrímskirkju mánudaginn 16. maí klukkan 17. Auk Mótettukórsins mun Guðmundur Sigurðsson orgelleikari koma fram og einnig söngtríó skipað söngvurum úr Mótettukómum. Inga Rós Ingólfsdóttir leikur á selló en stjómandi á tónleikunum er Hörður Áskelsson, kantor Hallgrímskirkju. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt en aðaláherslan er lögð á tónlist eftir þýska barokkmeistara og enska tónlist frá síðustu öld. Fluttar verða þijár mótettur úr safhinu Geistliche Chor-Music frá 1648 eftir Heinrich Schutz. Einnig hljómar fallegt hvítasunnuverk eftir Johann Hermann Schein. Guðmundur Sigurðsson leikur svo hvítasunnusálmaforleik eftir organistann og tónskáldið Georg Böhm. Enskur hluti efhisskrárinnar hefst á A Hymn to the Mother of God, stuttu en afar áhrifaríku verki eftir John Tavener, einn af vinsælustu tónsmiðum samtímans. Síðan hljóma þxjár fallegar mótettur frá þarsíðustu aldamótum eftir Charles Villiers Stanford, tilkomumikið orgelverk eftir David Johnson og glæsilegt Jubilate Deo fyrir kór og orgel eftir Benjamin Britten. Auk þessara verka mun Mótettukórinn syngja Missa brevis (stutta messu) eftir Þorkel Sigurbjömsson. Verð aðgöngumiða á vortónleika Mótettukórsins er 2.000 krónur. Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.