blaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 25

blaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 25
blaðid ! föstudagur, 13. maí 2005 m enning Englar og djöflar. Er enn að mala gull. Tónleik- aríSkál- holti Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna og Hátíðakór Blásk- ógabyggðar halda tónleika í Skálholtskirkju sunnudaginn 15. maí klukkan 16. Flutt verða kórverk eft- ir Mozart, Vivaldi, Bach og Fauré, og auk þess einsöngs- mótettan Exsultate, ubilate eftir Mozart, og trompetkons- ert í Es-dúr eftir Hummel. Einsöngvari verður Hlín Pét- ursdóttir sópran og einleikari á trompet verður Jóhann Stef- ánsson. Stjómendur á tónleik- unum verða Ingvar Jónasson og Hilmar Öm Agnarsson. Með þessum tónleikum lýkur 15. starfsári Sinfómu- hljómsveitar áhugamanna, sem starfað hefur óslitið síðan 1990. Aðgangur að tónleikun- um er ókeypis. Vel heppnaður söngleikur Söngleikurinn Billy Elliot var fmmsýnd- ur í London í vikunni og fær lofsamlega dóma í Guardian. Tónlist Eltons John er talin góð og dansatriðin framúrskarandi. Gagnrýnandinn gefur sýning- unni §órar stjörnur af fimm mögulegum. Söngleikurinn er byggður á samnefndri kvikmynd um hinn ellefu ára gamla Billy, son náma- manns sem fær brennandi áhuga á ballett. Elton John. Fær góða dóma fyrir tónlist sína í Billy Elliot. 8. Doctored Evidence Donna Leon 9. Strange Affair Peter Robinson 10. Winning Jack Welch Listinn er gerður út frá sölu dagana 4.5.05-10.5.05 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum. Laugardaginn 14. maí klukkan 15 verður opnuð í Myndhstarskólanum í Reykjavík sýning á bókverkum og ljósmyndum eftir nemendur í bama- og unghngadeild skólans í Borgar- bókasafni Reykjavíkur í Tryggvagötu 15. Sýningin verður opin til kl. 17. Verkin eru öll unnin á vorönn og voru bókverkin unnin í anda Dieters Roth í tilefni þess að hann verður í brenni- depli á Listahátíð í Reykjavík. Eitt af þeim fjölbreyttu störfum sem Dieter Roth fékkst við á íslandi var kennsla við Myndlistarskólann í Reykjavík, og hafði hann mikil áhrif á kennara skólans. Sýningin stendur yfir í þrjár vikur og á sama tíma verður Myndlistar- skólinn í Reykjavík í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur um listasmiðj- ur fyrir aha. Þær verða opnar helg- amar 21. og 22. maí, 28. og 29. maí og 2. og 3. júní á meðan Listahátíð stendur yfir. í listasmiðjunum, sem verða í fjölnotasal Listasafns Reykja- víkur, verður unnið út frá verkum Dieters Roth, list hans könnuð og sköpunargleði þátttakenda virkjuð. Leiðbeinendur em myndlistarmenn sem kenna við skólann. Eftirsóttir Englar og djöflar, frábær spennusaga Dans Brown, er í 6. sæti íslenska met- söluhstans þessa vikuna. Þegar hafa selst 11.000 eintök af bókinni hér á landi, sem þykir feiknagóð sala. Da Vinci lykillinn seldist í 22.000 eintök- um þannig að Englar og djöflar eiga enn nokkuð í land til að ná þeirri bók. Englamir em í 2. sæti á kiljumet- sölulista Sunday Times en Da Vinci lykihinn trónir í 1. sæti. Englarnir em í 7. sæti á kiljulista New York Times og hafa verið 94 vikur á þeim metsölulista. Þess má geta að Dan Brown er með allar fjórar bækurnar sem hann hefur skrifað á topp tíu lista Sunday Times yfir kiljur. Bækur Dans Brown mala gull og útgáfuforlagið Bjartur hyggst gefa út spennusögu hans, Deception Pont, fyrir næstu jól. Brown er að vinna að nýrri bók sem vonir standa til að komi út í Banda ríkjunum í haust. Ekki þarf mikið spámannsvit til að veðja á að hún stökkvi beint í efsta sæti met- sölulista þar í landi og ann- ars staðar. Refskák Rankinsl Bókaútgáfan Skmdda hefur sent frá sér Refskák eftir einn vinsælasta spennusagnahöfund Breta, Ian Rank- in. Þetta er fyrsta bókin um rann- sóknarlögreglumanninn Rebus en hún kom út árið 1987 undir nafninu Knots & Crosses. Síðan hef- ur hún verið endurút- gefin 16 sinnum. R e b u s leitarmorð- ingja sem kyrkir ung- lingsstúlkur og fær send undarleg skila- boð í hvert sinn sem nýtt morð er framið. Bækur Ians Rankin em orðnar á þriðja tug og hafa verið þýddar á yfir 20 tungumál. Sjón- varpskvikmyndir hafa verið gerðar um Rebus og John Hannah fór þar með aðalhlutverkið. Garða- blómabókin Skmdda hefur sent frá sér Garða- blómabókina - Handbók um fjöl- ærar skrautjurtir og sum- arblóm, eftir Hólmfríði A. Sigurðardótt- ur. í þessari út- gáfu eru á annað hundrað nýjar litmyndir, auk umfjöllunar um tvær nýjar ættir, 28 nýjar ættkvíslir og meira en 100 nýj- ar tegundir. Garða- blómabókin kemur nú út í aukinni og endurskoðaðri útgáfu en fyrsta útgáfa bókar- innar, sem kom út árið 1995, er löngu uppseld. 1. Trace Patricia Cornwell 2. The Ultimate Hitchhiker’s Guide to the Galaxy Douglas Adams 3. Honeymoon James Patterson 4. The Killer’s Guide to lceland Zane Radcliffe 5. Thirteen Steps Down Ruth Rendell Á morgun verður opnuð sýning á bókverkum og Ijósmyndum eftir nemendur í barna- og unglingadeild Myndlistarskólans í Reykjavík. ókeypis til heimila og fyrirtækja alla virka daga FRJÁLST blaöió 6. Murder List Julie Garwood 7. Skinny Dip Carl Hiaasen Bókverk og Ijósmyndir

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.