blaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 23
blaðið I föstudagur, 13. maí 2005
Sigurður semur
til tveggja ára
Keflvíkingar hafa samið við Sigurð Ingi-
mundarson þjálfara til næstu tveggja
ára. Petta kemurfáum á óvart því Sig-
urður hefur náð frábærum árangri með
lið Keflavíkur en liðið hefur unnið ís-
landsmeistaratitilinn síðastliðin þrjú ár.
Ekki er búist við miklum mannabreyt-
ingum hjá Keflavík fyrir næstu leiktíð
en það setur þó strik í reikninginn að
nú er aðeins einn leikmaður utan evr-
ópska svæðisins leyfður
með hverju liði í stað
tveggja áður.
Chelsea að fá
Del Horno
Chelsea er svo gott sem búið að
kaupa vinstri barkvörðinn Asier Del
Horno frá Atletico Bilbao. Þetta
kemur fram í The Independent í gær.
í fréttinni kemur fram að kaupverðið
sé um 1.476 milljónir íslenskra króna.
Del Horno er 24 ára og skrifar undir
fjögurra ára samning við Chelsea sem
gefur honum 7,4 milljónir íslenskra
króna í vikulaun.
Alls kyns kempur taka þátt í Stjörnugolfi
vbv@vbl.is
í annað sinn fer fram svonefnt
Stjörnugolf í sumar, nánar tiltekið
14.júní. 8.júlí í fyrra var Stjörnu-
golf fyrst haldið en um er að ræða
styrktargolf. í fyrra var Barnaspítali
Hringsins styrktur. Eins og nafnið
gefur til kynna er mótið ólíkt öðrum
golfmótum hvað það varðar að þar
spila þekktar persónur úr þjóðfé-
laginu áheitagolf. Þátttakendur að
þessu sinni verða meðal annarra: Eyj-
ólfur Sverrisson, Arnór Guðjohnsen,
Hermann Gunnarsson, Logi Berg-
mann Eiðsson, Simmi og Jói úr Idol-
inu, Laddi, Sigurður Siguijónsson,
Randver Þorláksson, Gunnar Hans-
son, Rúnar Freyr Gíslason, Sigurður
Valur Sveinsson, Stefán Hilmarsson,
Eyjólfur Kristjánsson og Helga Möll-
er. Þá er fastlega búist við að Sveppi
og Eiður Smári Guðjohnsen taki þátt,
sem og bræðurnir Jón Arnór og Olaf-
ur Stefánssynir. í ár verður MND-fé-
lagið styrkt með þessu áheitagolfi en
MND er taugahrörnunarsjúkdómur
og þrír til fimm íslendingar greinast
með hann ár hvert. Líftími hvers sjúk-
lings er frá einu ári til fimm ára. _
Barcelona á
eftir Henry
Forseti Barcelona, Joan Laporta, er
jákvæður með að fá Therry Henry frá
Arsenal til Barcelona. Spænska blaðið
Marca segir frá því í gær að Henry og
Laporta hafi þegar hist en draumur
Laportas er að Samuel Eto'o, Ronald-
inho og Henry, myndi þriggja manna
ódrepandi sóknarlínu á næstu leiktið.
Ef af kaupunum verður er talið líklegt
að Barca verði að punga út sem svar-
ar um 4,3 milljörðum íslenskra króna.
at
Arsenal í
sjöunda himni
Arsenal tók Everton í smákennslu í
fótboltafræðum í leik iiðanna í ensku
úrvalsdeildinni. Þegar dómarinn
flautaði leikinn af stóðu leikar, Arsenal
7-Everton 0. Já, takk fyrir, 7-0. Dennis
Bergkamp fór á kostum í liði Arsenal
og var í því að mata samherja sína.
Bergkamp lagði upp þrjú mörk og
skoraði sjálfur eitt. Robert Pires skor-
aði tvö mörk en Patrick Vieira, Robin
Van Persie, Edu og Flamini skoruðu
eitt mark hver. Bergkamp, sem er 36
ára, vonast eftir að fá framlengingu
á samningi sínum við Arsenal og við-
ræður standa nú yfir.
I. Þýski gæðingurinn
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is
Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 13:00-17:00
Skráning í síma 525 8005
Ingvar Helgason