blaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 4
4 innlent þriðjudagur, 24. maí 2005 I blaðið Vilhjálmur sækist enn eftir borgarstjórastólnum Útlit fyrir leiðtogaprófkjör í Sjálfstæðisflokknum Sífellt fleiri leigja sér tjaldvagn í sumarfríinu Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- manna, segist ætla að gefa kost á sér í 1. sæti í næsta prófkjöri. „Ég tel mig hafa ágæta reynslu og þekkingu til að sinna því mikilvæga starfi, og ekki síður vilja og áhuga,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Blaðið. Hann sækist eftir borgarstjórastólnum og telur góðar líkur á því að Sjálfstæðisflokkurinn vinni næstu kosningar í borginni. Hann segir ekki skorta framtíðarsýn hjá flokknum og bendir á að á fimmtudag- inn verði hún kynnt á blaðamanna- fundi. „Við höfum verið að vinna verk okkar vel og síðan er það okkar kjós- enda að ráða niðurstöðunni. Ef þeir telja einn heppilegri en annan þá er það þeirra niðurstaða og þannig virk- ar lýðræði." Vilhjálmur vill almennt prófkjör í Sjálfstæðisflokknum og tel- ur það lýðræðislegustu aðferðina til að velja frambjóðendur. Málefni og fjölbreytileiki Vilhjálmur segir að hann hafi mjög góða reynslu og þekkingu af borgarmálum og segist alla tíð hafa reynt að rækta starf sitt vel og vinna með fólki og fyrir fólkið í borginni. Hann seg- ir aðalatriðið í því að velja frambjóðendur vera það hvort þeir séu vísir til þess að sinna því sem þeir segjast ætla að gera. „Ég held að tiltekinn aldur skipti ekki máli. Það skiptir ekki máli hvort menn koma ungir eða eldri inn í stjórn- mál og séu þátttakendur í þeim. Aðalmálið er að menn hafi eitthvað að gefa. Ég held að aldur sé afstæður í því þegar verið er að tala um stjórnun borgarinnar og forystuhlutverk í þeim efnum." Hann telur mjög mikilvægt að sá hópur sem stjórnar borginni þurfi að vera með jöfnu hlutverki kynja og á mismun- andi aldursstigi svo sjónarmið sem flestra heyrist í borgarstjórn. Hann gefur mest fyrir það hvort menn séu verðugir og þeim treyst en ekki hver aldurinn er. Áfram gott samstarf Vilhjálmur vildi ekki tjá sig sér- staklega um Gísla Martein frekar en aðra borgarfulltrúa sem starfað hafa með honum. „Menn hafa náttúrlega frelsi til að tjá sig um lang- anir sínar og ég ber virð- ingu fyrir þeim sem það gera. Gísli verður sjálfur að gera grein fyrir sjón- armiðum sínum og hvað hann hefur upp á að bjóða. Við höfum unnið ágætlega saman og ég vona að það verði þannig áfram." íslenskt fjallaloft ídós Það er ekki ofsögmn sagt að hægt sé að kaupa hvað sem er á uppboðs- vefnum eBay. Hugmyndaríkir ein- staklingar hafa oft náð að tryggja sér nokkrar krónur með því að selja hina skringilegustu hluti þar. Nýjasta við- bótin er íslenskt fjallaloft í dós. Lýs- ingin á þessu kostaboði er eitthvað á þá leið að íslenska þjóðin hafi andað að sér þessu ferska fjallalofti með góðum árangri í yfir 1000 ár. Leynd- armál íslenskrar fegurðar og unglegs yfirbragðs liggi þar. Fyrir eina dós af alíslensku lofti þarf „aðeins" að greiða rúmar 1.700 krónur. Hversu gott loftið sem kem- ur úr áldósinni skal ósagt látið - og einnig hvort um sé að ræða alvöru § allaloft eða einfaldlega „íslenskt nið- ursuðuverksmiðjuloft" úr einhverri dósaverksmiðjunni hér á landi. Vikuleiga á 4-6 manna tjaldvagni kostar á bilinu 25.000-28.000 krónur, samkvæmt óformlegri úttekt Blaðs- ins. Að sögn Ómars Níelssonar hjá Combi Camp ísland hefur orðið mikil aukning á tjaldvagnaleigu á undan- fómum árum. „Við erum núna með um 70 vagna en þetta er mjög vaxandi ferðamáti. Það hefur orðið stöðug aukning á milli ára og ég geri ráð fyrir að um 20% fleiri leigi tjaldvagna hjá okkur í ár en í fyrra. Við erum að þjónusta fjölmörg stéttarfélög og sífellt fleiri fé- lög vilja bjóða upp á þessa þjónustu fyrir félagsmenn sína.“ Mjög misjafnt er hvað fylgir tjald- Félagslífið á Litla Hrauni tók óvænta stefnu í lok síðustu viku þegar að- stoðarmaður Bjöms Bjarnasonar dómsmálaráðherra knúði þar dyra og tefldi við fangana. Þarna var þó ekki um að ræða einkaframtak Þor- steins Davíðssonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra, heldur bar hann að garði með skákfélaginu Ufsanum, sem þar tefldi á vegum Hróksins. Um leið var stofnað nýtt skákfélag fanga á Hrauninu og fékk það hið viðeig- vögnum sem leigðir eru, t.d. fylgir á sumum stöðum borð og stólar, gashit- ari og gaskútur, svo eitthvað sé nefnt, en annars staðar þarf að leigja slíkt sérstaklega. Mikil ásókn er í leigu þessa dagana og því rétt fyrir þá sem hafa í huga að leigja tjaldvagn í sum- ar að huga að því fljótlega. Ómar segir ennfremur að mikil aukning sé í kaupum á tjaldvögn- um en hann gerir ráð fyrir að um 30% fleiri vagnar seljist í sumar en í fyrra. „Þessir vagnar geta enst í 25-30 ár þannig að þetta er að mörgu leyti fin flárfesting,“ sagði Ómar að lokum. andi nafn Frelsinginn. Hrókurinn hefur haldið skákæf- ingar á Litla Hrauni undanfarna mánuði, sem Henrik Danielsen stór- meistari og Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, hafa haft umsjón með. Alls tóku 20 manns þátt í mótinu og fengu heimamenn vegleg verðlaun frá íslandsbanka, Eddu og 12 tónum, auk þess sem keppt var um veglegan bikar frá Árna Höskuldssyni gull- smið. TILBOÐSDEKK ÓTRULEGT VERÐ! AÐEINS FYRSTA FLOKKS DEKK • FAGMENNSKA I FYRIRRUMI FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK DEKKJAHÓTEL VIÐ GEYIVIUWl DEKKIN FYRIR ÞIG ALLT ÁRIÐ GEGN VÆGU GJALDI GUMMIVINIMUSTOFAN EHF. RÉTTARHÁLSI 2 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI 587 5588 WWW.GVS.IS / WWW.TILBODSDEKK.IS Lið Ufsans við hlið Litla Hrauns: Steinar Þór Sveinsson, Guðmundur Sigþórsson, Eyþór Benediktsson, Þorsteinn Davíðsson, Henrik Danielsen stórmeistari, Hrafn Jökulsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gústaf Steingrímsson, Einar Sigurðsson og Pétur Blöndal. Þeir Hrafn og Guðlaugur Þór halda á milli sín hinni nýju keppnistreyju Frelsingjans en Henson gaf félaginu treyjur á allt liðið. \w Aldur er afstæður Ufsinn keppti við Frelsingjann á Litla Hrauni fcíí^^ÓSAE/GENDUR - FELLIHÝS&tl6END^\ NUD °ÞlG °e GEBÐU góð kaup ÞVÍ NÚ ERTÆWF,0"Ð Frábær sumartilboð á: Rúmum, springdýnum, latexdýnum, svampdýnum, yfirdýnum, eggjabakkadýnum, koddum og sérsniðnum svampi. ,6.30' V staqq OUarcö Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504 Opið virka daga: 10-18 & laug: 11-15 Egilsstaðir: Miðvangur 1, sími: 471 2954

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.