blaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 14
þriðjudagur, 24. maí 2005 i blaðið blaðið- Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510-3700. Símbréf á fréttadeild: 510- 3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Er útflutningsleið Alþýðubandalagsins að rætast? Opinberri heimsókn forseta íslands til Kína er lokið. Óhætt er að full- yrða að engin opinber heimsókn íslensks þjóðhöfðingja til annars lands hafi fengið jafnmikla umfjöllun í fjölmiðlum hér heima. Ástæða þess er væntanlega sú að heimsókn þessi var á vegum forsetaembættisins, ráðuneyta, stjórnvalda og útflutningsráðs. Hún var m.a. annars skipu- lögð til að þjóna íslenskum athafnamönnum sem getið hafa sér gott orð í alþjóðlegum viðskiptum; opna þeim dyr, og það hefur tekist ef marka má frásagnir fulltrúa íslensks atvinnulífs af milljarðasamningum um hin og þessi viðskipti við kínversk fyrirtæki. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var þingmaður og í fram- varðasveit Alþýðubandalagsins sáluga allt til þess er hann ákvað að bjóða sig fram til embættis forseta 1996. Á þingmannsárum sínum átti hann ekki sérstaklega upp á pallborðið hjá forsprökkum íslensks at- vinnulífs, enda sóttu þeir flestir mátt sinn og megin til hins lokaða íslenska hagkerfis þar sem pólítík ein réð því hver náði árangri. Ólafur Ragnar Grímsson lét það ekki trufla sig á þessum árum, frekar en nú, hvað andstæðingum og sumum samflokks- og samferðamönnum hans fannst um hann og skoðanir hans, sem sumar hveijar kunnu þá að virka framandi. Indland og Kína eru og hafa lengi verið Ólafi Ragnari Grímssyni hugleikin og ítrekað benti hann á þá möguleika sem sam- skipti og viðskipti við þessar stórþjóðir í austri gætu fært okkur íslend- ingum, lítilli þjóð sem þá hafði ekki farið með ófriði á hendur nokkurri þjóð. Fróðlegt er t.d. að skoða umræður um atvinnumál á Alþingi 24. mars 1993, en þar kom skýrt fram vantrú Ólafs Ragnars Grímssonar á Evrópubandalaginu en trú hans á löndum Asíu, einkum Kína. Þing- maðurinn sagði þá m.a.: Hv. þm. Ámi Johnsen fór til Kína fyrir nokkru síðan og opnaði lakkr- ísverksmiðju (Gripið fram í: Og flutti kveðju frá landbrh.) og flutti kveðju frá landbrh. Ég sé að einstaka þingmenn hér í salnum eru eitt- hvað að gera grín að þessu og eru sposkir á svipinn. Ég geri ekki grín að þessu. Ég tel þetta lofsvert hjá þingmanninum Árna Johnsen og lofsvert hjá landbrh. að senda íslenskan þingmann til Kína til að vera viðstaddur opnun þessarar lakkrísverksmiðju. Það getur nefnilega vel verið að þessi lakkrísverksmiðja í Kína eigi eftir að gefa íslend- ingum miklu meiri hagnað en EES-ævintýri hæstv. utanrrh. Og þeg- ar upp verður staðið snemma á 21. öldinni muni menn frekar hengja upp myndir af hv. þm. Áma Johnsen en hæstv. utanrrh. Jóni Baldvin Hannibalssyni því að hv. þm. Árni Johnsen hafi haft meira nef fyr- ir því hvar gróðavonina var að finna en hæstv. utanrrh. Það eru um það bil 1.000 millj. íbúar í Kína. Þeir geta borðað mikið af lakkrís. ís- lendingar, sem fengju sterka stöðu á þeim markaði, geta skilað tekjum og arði til þjóðarbúsins í nánast himinháum stærðum. En hér hlægja menn að þessu og telja þetta eitthvert grín. Gott ef Pressan var ekki að reyna að búa til þann fréttaflutning fyrir nokkrum mánuðum að þessi lakkrfsverksmiðja væri ekki til. Bærinn sem henni væri ætlað að vera í fyndist ekki á landabréfum og ég veit ekki hvað og hvað. Þannig hefur málflutningurinn verið. Því miður gengu þau viðskipti, sem hér var um rætt, ekki upp fyrir þá sem að þeim stóðu. Það er heldur ekki víst að allir þeir samningar sem nú hefur verið skrifað undir í Kína skili öllu því sem menn vona. Það sem var að gerast í Kína í síðustu viku er hins vegar sönnun þess að lítið eyríki eins og ísland á ekki og má ekki horfa í blindni til gömlu nýlenduveldanna í Evrópu og tollabandalags þess þegar kemur að við- skiptum heldur eiga íslendingar að taka þátt í viðskiptum um heim allan á eigin forsendum. Flottari línur og flatari magi Kelp and Greens Þaratöflur m/grænu tei. Flottari línur, hár, húð og neglur. Inniheldur: Kelp, Spírulína Blue Green Algae Chlorella Slimming Krómblanda. Dregur úr hungur- tilfinningu og eykur brennslu Inniheldur: Garcina Cambogia HCA Gymnema, Sylvestre Chromium so''.r> o Vega inniheldur ekki: Matarlím (gelatína) nétilbúin aukefni, litarefni, bragöefni, rotvarnarefni, kom, hveiti, glúten, sykur, sterkju, salt, ger eöa mjólkurafurðir. - Fæst í næsta apóteki. Stofnfrumurannsóknir og vefjalækningar: Staða mála á íslandi Rannsóknir á stofnfrumum hafa ver- ið talsvert til umfjöllunar síðustu misseri vegna þeirra væntinga sem gerðar eru til þeirra í tengslum við lækningar ýmissa sjúkdóma. Hér á landi hefur umræðan takmarkast við umfjöllun um erlendar fréttir, einkum um árangur við rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum og þau siðferðislegu álitamál sem þeim tengj- ast. Fáir gera sér hins vegar grein fyrir þeim takmörkunum sem slíkum rannsóknum eru settar hérlendis. Hvað eru stofnfrumur? Stofnfrumur eru frumur sem geta endurmyndað sig sjálfar en jafnframt gefið af sér sérhæfðar frumur, svo sem taugafrumur, brisfrumur eða húðfrumur. í raun má segja að stofn- frumur séu bæði uppspretta allra vefla í fósturþroska og jafnframt við- haldsverkstæði fullvaxinna líffæra. Stofnfrumur eru því lykillinn að því að mannslíkaminn nái að viðhalda starfsemi sinni svo lengi sem raun ber vitni. Þegar rætt er um stofnfrum- ur þá er gróflega hægt að flokka þær í tvennt: 1) Stofnfrumur úr fósturvís- um og 2) Vefjasértækar líkamsstofn- frumur. Stofnfrumur úr fósturvísum: Árið 1998 tókst dr. James Thom- son og félögum hans við Wisconsin- háskóla í Bandaríkjunum fyrstum að rækta stofnfrumur úr fósturvísum manna á kímblöðrustigi. Fósturvís- arnir, sem notaðir voru í þessum tilraunum, voru umfram fósturvísar sem höfðu orðið til við glasafijóvgan- ir en átti ekki að nota frekar og voru því gefnir til rannsókna. Við glasa- fijóvganir verða oft til fleiri fóstur- vísar en notaðir eru hveiju sinni og eru þeir þá geymdir í frysti þar til kynfrumugjafarnir þurfa á þeim að halda. Ekki er talið ráðlegt að geyma fósturvísa lengur en í fimm ár og að þeim tíma liðnum er þeim fargað. í flestum nágrannalöndum okkar er leyfilegt að einangra stofnfrumur úr þeim fósturvísum sem á að farga en þó einungis með upplýstu samþykki kynfrumugjafanna. Verðmæti þess- ara stofnfrumna er ómetanlegt þar sem þær geta myndað frumugerðir allra ve§a líkamans og binda vís- indamenn því vonir við hagnýtingu þeirra til rannsókna og notkunar í lífverkfræði í tengslum við vefjaupp- byggingu skaddaðra vefja. Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að fyrst var hægt að rækta þessar frum- ur hefur safnast dýrmæt þekking á líffræði þessara frumna. í dýralíkön- um hefur nýlega verið sýnt fram á að þessar frumur geti lagfært sjúkdóma á borð við sykursýki, vöðvarýrnun, hjartadrep og Parkinson-sjúkdóm, þó að enn sé ekki farið að nota þessar frumur til lækninga í mönnum. Vefjasértækar - líkamsstofnfrumur Lengi hefur verið ljóst að líkam- inn hefur mikla hæfni til viðgerða og endurmyndunar á vefjum. Á und- anförnum árum hefur komið í ljós að líffæri fullþroska einstaklinga geyma svokallaðar vefjasértækar stofnfrumur sem sjá um endurnýjun vefja. Vefjasértækar stofnfrumur sjá um uppbyggingu og viðhald líffæra líkamans. Rannsóknir á blóðmynd- andi stofnfrumum úr beinmerg eru talsvert lengra komnar en aðrar stofnfrumurannsóknir og endurspegl- ast það í því að þetta eru einu stofn- frumurnar sem farið er að nota til lækninga á illkynja meinum eins og hvítblæði. Þórarinn Guðjónsson, doctor í frumulíffræði Hvers er að vænta af stofnfrumum? Miklar væntingar eru gerðar til stofnfrumna úr fósturvísum í tengsl- um við ýmsa ólæknandi sjúkdóma. Frumur þessar hafa þó enn ekki verið notaðar til vefjalækninga og er líklegt að það verði einhver bið á að það verði að veruleika. Ástæða þess er fyrst og ffemst sú að mikið skortir á að við getum stýrt ræktun- arskilyrðum þessara ffumna utan líkamans nægjanlega vel. Jafnframt er ekki nægjanlega mikið vitað um hegðun þessara frumna í líkamanum eftir ígræðslu. Hins vegar benda nið- urstöður dýratilrauna ótvírætt til að hægt sé að hindra og/eða lækna ýmsa alvarlega siúkdóma með stofhfrumu- ígræðslu. Á næstu misserum er því líklegt að aukinn þungi færist í grunn- rannsóknir ó ræktun þessara ffumna og einangrun þeirra þátta sem stýra sérhæfingu þeirra, bæði utan líkama og í tilraunadýrum. Rannsóknir á vefjasértækum líkamsstofnfrumum hafa eflst mjög mikið undanfarin ár og má þar helst nefna rannsóknir á blóðmyndandi stofnffumum. Yms- ar vísbendingar benda til að þessar ffumur séu flölhæfari en áður var talið og hugsanlegt er að hægt verði að nýta þær í fr amtíðinni gegn hinum ýmsu sjúkdómum. Stofnfrumurannsóknir á íslandi Á í slandi fara stofnfrumurannsókn- ir vaxandi og eru þegar stundaðar á nokkrum stöðum. í Blóðbankanum hafa um árabil verið stundaðar metn- aðarfullar rannsóknir á blóðmynd- andi stofnffumum úr naflastrengs- blóði og beinmerg og í samvinnu við blóðmeinafræðideild LSH er farið að beita stofnfrumum til lækninga illkynja blóðsjúkdóma. Á rannsókna- stofu í Lífefna- og sameindalíf- fræði við Læknadeild Háskóla íslands hófust nýlega rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum músa. Á rannsóknastofu Krabba- meinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræði eru stundaðar rann- sóknir á stofnfrumum í bijóstkirtli og hefur rannsóknastofan ásamt erlendum samstarfsaðilum einangr- að og skilgreint stofnfrumur í brjóst- kirtli. Bijóstakrabbamein er talið eiga upptök sín þessum frumum og er verið að kortleggja hegðun þessara frumna í því augnamiði að hægt verði skilja líffræði krabbameinsins á allra fyrstu stigum. Slík þekking myndi leiða til þess að hugsanlega yrði unnt að greina og meðhöndla krabbamein mun fyrr en mögulegt er núna. Um síðustu áramót tók til starfa hér á landi stofnfrumufyrirtækið WiCell, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Wis- consin í Bandaríkjunum. Fyrirtækið, sem nýtur ráðgjafar dr. James Thom- son, vinnur í náinni samvinnu við annað bandarískt fyrirtæki, NimbleG- en, sem er með starfsstöð á íslandi. Markmið WiCell á íslandi er að beita örflögutækni sem NimbleGen þróaði til að skoða sérhæfingamynstur stofn- frumna. Löggjöfin á íslandi - er breytinga að vænta? Rannsóknir á stofnfrumum úr naflastreng og líkamsstofhfrumum eru leyfilegar á íslandi en samkvæmt tækniftjóvgunarlögum frá 1996 er hins vegar óheimilt að einangra stofnfrumur úr fósturvísum manna. 8. nóvember síðastliðinn var lögð fram þingsályktunartillaga á Alþingi um nýtingu stofnfrumna úr fóstur- vísum til rannsókna og lækninga. Þingsályktunartillagan fól í sér að sett yrði á fót nefnd sem gera myndi úttekt á kostum þess og göllum að heimila rannsóknir á stofhfrumum fósturvísa. Eftir mjög jákvæða þver- póhtfska umfjöllun á Alþingi var máhð sett í nefnd (Heilbrigðis- og trygginganefnd) þar sem það situr nú sem fastast og er óvíst hver fram- vinda þess verður. Eins og lögin eru núna er ekkert sem bannar innflutn- ing á stofnfrumum sem einangraðar hafa verið úr fósturvísum erlendis en hins vegar er ekki leyfilegt að nýta þá umfram fósturvísa sem falla til hér á landi. Þetta er mótsagnakennt ogsýn- ir að þau lög sem sett voru í tengsl- um við tækniftjóvganir á sínum tíma þurfa endurskoðunar við hvað varðar þennan þátt. Það er miður að þetta viðkvæma og jafnframt mikilvæga mál hafi sofnað í Heilbrigðis- og trygginganefnd rétt fyrir upphaf hins árlega fimm mánaða sumarleyfis Al- þingis íslendinga.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.