blaðið - 24.05.2005, Síða 10

blaðið - 24.05.2005, Síða 10
þriðjudagur, 24. maí 2005 I blaðið ísland er land í Evrópu ísland ber af í nýlegri könnun Hagstofu Evrópusam- bandsins hvað varðar vöruverð á fatnaði og skóm. Könnunin var gerð haustið 2003 og nær til 31 lands í Evrópu. Var ísland þá í efsta sæti og 14% fyrir neðan sat Noregur. Voru þessi tvö lönd þau einu sem sett voru í fyrsta flokk en til þess að komast í þann flokk þarf verð að vera meira en 125% fyrir ofan verð- meðaltal í Evrópusambandinu. Danmörk lullar þetta í sjöunda sæti (110%) og Bretland er í 90%. Samkvæmt könnuninni er verð á þessum vörum lægst í Rúmeníu og næstlægst í Búlgaríu. 10-11 Bónus Hagkaup Nettó Nóatún Krónan Mjólk 1L Heimilisbrauð Tómatar* í lausu KEA hrært skyr 200gr 1/2 L Kók í plasti Bananar *Ekki var gerður greinamunur á íslenskrí og erlendri vöru. Bónus var ekki með tómata í lausasölu Hvað kostar mjólkin? 89.- 52.- 87.- 65.- 87.- 58.- 165.- 115.- 189.- 155.- 199.- 137.- 275.- 237.- 229.- 349.- 199.- 75.- 31.- 66.- 65.- 67.- 32.- 129.- 67.- 119.- 89.- 120.- 69.- 229.- i có r*- 199.- 159.- 199.- 97.- Blaðið fór í helstu matvöruverslanir til að kanna verð á nokkrum nauð- synjavörum. Eins og oft áður var Bón- us með lægsta verðið. Tómataverð var á nokkru reiki en það útskýrist með mismiklu úrvali eftir búðum. Ekki voru allar með íslenska tóm- ata í lausasölu en allar buðu þær þó upp á pakka sem samanstóð af 5-6 ís- lenskum tómötum. Farið var í 10-11 í Lágmúla, Bónus á Smáratorgi, Hag- kaup og Nóatún í Smáralind, Nettó í Mjódd og Krónuna í Skeifunni. INNIHALD: Kartöflumjöl, rúgmjöl, jurtaolía, matarsalt, bragð- aukandi efni (einnatríum- glútamat), litarefni (kúrkú- mín), ostakrydd. Næringargildi í 100 g. Aukefni í matiMIS'' Þriðja kryddið Þrátt fyrir að vera nánast bragðlaust í sjálfu sér örvar MSG bragðskyn okkar og veldur því að við skynjum meira bragð af hinum ýmsu matvör- um. Sökum þessa er MSG oft kallað á íslensku þriðja kryddið þar sem því er bætt í mat og kryddvörur til þess að auka bragð þeirra. Þriðja kryddið fannst upphaflega í þara og var þá mikið notað í asíska matargerð. Nú til dags er það búið til með geijun þar sem sterkja, sykurrófur, reyrsykur eða melassi kemur fyrir. Mikil umræða er um MSG í mat- vælum og er hún undantekningarlít- ið á neikvæðum nótum. Bandaríska matvælaeftirlitinu (FDA) hefur bor- ist mikið magn upplýsinga um hugs- anlegar aukaverkanir MSG-neyslu og ber þar mest á höfuðverkjum, skjálfta eða titringi, uppsölum og ógleði. Þó hafa ekki verið færðar sönn- ur á því í stjórnuðum könnunum að MSG sé orsök þessara aukaverkana. Enn sem komið er telst MSG því vera hættulaust þar sem ekki hafa fundist slæm langtímaáhrif af neyslu þess. Könnun sem FASEB (Federation og American Societies for Experimental Biology) gerði á árunum 1992-1995 bendir samt til að með töluverðri neyslu þriðja kryddsins megi búast við hinum ýmsu hliðarverkunum, s.s. doða, höfuðverk, slappleika og fleiru. MSG er yfirleitt nefnt á umbúðum matvara og þá sem MSG, monosodi- um glutamate eða einnatríum glúta- mat. Það er að finna í mörgum krydd- blöndum, flestum tegundum snakks og mörgum tilbúnum réttum. 1 ^teknos \tela H / Innjmálning Gljástig 3.7,20 •/ Verð frá kr. 298 pr.ltr. / Gæðamálningáfrábæruverði Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. IS0 9001 gæðastaðli. “ÍSLANDS MÁLNING Sætúni 4/Sími 5171500 / Útimálning / Viðarvörn / Lakkmálning / Þakmálning / Gólfmálning / Gluggamálning Ódýrari til útlanda í ljósi þess að um 75% heimila eru nettengd með háhraða nettengingu (ADSL) er ástæða til að benda fólki á Skype-forrit- ið. Skype er spjallforrit, líkt og MSN Messenger, nema það býð- ur upp á að fólk tali sín á milli. Forritið hefur svipað útlit og MSN, er auðvelt í notkun og virkar með öllum stýrikerfum. Með Skype, ásamt heyrnartólum, litlum hljóðnema og e.t.v. netmyndavél, er hægt að tala við fólk um allan heim án þess að borga krónu fyr- ir það aukalega. Gæði hljóðsins eru stórgóð og ekki skemmir að ókeypis er að sækja forritið, fyrir ut- an niðurhalskostnað frá útlöndum. Bensínverðið Það kemur sennilega fáum á óvart að bensínverð er svipað um alla borg. Þó ber að benda fólki á ódýru stöðvarn- ar. Nokkrarkrónur safnastfljóttsam- an og munar þá um sjö króna mun á hvem lítra þótt hugsanlega þurfi að þvo sér um hendurnar á eftir. Af þjón- ustustöðvunum er miðað við verð með fullri þjónustu og er ávallt tekið það verð sem víðast finnst. 95 Dísel Egó 103,40 50,90 Orkan 103,30 50,80 ÓB 103,40 50,90 ESSÓ 110,50 57,50 & co Z3 d ^ 'O 'n. SHELL 110,30 57,40 OLÍS 110,50 57,50 Atlantsolía 103,80 50,90 510-3737 510-3744 blaðið=

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.