blaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 12
12 brúðkau þriðjudagur, 24. maí 2005 I blaðið Er gifting næsta skrefið? Góðar og gildar ástæður fyrir því að þið skuluð ganga í það heilaga: Þið eruð ástfangin: Þó svo að ástin sé ekki eina ástæð- an fyrir giftingu er hún mjög mik- ilvæg og stór þáttur í þeim sam- böndum sem enda hvað lengst. Skuldbinding: Þið hafið ákveðið að vera saman að eilífu og gangast við kostum og göllum hvort annars. Menningarlegar ástæður: Gifting er hluti af menningu ykk- ar. Hjónabandið hefur trúarlega merkingu eða er hluti af viðmiði gildismats ykkar. Fjölskyldan: Þið hafið átt gott og traust sarn- band og teljið giftingu vera tíma- bæra ef til bameigna skal koma. Til þess að fagna: Þið viljið deila hamingju ykkar með fjölskyldu og vinum og leyfa þeim að taka þátt í að fagna sam- bandi ykkar. Rétti tíminn: Sambandið er traust oggott og gift- ing er eðlileg sem næsta skref. Margar ástæður geta verið fyrir því að fólk skuli ganga að eiga hvort annað en í flestum tilvikum er það hamingjusamt samband þar sem ást ogkærleikur er í fyrirrúmi. Mikilvæg- ast er að báðir aðilar hafi rætt mál- in til hlítar og að áhugi beggja sé til staðar. í ljósi þess að skilnaðartíðni hefur aukist til muna undanfarin ár er ástæða til þess að skoða málin vel og vera samstíga í þeim kröfum sem gerðar eru til hjónabandsins og hvort annars. Ef fólk vill ólíka hluti og set- ur mismunandi kröfur getur verið að málin taki aðra stefnu en lagt var upp með. Þá er fullkomlega eðlilegt að fólk fái efasemdir þegar að deginum kem- ur og að heilinn fari á fullt í vanga- veltum hvers konar. Þetta er auðvit- að eiii stærsta ákvörðunin sem við tökum í lífinu. Á meðan þið getið tal- að opinskátt um tilfinningar, stutt og hrósað hvort öðru og verið vinir, eru líkur á að þið séuð á réttri leið. Ástæður þess að þið eigið ekki að ganga í það heilaga: Til þess að gera sambandið öruggt: Ef sambandið er ekki öruggt fyrir má ekki gera ráð fyrir því að með giftingu breytist eitthvað í þeim efnum. Það gæti orðið erfiðara fyrir ykkur að skilja eftir að hjóna- bandið hefur verið innsiglað en það þýðir ekki að meiri gleði verði í sambandi ykkar. Hræðsla við að vera ein/n: Sumir eru hræddir við að enginn vilji neitt hafa með þá að gera. Hafið þó hugfast að það er betra að vera einn en að eyða lífinu með röngum aðila. Vegna barnanna: Það er sannað að börn græða á því að búa með báðum foreldrum en að giftast eingöngu vegna bam- anna er ávísun á vansælt hjóna- band og erfitt umhverfi fyrir alla. Þú vilt stórt og glæsilegt brúðkaup: Tilhugsunin um hvíta kjólinn, dýrindisveislu og taumlausa gleði er sem ævintýri líkust en gleymið ekki að veislan varir aðeins í einn dag. Hjónabandið á (í flestum til- vikum) að vara til æviloka. Til þess að komast yfir skilnað: Sumir vilja annað brúðkaup til þess að hjálpa sér að komast yfir það fyrsta, til þess eins að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að allt sé í lagi. Tilfinningarnar verða að koma að innan. Ef það er ein- göngu vegna fyrrum hjónabands sem þú giftir þig - slepptu því þá frekar. Brúðkaupsvertíðin að hefjast íslendingar með skemmtileg og fjölbreytt brúðkaup halidora@vbl.is Elín María Björnsdóttir lifir og hrær- ist í brúðkaupum en hún er þátta- stjórnandi Brúðkaupsþáttarins Já. Hún hefur farið í um 100 brúðkaup í gegnum tíðina og hefur því upplifað hinar ýmsu útgáfur af athöfnum og veislum. „Mér finnst alltaf jafngam- an að fara í brúðkaup og þau minna mig oft á mitt eigið,“ segir Elín, en aðspurð segir hún brúðkaup henn- ar og Hrafnkels, eiginmanns henn- ar, standa upp úr. „Auðvitað trónir manns eigið brúðkaup á toppnum yf- ir þau eftirminnilegustu en það held ég að allir geti verið sammála um.“ Elín er spennt yfir sumrinu, enda er brúðkaupsvertíðin að hefjast þessa dagana og æ fleiri ganga í það heilaga. „Mér líst rosalega vel á þetta allt sam- an í ár, það eru margir að gifta sig og veisluhöldin verða margbreytileg. Við íslendingar höldum afar skemmtileg brúð- kaup og gefum öðrum þjóðum ekkert eftir. Við erum fjölbreytt og sjálf- stæð og ég finn mikið fyrir því að fólk planar daginn eftir eigin höfði í stað þess að láta önn- ur áhrif spila þar inn í. Það einkennir okkur að mínu mati. Það er í raun og veru allt í gangi - íslensk og þjóðleg brúðkaup, brúð- kaup með bandarískum og asískum áhrifum og þar fram eftir götunum." Panta kirkju, prest, veislusal og tónlistarfólk í tíma Mismunandi er hvað fólk leggur aðaláherslu á þegar það giftir sig. Sumir leggja hvað mest upp úr at- höfninni sjálfri, einhverjir huga aðal- lega að veislunni og aðrir hafa mest- ar áhyggjur af því hvað bera skuli á borð fyrir veislugesti. „Ég ráðlegg yf- irleitt fólki að panta kirkju, prest, sal og tónlistarfólk í tíma, en eftir það er hægt að taka hlutina rólega og fínpússa öll atriði. Það er auðveldara að ráðstafa matn- um en að fá kirkju eða tón- listarfólk og því er gott að vera búinn að því snemma. Það er ekkert leiðinlegra en að fá t.d. ekki pláss í þeirri kirkju sem maður vill gifta sig í og þurfa að bíða í lengri tíma.“ í ár er meira um að fólk gifti s i g fyrr e n seinna og síðan þegar hausta tekur. Aðspurð um ástæður þessa segir Elín þær geta verið margar. „Það eru kannski bara prak- tískar ástæður. Svo er þetta örugglega tillitsemi við þá sem eru að fara til útlanda en það er oft mest um það seinni part sumars," segir Elín og hlær. Hún bætir því við að haustin séu eins orðinn vinsæll tími í þessum efnum, enda skemmtilegt að bíða full eftirvæntingar yfir sumar- tímann. Aðspurð um hefðir segir Elín að það sé mismunandi en að fleiri en færri haldi í við ýmsa gamla og góða siði. „Það er t.d. algengt að fólk láti konurnar sitja vinstra megin í kirkj- unni og karlana hægra megin. Þá eru margir sem sleppa því að sofa í sama rúmi nóttina áður og svo er auð- vitað þessi sígilda þar sem bannað er að brúðhjónin sjáist fyrir athöfnina. Annars er nú allur gangur á þessu.“ Óhætt er að segja að María sé afar fróð allttengtbrúðkaup- því hún hefur farið 100 talsins. Réttur maki, virðing og trygg- lyndi - lykill að góðu hjóna- bandi Þegar fólk giftir sig tekur það stóra og þýðingarmikla ákvörðun. Elín seg- ir að fyrir utan að velja sér rétta mak- ann sé mikilvægt að bera virðingu hvort fyrir öðru, auk þess sem trygg- lyndi þurfi að ríkja. „Ég legg líka ríka áherslu á að fólk ræði við sinn prest um gildi hjónabandsins og það sem giftingin hefur í fór með sér. Það sem skiptir miklu máli er líka að fólk geri sér grein fyrir að hjónabandið er ekki bara bein leið, það þarf að takast á við ýmis mál sem geta komið upp. Ef hjónin eru samtaka um að vinna sam- an að því að láta hlutina ganga upp á þetta að vera hið besta mál. Að taka ákvörðun um að leysa allan ágrein- ing er líka gott, auk þess sem við þurf- um að læra að beygja okkur og vægja endrum og eins.“ ■ II-------- Ræðið við prestinn um gildi hjónabands ins. Eitthvað gamalt, eitthvað nýtt, eitthvað lánað og eitthvað blátt... „Something old, something new, so- mething borrowed, something blue, and a silver sixpence in her shoe,“ segir í gamalli enskri rímu en sam- kvæmt hefðinni þarf brúðurin að hafa eitthvað úr hveijum flokki til þess að tryggja hamingju hjóna- bandsins. Silfurpeningur í skónum hefur verið látinn liggja á milli hluta síðustu árin en margir reyna að upp- fylla hin skilyrðin. Þó svo að þetta sé gömul lumma og eigi kannski ekki að skipta miklu máli, nema fyrir þá hjátrúarfullu, getur verið gaman að auka sjarma undirbúningsins og velta þessu fyrir sér. Brúðurin gæti t.d. verið með gamalt hálsmen, í nýjum nærfótum, með bláa eyrnar- lokka og fengið sokkaband lánað hjá vinkonunni. Þar með væri hún búin að fylgja ráðum vísunnar og eflaust að gulltryggja velgengni hjónabands- ins...

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.