blaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 23
blaðið ! þriðjudagur, 24. maí 2005
ipre:
Juve hafnaði
sex milljörð-
um í Zlatan
Mino Raiola, umboðsmaður sænska
leikmannsins Zlatans Ibrahimovic,
sem leikur með Ítalíumeisturunum
Juventus, lét hafa eftir sér í viðtali
við sænska dagblaðið Gautaborgar
póstinn að spænsku risarnir í Real
Madrid hafi boðið 48 milljónir sterl-
ingspunda í leikmanninn, sem er
jafnvirði um sex milljarða íslenskra
króna. Forráðamenn Juventus sögðu
NEI, TAKK, og eins og staðan er
núna fer þessi 23 ára Svíi hvergi
frá Torino-borg. Real Madrid hefur
áður keypt stórstjömu frá Juventus
en Zinedine Zidane fór til Real árið
2001 fyrir sömu upphæð. Zlatan hef-
ur skorað 16 mörk í Serie A deildinni
á Ítalíu í vetur á sínu fyrsta keppn-
istímabili. Það er frábær árangur og
menn eins og Maradonna geta ekki
státað af slíkum árangri. g
vbv@vbl.is
Liverpool er á góðri leið með að tryggja sér Owen
Hargreaves, leikmann þýsku meistaranna í Beyern
Munchen. Kaupverðið er um 310 milljónir íslenskra
króna. Hargreaves er 24 ára og með flutningi sínum
frá Þýskalandi til Englands telur hann sig eiga meiri
möguleika á að komast í enska landsliðið fyrir HM
2006. Hargreaves hefur aldrei leikið með ensku liði.
Búist er við að tilkynnt verði um kaupin eftir bikar-
úrslitaleik Beyern Munchen og Schalke. Þjóðveijinn
Dietmar Hamann, sem leikið hefur á miðjunni með
Liverpool, er á fórum í sumar á frjálsri sölu til Bolton
Wanderes og því er laus miðvallarstaða í hðinu. g
Hargrea
til Liirerpool
fc*
GRINDav/kJ
Landsbankadeildin karlar
Úrslit leikja í 2. umferð:
Þróttur-Fylkir, 1-2.
ÍBV-Keflavík, 2-3.
Grindavík-FH, 1-5.
KR-Fram, 1-0.
Næstu leikir fara fram á
fimmtudaginn kemur klukkan
19.15.
Fylkir-Valur.
Keflavík-KR.
FH-ÍBV.
ÍA-Grindavík.
Á föstudag mætast Fram og
Þróttur.
&LANDSBANKADEILDIN& karlar
Félag L U J T Mörk Net Stig
1 FH
2 KR
3 Fram
4 Valur
5 ÍA
6 Fylkir
7 Keflavík
8 Þróttur R.
9 ÍBV
10 Grindavík
2 2 0 0 8:0 7 6 ©
2 2 0 0 3:1 2 6
2 1 0 1 3:1 2 3
1 1 0 0 3:1 2 3
1 1 0 0 1:0 1 3 ©
2 1 0 1 3:3 0 3 ©
2 1 0 1 3:5 -2 0 ©
2 0 0 2 1:3 -2 0 ©
2 0 0 2 2:6 -4 0 ©
2 0 0 2 2:8 -6 0 ©
Qf LANDSBANKADEILDIN konur
Félag L U J T Mörk Net Stig
8 6 ©
1 KR
2 Breiðablik
3 ÍBV
4 Valur
5 Keflavík
6 FH
7 Stjarnan
8 ÍA
2 2 0 0 10:2
2 2 0 0 7:3
2 10 1 12:3
2 10 1 8:4
2 10 1 4:3
2 10 1 1:2
2 0 0 2 1:10
2 0 0 2 3:19
4 6 ©
9 3 ©
4 3 ©
1 3 ©
-1 3 ©
-9 0 ©
-16 0 ©
Landsbankadeild kvenna
Úrslit leikja 12. umferð:
Valur-Stjarnan, 7-0.
FH-ÍBV, 1-0.
ÍA-KR, 1-5.
Breiðablik-Keflavík, 3-2.
Næstu leikir fara fram 31. maí
klukkan 20.
ÍBV-Breiðablik.
KR-FH.
Stjarnan-ÍA.
Keflavík-Valur.
Opna franska
- meistarinn út í fyrstu umferð
Úrslitaleikur
Meístaradiildarinnar
iuiepsta»'ariei
I DIOI
Tenniskonan Anastasia Myskina
skráði sig á spjöld tennissögunnar í
gær. Hún varð fyrsti leikmaðurinn
sem dettur út í fyrstu umferð Opna
franska meistaramótsins eftir að
hafa sigrað mótið árið áður - hvort
sem horft er til úrslita í karla- eða
kvennaflokki. Hún tapaði fyrir Mariu
Sanchez Lorenzo í þremur settum, 6-
4, 6-4 og 6-0. Úrslitin voru óvænt því
Lorenzo er í 108. sæti heimslistans
en Myskina í því sjötta.
Úrshtaleikur Meistaradeildar Evr-
ópu fer sem kunnugt er fram annað
kvöld en þar munu AC Milan og Li-
verpool leika til úrshta um þennan
mjög svo eftirsótta titil. Ljóst er að
fjölmargir einstaklingar bíða í of-
væni eftir leiknum. Að venju verð-
ur leikurinn sýndur beint á Sýn og
á miklum fjölda bara vítt og breitt
um landið. Nú ber svo við að hægt
verður að fara í bíó til að sjá leikinn
í beinni en hann verður sýndur í 300
manna sal á risatjaldi í Háskólabíói.
Aðgangur þar er ókeypis en þó verð-
ur auðvitað að hafa í huga að best
er að mæta tímanlega til að fá sæti.
Þá verður leikurinn einnig sýndur í
Nýja-Bíói á Akureyri. ■
O'Neill á fðr-
um frá Celtic
Martin O'Neill, framkvæmdastjóri
skoska knattspyrnufélagsins
Celtic frá Glasgow, er á förum
frá félaginu. O'Neill hefur verið
framkvæmdastjóri Celtic síðan
2000 en þar á undan var hann með
Leicester City. Ástæðan er veikindi
eiginkonu þessa 53 ára stjóra og
hann ætlar að vera meira hjá konu
sinni til að annast hana í erfiðleik-
um hennar. Ekki er búist að O'Neill
taki við öðru liði á næstu misserum
en sérfræðingar I Bretlandi eru
þess fullvissir að Skotinn Gordon
Strachan verði næsti framkvæmda-
stjóri Celtic.
____________________■
Rio til Barca?
Forseti Barcelona, Joan Laporta,
hefur gert tilboð upp á 3,7 milljarða
íslenskra króna í Rio Ferdinand,
leikmann Manchester United. Þetta
kom fram I breska blaðinu The
Mirror I gær. Samkvæmt fréttinni
krefst Ferdinand töluverðrar launa-
hækkunar í næsta samningi sínum
ef hann kysi að vera áfram hjá Un-
ited. Hann er með um 7,5 milljónir
íslenskra króna I vikulaun en krefst
um 15,5 milljóna í næsta samningi.
Þetta er nokkuð sem forráðamenn
United hafa sagt þvert nei við en
Laporta er víst sagður tilbúinn til
að ganga mjög langt í launakröfum
Ferdinands til að hann komi til
félagsins. Sir Alex Ferguson vildi
fá svar frá Rio Ferdinand fyrir úr-
slitaleikinn um helgina en fékk það
ekki og því er jafnvel talið líklegt
að leikmaðurinn yfirgefi félagið og
haldi í sólina til Spánar.
Emerson
til Real?
Nýbakaðir jtalíumeistarar Juventus
hafa látið Real Madrid vita af því
að miðvallarleikmaðurinn Emer-
son sé falur fyrir um 1,9 milljarð
íslenskra króna. Real Madrid gerði
fyrir nokkrum dögum fyrirspurn
um Svíann Zlatan Ibrahimovic en
fengu NEI, en þegar þeir ræddu
um Emerson var þeim tjáð að þeir
gætu fengið hann fyrir ofangreinda
upphæð. Real Madrid ætlar sér
stóra hluti á næstu leiktíð og annað
sæti í deild og það að komast ekki
í úrslit Meistaradeildarinnar er nokk-
uð sem menn þar á bæ sætta sig
einfaldlega ekki við.
_______ __ ___■
Gullit
hættur
Ruud Gullit, sem verið hefur þjálf-
ari hollenska liðsins Feyenoord,
sagði I gær af sér sem þjálfari
hjá félaginu. Gullit hefur verið við
stjórnvölinn hjá Feyenoord í tæpt
ár en félagið endaði i 4. sæti deild-
arinnar, 25 stigum á eftir toppliði
PSV Eindhoven, sem varð meistari.
Ekki hefur verið staðfest hvort
Gullit sagði af sér sjálfviljugur eða
hvort honum var gefinn kostur á að
segja upp.