blaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 8
þriðjudagur, 24. maí 2005 I blaðið 8 eurovision Eurovision og stjórnarskráin Kosningahegðun í Eurovision-keppn- inni getur haft skýringargildi í pólit- ískri umræðu. Bretar eru í góðu sam- ræmi við álfuna, Frakkar tefla oft á tæpasta vað og Norðurlöndin grúppa sig saman, segir í grein á vef eins virt- asta vísindatímarits heims, Nature. Greinin fjallar um rannsóknar- hóp frá Oxford-háskóla sem segir að samkvæmt rannsóknum sínum risti Eurovision-keppnin dýpra en tónlist. Rannsóknarhópurinn segir keppnina vera mælikvarða á viðhorfum evr- ópska þjóða gagnvart grannþjóðum sínum og þar með nokkurs konar til- raunavettvang fyrir samræmanleika, nú þegar evrópska stjórnarskráin er í mótun. „Þetta er eini alþjóðlegi vett- vangurinn þar sem þjóðir geta tjáð sig um skoðanir sínar hver á annarri án áhrifa efnahagslegra eða stjórnmála- tengsla og -sambanda," segir Neil Johnson sem stýrir rannsókninni. Mynstur í kosningahegðun Rannsóknarhópurinn hefur fundið mynstur í kosningahegðun þjóðanna en þeir rannsökuðu kosningahegð- un Eurovision-þjóðanna á árabilinu 1992-2003. Kosningakerfin eru langt frá því að vera tilviljanakennd sam- kvæmt tölfræðinni en sumar þjóðir kjósa mjög klisjukennt og styðja ít- rekað hver aðra. Mest er þetta áber- andi hjá Grikkjum og Kýpurbúum og Norðurlöndin sýna einnig mjög sterk- an stuðning hvert við annað þegar kemur að stigagjöf. Hins vegar sýnir rannsóknin einnig að landfræðileg nálægð skýrir ekki kosningahegðun þjóðanna því lönd eins og Portúgal og Spánn gefa mjög ólíkum löndum flest atkvæði sín. Atkvæðin eru verðmæti Johnson heldur því fram að rannsókn- in gefi góðan mælikvarða á hvernig þjóðunum líði gagnvart Evrópu og secrir að Eurovision-keppnin sé í raun eitt stórt markaðssvæði þar sem þátttakendur skiptist á verðmætum. Þótt verðmætin í keppn- inni séu atkvæði gætu þau rétt eins verið „hugmyndir, skoðanir, peningar eða matur". Það skal þó tekið fram að í rannsókninni er gengið út frá því að framlög þjóð- anna í keppnina séu öll jafngóð og að atkvæðadreifingin fari eftir þjóðar- smekk frernur en gæðum laganna og flutningi þeirra, sem getur verið æði misjafn. Einstakt tækifæri fyrir bílaáhugamenn & safnara Mercedes Benz 280 CE í fullkomnu ástandi Silfurgrár með svörtu leðri Árgerð 1982 Einn eigandi í 20 ár - uppgerður 2002 6 strokka - 2,8 L - bein innspýting - 185 hestöfl ek. 197 þkm. - óslitin þjónustusaga hjá Mercedes Allir fáanlegir aukahlutir þess tíma Verð kr. 1.950.000,- Master ehf m a s t e p, Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík, sími 540 2200, www.masterbill.is H úúmód ír l/ Ve^turbœnum Vkrvfar: Þetta er Gleðibankinn, all over again! Þetta hljómaði úr sófanum við hliðina á húsmóður á fimmtudags- kvöldið síðasta. Vonbrigðin voru alger og vantrú skein úr hverju andliti. Stelp- urnar i saumaklúbbnum áttu varla til orð yfir ósköpunum, enda hafði það ekki hvarflað að nokkurri að Selma og stelpurnar myndu ekki halda áfram í keppnina á laugardag. Auðvitað var samkeppnin hörð en þær þjóðir sem rétt hafa verið að kynnast henni vissu mun betur hvað til þarf en við löngu markaðsvæddu íslendingarnir. Það var ekki bara að fyrrum austantjaldsþjóðirnar hafi yfir- tekið Eurovision-keppnina heldur hafa þessar nýlega markaðssinnuðu þjóðir líka snúið henni upp í eina allsherjar strippveislu. Húsmóðurinni blöskruðu endalausar brjóstaskorur og lærahnykl- ur og tók botninn úr þegar Makedón- íu-dúllurnar flettu upp um sig I lok atriðis bleikklædda mömmudrengsins. Náttkjólalufsumar sem þær klæddust voru hreinlega ekki við hæfi utan svefn- herbergisins! Það er augljóst orðið að fáklæddir kvenmannskroppar selja meira en inn hjá Geira á Goldfinger. Það hefur vafalaust verið tómt I Kópa- voginum hjá honum þetta kvöldið. Miðað við allt og allt getum við því llklega verið þokkalega rólegir, við fslendingar, þótt stelþumar okkar hafi ekki komist áfram. Þær voru alltént nokkuð siðsamlega klæddar og voru I fötunum sínum á sviðinu allan tímann. Þær voru okkur til sóma þótt ekki hafi ferðin verið til fjár, enda sþurning hvort það er endilega það sem við viljum. Kannski var þetta einmitt það sem við þurftum eftir útlistunina hjá Opruh um daginn. Búningarnir hefðu þó mátt vera pínulítið, já, og kannski heilmikið, betri. Það er ógerningur að keppa við þjóðir sem hafa ungar konur sem aðalútflutn- ingsafurðir sínar og sþuming hvort við ættum að vera að reyna það yfirhöfuð. En ef svo er, ef menn vilja halda l’slend- ingum áfram í þessu sprikli, er líklega best að vélja komandi keppendur úr hópi atvinnumanna og tala bara við Geira.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.