blaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 19

blaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 19
blaðið ! þriðjudagur, 24. maí 2005 Það geta legið talsverð fjárútlát í snyrtivörum og því er mikilvægt að passa vel upp á það sem keypt er. Falleg snyrtiveski ættu að tryggja að ekkert týnist og einnig að ekkert skemmist. Ef þú vilt geyma snyrtidót- ið þitt á flottan og þægilegan hátt þá fást þessi fallegu snyrtiveski í versl- uninni Hygeu. Veskin eru flutt beint inn ffá Frakklandi sem tryggir gott verð, en í versluninni er mikið úrval og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Veskin hér til hliðar eru aðeins sýnishorn af miklu úrvali. Ljósa vesk- ið kostar 1.600 krónur en það rauða 2.400. Förðun með „spray-brush" er orðin mjög algeng á hinum ýmsu snyrtistof- um, en ennþá er slíkt varla notað af hinni befðbundnu íslensku húsmóð- ur. Það sem kemst kannski næst þeirri tækni er það nýjasta ffá Dior, sem er andlitsfarði í úðabrúsum. Farðanum er einfaldlega úðað á and- litið með z-laga hreyfingu. Að öðru leyti er hann nákvæmlega eins og 300 ÖIORSKI^ 202 OlORSlO^ A'ÍRPLA51 D.or Dior 7 400 A,lri-ASi< | u, 200 WÍ .J OrskiN Æ:. 'úii.ash Nýi varaliturinn ffá Lancome kem- ur í tveimur einingum. Fyrst er það hinn hefðbundni varalitur, sem er frekar mattur en þannig gerður að mjög erfitt er að ná honum af. Það erfitt reyndar að nauðsynlegt er að nota hreinsiefni til þess arna. Ofan á þennan varalit er síðan sett gloss sem kemur í sér túpu. Niðurstaðan er fallegur og glansandi varalitur sem ekki klessist og ekki fer af. Þegar glansinn dofnar er ekki nauðsynlegt að bera á varalit á ný - aðeins er bætt við glossið. Með öðrum orðum: Strák- ar, þegar þið kyssið kærustuna eða eiginkonuna þegar hún er með svona varalit þá kemur enginn litur, aðeins smágloss. Bæði varaliturinn og glossið fæst í Hygea í Kringlunni, Smáralind og á Laugavegi og kostar saman 2.400 krónur. hefðbundinn farði. Að venju er gott að bera gott rakakrem á sig áður en farðinn er settur á andlitið. Kvikmyndaáhugamenn muna margir eftir atriði úr „The Fifth Ele- ment“ þar sem Leeloo, sem Milla Jo- vovich lék, var að fikta í græju, setti hana upp að andlitinu og „wholla", hún var fullmáluð. Slíkt tæki er því miður ekki til nú til dags en eins og þessi nýja vara sýnir verður fórðun þó alltaf sífellt auðveldari. Hægt er að fá andlitsfarðann í §ór- um mismunandi litum og kostar hver brúsi 3.700 krónur. Farðinn er seldur í Hygea, sem er snyrtivöruverslun í Kringlunni, Smáralind og á Lauga- vegi. Varanlegur farði Sífellt fleiri snyrtistofur bjóða viðskiptavinum sínum jurtahúðflúr sem endast í 3-5 ár. Þau eru notuð á augabrúnir og í kringum augu og varir. Flúrin eru mikið notuð af krabbameinssjúklingum og fólki sem lent hefur í slysum og því er ekki óalgengt að karlmenn notfæri sér þjónustuna. Litaúrvalið er mikið en litir eru sérblandaðir fyrir hvern viðskiptavin. Flúrin eru gerð með nál eins og á hefðbundnum húðflúrstofum en vélarnar á snyrtistofunum eru kraftminni. Það er fólk á öllum aldri sem sækist í þessa lausn. Sumar konur eru í þann- ig starfi að þær þurfa að vera með uppsett andlit á hveijum degi og geta því sparað sér tíma með því að nota varanlega farða. Einnig er algengt að eldri konur sem sjá illa fái sér flúrfarðann þar sem þeim getur gengið erfiðlega að mála sig vegna sjóndepurðar. Á snyrtistofunni Helenu fógru vinnur Úlfar Ármannsson sem hefursex ára reynslu af flúrfórðun. Þar kostar flúr í kringum augun, á augabrúnir eða í kringum varir 25.000 krónur. Séu tvö flúr keypt í einu kostar annað 25.000 en hitt 20.000. Krabbameinssjúklingar fá ffá Tryggingastofnum greiddan styrk fyrir hárkollum til að fela skallamyndun. Sumir hafa farið fram á að fá greidda upphæð sem þeir geta í staðinn varið til jurtahúðflúra. Þær kröfur hafa enn ekki náð ffam að ganga. Það er karlmannlegt aö nota krem adalbjorn@vbl.is Nú þegar vorið er komið fara íslensk- ir karlmenn, sem og aðrir, að leita í auknum mæli út fyrir hússins dyr, hvort sem það er til að stunda veiði, golf, göngur eða aðra útiveru. Ein óhjákvæmileg afleiðing aukinnar úti- veru eru áhrif hennar á húðina, sem þornar og veðrast í sól og vindi. Að sögn Steinunnar Þórsdóttur, verslun- arstjóra Bodyshop í Smáralind, býður verslunin heildarlausnir í húðvörum herra fyrir um 3.000 krónur. Um er að ræða andlitssápu, andlitsskrúbb og andlitskrem en vörumar eru með A, B5 og E-vítamínum og eru eins og aðrar vörur verslunarinnar unnar úr náttúrlegum efnum. Frábær gjöf við öll tækifæri Fyrir þá karlmenn sem ekki eru van- ir notkun á kremum þá á að nota sáp- una og kremið daglega en skrúbbið einu sinni til tvisvar í viku. „Karlmenn koma nánast aldrei til að kaupa svona krem í fyrsta skipti. Það eru yfirleitt konur sem tengjast viðkomandi sem gefa þetta við eitt- hvert tilefnið. Þegar karlmenn eru hins vegar komnir upp á lag með að nota þessar vörur þá koma þeir reglu- lega til að endurnýja birgðirnar," sagði Steinunn. Fyrir þá, eða þær, sem ekki vita hvað gefa á vininum, kærastanum eða eiginmanninum í afmælisgjöf á næst- unni, þá er þama komin flott og ein- fóld gjöf á mjög viðráðanlegu verði. Eins og áður sagði fást kremin í Bo- dyshop í Smáralind og kostar hvert krem 995 krónur. . /* (of | ' , tn "**++*, foo m» fOO nU j Veistu ekkert hvað þú átt að gefa vini þínum, kærasta eða eiginmanni? Krem eru hvort tveggja í senn ódýr og skemmtileg gjöf.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.