blaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 27
blaðió ! þriðjudagur, 24. maí 2005
pikmyndir 27
*s?,; J
ERHAFIÐ!
„Þetta er eintaldlega 100% Star Wars“
.Þórarinn Þórainsson, Fréttablaðið *★**:*
„flllt sem maður getur mögulega viliað i ^
Star Wars-mynd og rptt rúmlega það“
TómasValgeirsson, kvikmymlir.is ****1/2
- >>
„Lucas tekst þaö sem Stjörnustríðs-
aðdáendur vonuðu: Að loka hringnum með.
glæsibrag" ' -■
Sæbjörn Valdimarsson, MBL t * * * . w
.Sírniriii
smnnnm ma
SIM, 564 0000 ^grZcSABUSTÓRT
STflR WARS EP3
Sýnd kl. 16,17,19, 20, 22 of 23
Sýnd i Lúxus kl. 16,19 og 22
REGnemnmn
SJMI551 9000
HL MBL
****
HLMBL;
Downfall
Sýnd kl. 18 og 21
Einstök upplifun
Sýnd kl. 18, 20 og 22
Star Wars
slær öll met
Sýningar á lokahlutanum í Star
Wars seríunni, Revenge of the Sith,
hafa farið fram úr björtustu vonum.
Fyrstu sýningarhelgina í Banda-
ríkjunum halaði myndin inn 158,5
milljónum dollara og sló met í sölu á
fyrsta, öðrum, þriðja og fjórða degi. Á
fyrsta sýningardegi fóru 50 milljónir
dollara í miðasölukassana í Banda-
ríkjunum og náði myndin þar með
fyrsta sætinu yfir tekjuhæstu frum-
sýninguna en þar hafði Shrek 2 ver-
ið með titilinn. Fjögurra daga metið
sló út aðra Matrix-myndina, Matrix
Reloaded frá árinu 2003, og fimm
daga metið náði að toppa Spider-Man
2 frá árinu 2004. Sjötta myndin er
einnig búin að slá út dagsmet fyrri
Star Wars myndanna og á vafalaust
eftir að verða söluhæsta Star Wars
myndin.
Myndin hefur einnig farið vel af
stað hér á landi en 12.382 manns,
með forsýningum, borguðu sig inn
á Star Wars Episode III; Revenge
of the Sith, á íslandi helgina 20.-22.
maí. Tekjur myndarinnar voru ná-
lægt 10 milljónum króna og er þetta
því langstærsta opnun ársins. Það
var uppselt á nánast allar sýningar
á fóstudag og sunnudag og dagsýning-
amar á laugardag, enda hefur mynd-
in fengið frábæra dóma.
The Darkness að hætta?
Bassaleikari bresku rokksveitarinn-
ar The Darkness, Frankie Poullain,
hefur sagt skilið við sveitina. Þetta
kemur fram í frétt tónlistartíma-
ritsins NME. Hljómsveitin er nú
í stúdíói að vinna að annarri breið-
skífu sinni en árið 2003 gáfu þeir út
„Permission To Land“. Platan á að
koma út í haust en Poullain ætlar
ekki að klára upptökurnar með fyrr-
um meðlimum sínum í hljómsveit-
inni. Ástæður brotthvarfsins eru
sagðar tónlistarlegur ágreiningur
hans og hinna rokkaranna og hefur
hljómsveitin sent frá sér tilkynningu
þess efnis að nýr bassaleikari komi
í hans stað en hver það verður fær
enginn að vita. Aðdáendur sveitar-
innar eru ekki allir jafnhrifnir og
umræður hafa farið af stað um hvort
þetta þýði endalok sveitarinnar sem
sló svo rækilega í gegn með laginu
„I Believe In A Thing Called Love“
fyrir tveimur árum.
Fyrsti bjórinn
að morgni
Hot Damn: The Big’n Nasty Groove’O Mutha
A A 1
★★l
agnar.burgess@vbl.is
Þessi plata verður að flokkast sem
ein af þeim þar sem nauðsynlegt
er að vera í ákveðnu skapi til að
hlusta á. Hún er ekki þannig að
maður skelli henni í spilarann
hvenær sem er. Fyrir mig þyrfti
að vera sólskin, hæfilega mikið af
svitalykt og helst skítugt tjald í ná-
grenninu.
Það er staðreynd að Jenni (Brain
Police) er einn af betri rokksöngv-
urum íslands og Smári Tarfur er
mikill listamaður á gítarnum. Hér
taka þeir höndum saman og smíða
klassaplötu sem færi vel á öllum
helstu hjólhýsasvæðum Banda-
ríkjanna. Mér þykir hún þó helst
til einsleit og veit ég að fleiri eru
mér sammála. Til að mynda finnst
mér upphafsstef í lagi 1
(Hot Damn, That Wo-
i w jdt man Is A Man) og
7 (Rokk Piss)
nauðalík, að minnsta
kosti of lík til þess að hafa saman
á plötu.
Það sem mér finnst einna
skemmtilegast við verkið er að í
umslaginu eru lögin útskýrð þann-
ig að fyrir þá sem nenna að lesa
það verður platan innihaldsmeiri.
Þetta þykir mér mjög mikilvægt
því við hlustunina fékk ég stund-
um á tilfinninguna að um einka-
húmor væri að ræða.
Ég mæli eindregið með því að
þeir sem stefna á útihátíðir í sum-
ar hlusti á þessa plötu og ákveði
hvort hún sé ekki tilvalin á sól-
skinsmorgni í Hróarskeldu eða í
Eyjum þegar morg- unsólin
ætlar að lemja aug-
un út úr höfðinu á
manni þannig að
það eina í stöðunni
er að kveikja á
ferðaspilaran-
um, *hvssst*, og
sleikja froðuna af
fyrsta bjór dagsins.