blaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 12
miðvikudagur, 1. júní 2005 I blaðið Umbúðir Samvinna margra rifin í tætlur Það eru fáir sem spá í það langa vinnuferli sem liggur að baki umbúðunum á litla súkkulaðistykk- inu sem þeir gleypa í sig um leið og þeir rífa umbúðirnar utan af og kasta þeim í ruslið. Ekki er nóg með að umbúðirnar verndi vöruna heldur eiga þær um leið að selja hana. Blaðið leitaði til Maríu Möndu, formhönnuðar umbúða hjá Prent- meti, til þess að skyggnast aðeins inn í heim um- búðanna. Mikilvægi umbúða Hönnuðir og markaðs- fólk gerir sér sífellt bet- ur grein fyrir því hversu mikilvægar umbúðir eru í sölu- og markaðs- setningu. Ferli þeirra er langt og byijar yfirleitt hjá framleiðandanum, sem ákveður hvaða vöru hann vill koma á mark- að, í hvaða magni eða einingu og til hvaða markhóps hann vill ná. Því næst leitar hann til hönnuða. María Manda, formhönnuður umbúða hjá Prentmeti. Gott samspil Hönnun umbúða má skipta í tvennt; annars vegar formið og hins vegar graf- íkina. Hvort um sig getur kveikt hugmynd að hinu og skemmtilegustu umbúðim- ar eru þegar gott samspil er þarna á milli. Ef við skoðum formið fyrst þarf að taka tillit til margra þátta - hverju er verið að pakka, einingafjölda, framsetningu í verslunum, hvernig á að flytja vöruna, burðarþol um- búðanna og tegund papp- írs. Hugmyndin að forminu kemur oftast af vörunni sjálfri og ræðst hvort askjan sé einnota eða margnota og hvort þurfi einhvern leik í henni, t.d. fyrir börn. Hugmyndin að form- inu kemur oftast af vörunni sjálfri og ræðst hvort askjan sé einnota eða marg- nota. Grípur augað Grafikin er hönnuð ofan í teikninguna af umbúðunum og þarf þar að taka til- lit til ýmissa þátta eins og markhóps, samkeppnisaðila, innihaldslýsingar og magns. Einnig þarf grafikin að grípa auga viðskiptavinarins og vera þannig að hann velji þessa vöru fremur en aðra því viðskiptavinurinn gefur sér að með- altali átta sekúndur til að velja á milli vörutegunda. Allir á eitt Þegar prentarkir eru tilbúnar eru þær settar í vél og umbúðirnar skornar út. Því næst eru þær límdar og síðan af- hentar framleiðandanum sem pakkar vörunni í þær og lokar þeim endanlega. Þessum pakkningum er síðan pakkað til afhendingar í verslanir. Þróunar-, hönnunar- og framleiðslu- ferli getur tekið allt frá nokkrum dög- um upp í nokkra mánuði. Margar hend- ur hafa lagst á eitt við að gera umbúðir aðlaðandi og sem bestar svo neytendur kaupi þær, rífi í sundur og hendi þeim án umhugsunar. Hvað táknar krossinn? Margvísleg tákn í umhverfi okkar gefa okkur til kynna hvort við eigum að vera kyrr, fara í þessa átt eða hina eða nota tiltekna aðstöðu. Þetta eru tákn eins og umferðarmerki eða kynjamerkingar á klósettum. Tákn sem þessi hafa auðskiljan- -------r, legaeina < ▲ merkingu en ýfŒ® samkvæmt V | j Carli Jung, sem gerði tákn að sérstöku um- fjöilunarefni sínu, mega tákn ekki hafa neina eina skilgreiningu. Tákn eru ekki bara tákn Þegar Jung fjallaði um táknmyndir gerði hann skýran greinarmun á þeim fyrrnefndu og svo öðrum sem geta haft margvíslega merkingu, líkt og þeim sem koma fyrir í trúar- brögðum. Slík tákn verða að hafa margar útskýringar og enga eina mjög augljósa. Tákn ættu, sam- kvæmt Jung, að vera merki þess sem erfitt er að skýra auðveldlega til fullnustu. Hann taldi að tákn væru afar mikilvæg manninum og ímynd- unarafli hans því þau gerðu honum kleift að fara út fyrir ramma hefðbundinnar hugsunar og end- urskapa skilning sinn á lífinu og tilverunni. Kópavogsblóm Dalvegi Á1 fablóm Á1fheimum H USGAGNA Bæjarlind 14-16, Kópavogi 10.000 MOGULEIKAR þú velur sófa þú velur stól þú velur áklæði þú velur lit þú hannar LINDIN fyrir fólk með sjálfstæðan smekk Hornsófi Áklæði frá kr 72.000 Leöur kr 134.000 Sófasett 3+1 + 1 Áklæði frá kr 86.000 Leöur frá kr 204.000 Borðstofustólar Áklæði frá kr 6.400 Leöurfrá kr 10.200 Sessalong Áklæði frá kr 37.000 Leöur kr 81.000 Sófasett - sófar - hægindastólar - borðstofustólar - borðstofuborö - skápar Er til tímalaus hönnun? adalbjorn@vbl.is Það þykir merki um góða hönnun að hún standist tím- SHELL Dæmi u m hönn- un sem þykir sérstaklega vel heppnuð er kókflaskan margfræga, merki Skeljungs (sem er augljóslega eftir- líking af skel) og Wolkswagen-bjall- an. Það gleymist samt stundum að þessi „ódauðlega" hönnun hefur tekið verulegum breyt- ingum í gegnum árin. Þannig er bjallan nú orðin að „New Beetle", sem er allt öðruvísi en gamla góða bjallan. Sama má segja um kókflösk- una sem áður var lítil, krúttleg og úr gleri en flestir þekkja nú sem Vz lítra plastflösku. Eins má það sama se; um Shell-merkið - sem fengið heí talsverða andlitslyftingu. Það er J spurning hvort eitthvað sé til s< heitir „tímala hönnun". Mest notaða táknið Krossinn er tákn sem hefur fylgt manninum frá því löngu fyrir þann tíma sem við eigum skráðar heimildir um. Krossinn kemur fyrir í samfélögum um allan heim og hefur fundist bæði í Kína og Afríku, frá því á bronsöld í Skandinavíu, í Forn-Grikklandi og frá því á tímum fyrstu samfélaga Ameriku. Hann er eitt mest notaða tákn mannsins og er hluti af sam- vitund hans. Mismunandi merkingar Sem tákn er krossinn í grunninn hálfgert staðsetningartæki. Hann gefur upp stöðu í alheiminum, stað þar sem tvær línur mætast, og gefur til kynna tilvist mannsins hér og nú. Krossinn er útfærður með margvíslegum hætti og mismun- andi myndir hans hafa margar ólíkar merkingar. Krossinn er merki um heilsu, frjósemi, lífið, ódauðleik- ann, anda og efni, sól og stjörnur og miðju heimsins. Krossinn táknar sameiningu himins og jarðar, höfuðáttirnar og höfuðskepnurnar, og jafnvel árstíðirnar fjórar. Með tilkomu kristninnar fékk krossinn svo merki þjáningarinnar og er það hans þekktasta merking nú til dags.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.