blaðið - 01.06.2005, Page 14
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri:
Karl Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar:
Bæjariind 14-16, 201 Kópavogur. Aðalsími: 510-3700. Símbréf á fréttadeild: 510-
3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is,
auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Andlegt og líkamlegt ástand
Egils Helgasonar
Finnur Ingólfsson, forstjóri Vátryggingafélags íslands hf., var
hjá Sigmari Guðmundssyni í Kastljósi Ríkissjónvarpsins á
mánudagskvöldið. Spjölluðu þeir um einkavæðingu ríkisbank-
anna og meinta aðkomu Finns að henni. Finnur Ingólfsson sór
og sárt við lagði í þættinum að hann hefði ekki komið þar neitt
nærri á árinu 2002, ef frá væru talin afskipti hans sem seðla-
bankastjóri. Síðar í sama þætti kom þó í ljós að Finnur kom
að lokafrágangi kaupa S-hópsins á hlut ríkissjóðs í Búnaðar-
banka íslands hf., enda þá orðinn forstjóri Vátryggingafélags
íslands hf. Ekkert kannaðist Finnur Ingólfsson við að þá hefðu
átt sér stað nokkrar viðræður við Kaupþing hf. um sameiningu
Kaupþings hf. og Búnaðarbanka íslands hf. Hinu gagnstæða
hefur þó verið haldið fram, m.a. í Kastljósþætti fyrir nokkrum
vikum, sem Sigmar Guðmundsson.stjómaði. Viðmælandi hans
þá var Jónína Benediktsdóttir.
Blaðið ætlar ekki að fara að blanda sér sérstaklega í þessa
umræðu því þar komast menn hvorki lönd né strönd, eins og
Kastljósþátturinn sannaði. Eftir stendur staðhæfíng gegn stað-
hæfingu um allt sem að einkavæðingu bankanna snýr.
Blaðið getur hins vegar ekki annað en tekið upp og birt orðrétt
ummæli Finns Ingólfssonar um Egil Helgason íjölmiðlamann
í Kastljósþættinum:
„Ég tók á sínum tíma þá ákvörðun meðan ég var ráðherra og
þurfti einu sinni að eiga samskipti við Egil Helgason út af
fréttaviðtali, sem hann hafði ekki burði til að taka vegna þess
að hans andlega og líkamlega ástand var þess eðlis að það var
ekki hægt að taka viðtalið, að ég ákvað að þurfa ekki að eiga
nein viðskipti við hannfrekar."
Þarftu ekki að útskýra þetta?
Nei, nei, ég þarfekkert að gera það. Það var bara í samskipt-
um okkar þannig að viðtalið var aldrei tekið, okkur kom ekki
saman um það hvernig þetta viðtalið ætti að vera, að ég tók þá
ákvörðun á sínum tíma að eiga ekkert frekari samtöl við hann. “
Og þetta var fyrir mörgum mörgum árum?
Já, já, þetta var fyrir mörgum, mörgum árum og ég ætla ekkert
að eyða tíma mínum í það. Þetta var bara niðurstaðan. Hann
sendi mér fyrir stuttu beiðni um að koma í sinn þátt og mín
ákvörðun var bara sú að ég sagði honum einfaldlega nei og var
ekkert að skýra það frekar. “
Eins og tilvitnuð ummæli bera meö sér talar hér sá sem valdið
hefur. Finnur Ingólfsson setti Egil Helgason út af sakrament-
inu, ef svo má segja, fyrir mörgum, mörgum árum, þegar Finn-
ur var stjórnmálamaður, vegna þess að hann taldi Egil hvorki
hafa verið í andlegu né líkamlegu ástandi til að ræða við stjórn-
málamanninn Finn Ingólfsson. Finnur kvaðst ekkert þurfa að
skýra þessi umæli sín um Egil frkar og taldi þau ekki fela í sér
neinar aðdróttanir eða dylgjur í garð Egils. Það er sennilega
ekki rétt mat hjá Finni því væntanlega mundi aðdróttun þessi
um bágt andlegt og líkamlegt atgervi Egils falla undir 235. gr.
almennra hegningarlaga nr. 19/1940, ef á reyndi.
Það er ekki aðalatriðið hvort fá megi framangreind ummæli
Finns Ingólfssonar um Egil Helgason dæmd dauð og ómerk.
Það sem skiptir máli fyrir upplýst samfélag er að hvorki stjórn-
málamenn né nokkrir aðrir, sem hafa áhrif á gang þjóðmála í
víðustu merkingu þess orðs, fái komist upp með að stýra fjöl-
miðlaumræðu um störf sín.
Fjölmiðlar eiga að standa saman um að beijast gegn valdhroka
eins og þeim sem birtist í ummælum Finns Ingólfssonar um
Egil Helgason.
Auglýsingar
miðvikudagur, 1. júní 2005 I blaðið
Tvær hliðar
á einum peningi
femínistar á réttri braut
Svanhildur Steinarsdóttir
í Blaðinu 25. maí sl. birtist gagnrýni
á Femínistafélagið undir nafninu
magnus@vbl.is. Félagið var gagnrýnt
fyrir að „slást við vindmyllur" þegar
það reyndi að fá fólk til að kaupa ekki
tímaritiðB&B. B&B eryfirlýst „karla-
tímarit“. Fyrirsögn í einhverju tölu-
blaði þess ku hafa verið „Beygð’ana
í bólið“ og er hún sögð ástæða þess
að femínistamir vildu stýra kaupum
lesenda eitthvað annað. Blaðamað-
urinn telur að feministarnir séu hér
á villigötum. Hann útlistar svo það
sem hann telur rót vanda kvenna, en
hann liggi í sjálfsvitund þeirra. Þær
séu ofurseldar kvennatímaritum, s.s.
Cosmopolitan, sem boði konum hvern-
ig þær eigi að líta út, hvernig kynlífi
þær eigi að lifa og hvernig fatnað og
snyrtivörur skuli kaupa hverju sinni.
Þetta er allt gott og gilt hjá Magnúsi.
Hann hefur glöggt auga og dregur
upp mjög skýra og rétta mynd af af-
mörkuðum hluta stórs vanda kven-
fólksins, þ.e. að eltast við ímyndir
kvennablaðanna. Sá eltingaleikur
kemur að mínu mati jafn-
vel í veg fyrir að þær nái
eins langt og þær óska á
vinnumarkaði og í leiðrétt-
ingu launamunar.
blaöið
Alitnar dúkkulísur
Mér varð töluvert létt-
ara í skapi að sjá að karl-
maður hefði svo næmt
auga fyrir þessum vanda,
sem konur eru svo hrædd-
ar við að taka á. Engin
þeirra vill vera sú sem
uppfyllir ekki kröfurnar.
Allar reyna að vera súp-
erkonan þrátt fyrir þau
peningaútlát, þjáningu og
tíma sem það útheimtir.
Það er allt í lagi fyrir aðr-
ar að sleppa því að raka
á sér fótleggina en ekki
fyrir „mig“ hugsa þær.
Meðan engin þorir að tak-
ast á við vandann breytist
auðvitað ekki neitt. Þær
verða áfram álitnar dúkk-
ulísur að eltast við ímyndir sem eru
ekki einu sinni mannlegar. Óhemju-
tími, fjármunir og orka fara í að gera
sig að „konu“.
Það olli mér hins vegar vonbrigð-
um að sjá umræddan blaðamann svo
enda á því að fullyrða að vandamálið
væri eingöngu að finna í kvennablöð-
unum. Karlablöðin ættu enga sök í
þessu máli og því skyldu femínistarn-
ir einbeita sér að hinum raunveru-
lega óvini, kvennablöðunum.
Klámvæðing
Málið er að karlablöðin bæta enn
við þá vinnu sem konan telur sig
þurfa að leggja á sig til að þóknast
karlmönnum. Klámvæðingin er
lúmsk. Mörkin eru alltaf að færast til
þegar metið er hvað sé klám og hvað
ekki. Skv. minni skilgreiningu er
klámið að finna í kvennablöðunum en
þó auðvitað miklu augljósara og gróf-
ara í karlatímaritunum. Viðfangsefni
klámsins er ávallt konur. Ekki má
gleyma því að karlarnir skoða karla-
blöðin. Þeir fá auðvitað líka bein og
óbein skilaboð í undirmeðvitund sína
um það hvernig konur eru og eigi að
vera. Karlablöðin læða því inn í und-
irmeðvitund karla að konur séu til
eins brúklegar og séu allar að bíða
eftir því einu öllum stundum og grípi
hvert tækifæri sem
býðst. Þær eru
ekki kynntar sem
hugsandi tilfinn-
ingaverur. Þvert á
móti eru þær verur
sem þyrstir í kyn-
líf, hvar, hvenær
og hvernig sem
er. Þær hafi ríka
„þrælslund", eins
og blaðamaðurinn
kallar það, og séu
tilbúnar að þókn-
ast körlum að öllu
leyti. Þegarkonurn-
ar eru „löðrungað-
ar“ úr öllum áttum
alveg látlaust með
myndum af „full-
komnum" konum, í tímaritum, aug-
lýsingum, hvers konar sjónvarpsefni
og lesefni, reyna þær að verjast með
því að uppfylla kröfurnar. Areitið er
of mikið og stanslaust til að þær geti
varist því og mótmælt, þetta er orðið
of almennt og álitið eðlilegt svo þær
telja einu leiðina að spila með.
Konur telja sig því líka
þurfa að uppfylla ímynd-
ina um konuna sem er
opin fyrir öllu í kynlífi og
alltaf reiðubúin. Engin
þeirra vill vera álitin kyn-
köld. Einnig þess vegna
þurfi þær að laga líkama
sinn og útlit svo þær geti
klætt sig í óþægilegan
klæðnað sem sýnir kven-
leika þeirra og kynþokka.
Því vil ég halda fram að
„þrælslundin" sem blaða-
maðurinn segir einkenna
konur sé ekki meðfæddur
eiginleiki kvenfólksins.
Hún er áunnin vegna
þeirra ímynda sem haldið
er að þeim af karlatímarit-
unum í gegnum karlana
og kvennatímaritunum
sem taka upp þráðinn þar
sem karlatímaritin sleppa
honum. Þetta er því sitt
hvor hliðin á sama pen-
ingnum. Báðum þessum
tegundum tímarita er
beint gegn konum.
Blaðamaðurinn virðist
Konur telja
sig því líka
þurfa að
uppfylla
ímyndina
um konuna
sem er op-
in fyrir öllu
í kynlífi og
alltafreiðu-
búin. Engin
þeirra vill
vera álitin
kynköld.
gera ráð
fyrir að karlmennirnir geti lesið sín
tímarit gagnrýnum augum og ekki
látið blekkjast af þeirri ímynd sem
þar er dregin upp af hinu kyninu.
Það séu bara konurnar sem séu svo
vitlausar að láta glepjast af ímyndum
kvennablaðanna og gleypa við þeim
gagnrýnilaust. Hvaðan hefur blaða-
maðurinn þessa hugmynd um konur?
Úr karlablöðunum kannski?
Fullkomnar konur
Karlmenn fá hvergi jafnítarleg-
an leiðarvísi og konurnar fá um það
hvernig þeir eigi að vera og hegða sér.
Þvert á móti er þeim gert lífið afskap-
lega auðvelt og þægilegt. Sjónvarps-
efni sýnir t.d. iðulega feita, ljóta, lata
og lygna karla, sem eiga fullkomnar
eiginkonur, skv. stöðlunum (þættir
eins og King of Queens, Yes Dear,
According to Jim o.fl.). Þær líta út
fyrir að fara reglulega í líkamsrækt,
borða hollan mat (eða feiti karlinn
borðar hann allan frá þeim) og halda
þannig línunum í lagi. Þær mála sig
vandlega og leggja mikla vinnu í hár-
ið á hverjum degi. Þá eru þær fullar
umburðarlyndis og skilyrðislausrar
ástar. Reglulega gerir feiti karlinn
þeirra eitthvað af sér. Hann gefur öðr-
um konum auga,
skoðar klámblöð,
fer á nektarstaði,
eyðir sameigin-
legum peningum
þeirra í vitleysu
eða eitthvað ann-
áð sem konunni
sárnar. Hann
byrjar á að reyna
að ljúga sig út úr
hlutunum en kon-
an kemst svo að
hinu sanna. Und-
antekningalaust
fyrirgefa þær körl-
unum. Þeir eru nú
bara mannlegir og
þær elska þá eins
og þeir eru. Með
þessu er sköpuð enn ein ímyndin fyr-
ir konurnar að fara eftir. Skilaboðin
eru þau að þær geti ekki gert meiri
kröfur til karlanna, þeir eru nú einu
sinni mannlegir og „svona eru bara
karlmenn". Þær fá ekkert svigrúm til
að átta sig á að þær geta gert kröfur.
Stöðluð ímynd
Blaðamaðurinn segir að konurnar
séu mataðar á því gegnum kvenna-
blöðin hvernig brjóst karlar vilji:
„Karlar vilja stór brjóst“, hefur hann
eftir blöðunum. Hann virðist álykta
sem svo að þar sé fengin ástæða þess
að konurnar eltist við að öðlast sem
stærst brjóst. Það er þó ekki svo ein-
falt. Kvennablöðin gefa uppskriftina
að hinum fullkomnu brjóstum.í karla-
blöðunum eru þau hins vegar sýnd.
Karlarnir skoða karlablöðin óspart
og því eðlilegt að konurnar dragi þá
ályktun að þar sé að finna brjóst eins
og karlar vilja hafa þau.
Skaðleg blöð
Eins og fyrr sagði finnst mér góðs
viti að sjá karlmann hafa jafnnæmt
auga fyrir sjálfsvitundarvanda
kvenna. Eg vona hins vegar að augu
Magnúsar og annarra karlmanna opn-
ist fyrir þeirri staðreynd að karlablöð-
in og kvennablöðin vinna saman. Þau
eru skaðlegur leiðarvísir fyrir konur
og karla. Þessar tvær hliðar eru sam-
ofnar og órjúfanlegar. Það þarf ekki
einungis að breyta viðhorfum kvenna
til sjálfra sín heldur karlanna líka til
kvennanna.
Ábyrgð
Ég hef ekki séð umrædda grein í
B&B. Má vel vera eins og blaðamað-
ur heldur fram að þar séu á ferðinni
leiðbeiningar til karlmanna sem eru
í tilhugalífshugleiðingum og maka-
leit um hvernig nálgast skuli konur,
vonandi á tilfinningalegum nótum og
vitsmunalegan hátt. En það er mikill
ábyrgðarhluti að láta slíka fyrirsögn,
sem um var fjallað, sleppa í gegn og
má ekki láta óátalið. Hún gefur tón-
inn og skapar viðhorfin til kvenna.
Með fyrirsögninni eru skilaboðin gef-
in. Karlarnir lesa svo umræddar leið-
beiningar með því hugarfari að þeir
séu kúgarar/drottnarar sem þurfi að
beygja konur undir vald sitt.
Nei, Magnús! Þetta eru ekki
vindmyllur. Ég leyfi mér að fullyrða
að markaðurinn fyrir kvennablöð-
in hyrfi smám saman ef markaður-
inn fyrir karlablöðin væri ekki fyrir
hendi.
Millifyrirsagnir eru blaðsins.