blaðið - 01.06.2005, Qupperneq 29
blaðið I miðvikudagur, 1. júní 2005
29
Af netinu
Fjölmiðlar
Ég man að ég sat hér fyrir tveimur vikum
og harmaði að það eina sem ég gerði
væri að horfa á Boston Legal. Núna
er ég ekkert nema ánægður með þá
staðreynd. Þetta eru bestu bandarísku
gamanþættir sem hafa mætt á klakann
síðan Malcolm in the Middle byrjuðu.
Persónulega fíla ég BL betur. Eg meina,
hvar annars staðar fær maður að sjá
William Shatner stinga vindli í eyrað á
sér? Ég er alltaf að minna sjálfan mig
á að komast að því hver skrifar þessa
þætti því þetta eru hágæða skrif (hvað
húmorinn varðar a.m.k.).
http://www.jupiterfrost.net/dojo/
Það e'r svo ógeðslega fyndið að horfa á
CSI Miami og rauðhærða gaurinn. Hann
er með álíka góðar setningar og gaurinn
í upprunalega Law and Order. Er að
horfa á einn slíkan þátt núna, sem sagt
CSI, og hann var að segja „Junky or
not... this man was killed" og svo horfði
hann upp í loftið. Ég hef samt mjög gam-
an af þessum þáttum.
http://ami.hamstur.is
21.00 I einum grænum (5:8)
Garðyrkjuþáttaröð þar sem tekið er á
því helsta sem lýtur að fegrun garða.
Umsjónarmenn þáttanna eru Guðríður
Helgadóttir og Kristinn H. Þorsteinsson.
Framleiðandi er Sagafilm. Textað á síðu
888 í Textavarpi.
21.30 Smáþjóðaleikarnir 2005 (2:5)
22.00 Tíufréttir
22.20 Holdið er veikt
(Flesh and the Devil)
23.40 Kastljósið
Endursýndur þáttur frá því fyrr um
kvöldið.
00.0 Dagskrárlok
21.15 Kevin Hill (9:22)
(Going For The Juggler)
21.55 Samkvæmt læknisráði 3
(Strong Medicine 3) (5:22)
22.40 Oprah Winfrey
23.25 Double Bill
(Tvöfaldur í roðinu)
Gamansöm sjónvarpsmynd þar
sem hjónalífið er í brennidepli. Því
fer fjarri að hamingjan vari að eilífu.
Það þarf að rækta sambandið til að
viðhalda ástinni. Þetta vita allir góðir
eiginmenn en málið kann að vandast
þegar tvær konur þurfa að deila
sama manninum.
00.50 Mile High (7:26)
(Háloftaklúbburinn 2)
Bönnuð börnum.
01.35 Medical Investigations (7:20)
(Læknagengið)
02.15 Fréttir og ísland í dag
Fréttir og ísland í dag endursýnt frá
því fyrr í kvöld.
03.35 ísland í bitið
05.35 Tónlistarmyndbönd frá PoppTIVi
21.00 Providence
22.00 Law & Order: SVU - lokaþáttur
22.45 Jay Leno
23.30 Queer Eye for the Straight Guy
- lokaþáttur (e)
00.15 Cheers - 3. þáttaröð (e)
00.40 Boston Public
01.20 John Doe
02.05 Óstöðvandi tónlist
21.00 Tiger Woods (1:3)
22.00 Olíssport
22.30 David Letterman
22.00 Not Another Teen Movie
(Ekki enn ein unglingamyndin)
Pottþétt gamanmynd um unglinga.
23.15 World Series of Poker
(HM í póker)
Slyngustu fjárhættuspilarar veraldar
mæta til leiks á HM í póker en hægt
er að fylgjast með frammistöðu
þeirra við spilaborðið i hverri viku
á Sýn.
00.00 Wasabi
Aðalhlutverk: Jean Reno, Ryoko
Hirosue, Michel Muller. Leikstjóri
er Gérard Krawczyk. 2001. Bönnuð
börnum.
02.00 The Sticky Fingers of Time
04.00 Not Another Teen Movie
21.00 Tvíhöfði(e)
21.30 Real World: San Diego
22.00 Meiri músík
Molar
Sjónvarpsstöðin
MTV ritskoðar Nine
Inch Nails
Rokksveitin Nine Inch Nails hef-
ur afbókað fyrirhugaða framkomu
hljómsveitarinnar í verðlaunaþætti
á MTV-sjónvarpsstöðinni. Ástæð-
urnar fyrir því eru sagðar pólitískir
árekstrar. Sveitin átti að spila lagið
The Hand that Feeds af nýútkom-
inni breiðskífu sinni, With Teeth,
en eftir að forsvarsmenn sjónvarps-
stöðvarinnar neituðu að nota mynd
af George Bush Bandaríkjaforseta á
sviðinu ákvað Trent Reznor, söngv-
ari sveitarinnar, að hætta við að
spila. Talsmenn MTV sögðu að með
þessu hefðu þeir viljað forðast að
tengja verðlaunahátíðina við stjórn-
mál en segjast þó virða skoðanir
rokkaranna.
Skyldur blaðamanna
við lesendur
andres.magnusson@vbl.is
Greinaflokkur Sigríðar Daggar Auð-
unsdóttur í Fréttablaðinu um sölu
ríkisbankanna hefur verið mjög til
umræðu undanfarna daga, enda mik-
ill vöxtum, og þar er fjallað um mikil
hagsmunamál, hvemig, sem á það er
litið.
Ég hnaut þó um það snemma í grein-
inni að erlendum ráðgjafa muni hafa
verið „falið að gera næmigreiningu á
reiknilíkaninu". Þá fór nú að héla í
morgunkaffið þannig að ég tók upp
símann og hringdi á Fréttablaðið og
spurði viðskiptablaðamann hvað í
ósköpunum „næmigreining" væri.
Hann varð að játa að hann væri
nú ekki með svarið á takteinum en
skömmu síðar kom kollegi hans £
símann og gat útskýrt það fyrir mér
með dæmum. Ég þakkaði kærlega fyr-
ir mig og kvaddi. Þetta er sumsé það
sem nefht hefur verið fráviksgreining
- greining á því hvemig frávik á for-
sendum geta breytt útkomunni, en af
því enska hugtakið er „sensitivity an-
alysis" hafa menn freistast til að nota
hina fullkomlega óskiljanlegu „næmi-
greiningu".
Það eru svo sem engin tíðindi að sér-
fræðingar falli í þær gryfjur að búa til
lítt skiljanleg orð, enda eru þeir fæst-
ir sérfræðingar í íslensku. Hitt er
annað mál að þegar blaðamenn taka
slíkt hrátt upp á síðum sínum, hvort
heldur er úr munni sérfræðinga eða
skýrslum, þá eru þeir að bregðast
skyldu sinni við lesendur.
Hlutverk blaðamanna
Auðvitað er þetta flókið mál en það
er einmitt hlutverk blaðamanna - að
taka saman slíkt efni, upplýsa það
sem áður var hulið, greina aðalat-
riði frá aukaatriðum, koma þessu á
mannamál og gera það aðgengilegt
lesendum.
í framhaldi af því er svo rétt að
spyrja annarrar spurningar: Er les-
endum einhver greiði gerður með
greinaflokki af þessu tagi? Geta dag-
blöð í alvöru ætlast til þess að les-
endur þeirra setjist niður daglega, í
viku eða meira, til þess að lesa svona
óskapnað sér að gagni? Tæplega. Að
minnsta kosti heyrðist manni í ís-
landi í dag á mánudag að Siguijón M.
Egilsson, fréttastjóri Fréttablaðsins,
hafi ekki einu sinni enst til að lesa
greinarnar!
Sum mál eru vissulega afar flókin og
kunna að kalla á svo smásmyglislega
umfjöllun en dagblað er þá ekki rétti
vettvangurinn fyrir hana.
í þessu tilviki má svo efast um að efn-
istökin þjóni efhinu fremur en lesend-
um. í greinaflokki Sigríðar Daggar
eru nefnilega ýmis tíðindi og athyglis-
verð sjónarmið en þau hverfa nánast
í prentsvertuflóðinu, aukaatriðum og
eldgömlum fréttum. Þegar maður les
þetta svo í fimm skömmtum er erfitt
að verjast þeirri hugsun að maður
botni minna í málinu eftir lesturinn
en áður.
Nú þegar ég glugga í greinamar allar
saman fæ ég svo ekki séð að neitt hafi
kallað á þessa framsetningu efnisins.
Hin eiginlegu tíðindi voru nefnilega
öll tekin saman f tilvísunarfréttum
á forsíðu, dagana sem greinaflokkur-
inn var birtur. Þessar tilvísunarfrétt-
ir hefði allt eins mátt sameina í eina
grein með upplýsingagrafik og þá
hefði verið einhver veigur í umfjöll-
uninni.
Ertu spennt/ur fyrir nýju sjónvarpsstöðinni
Sirkus?
Jóhannes Jónsson, 37 ára
„Ég bara veit ekkert um
hana."
Sigríður Karlsdóttir, 61 árs
„Nei, það er ég ekki."
Hjördis Sigurðardóttir, 13
ára
„Nei, ég hef ekkert heyrt um
hana."
Steinar Ágústsson, 44 ára
„Ég bara þekki hana ekki.“
Selma Þórsdóttir, 22 ára
„Já, ég er svolítið forvitin."
Erla Þorsteinsdóttir, 15 ára
„Ég bara veit ekkert um
hana.“