blaðið - 01.06.2005, Side 30
miðvikudagur, 1. júní 2005 I blaðið
30 hver & hv
T
UMV...
Sumu verður aldrei breytt
Það er undarlegt til þess að
hugsa að mannanna verk séu
orðin svo fóst í sessi að eng-
um dettur til hugar að hræra
í þeim eða breyta til. Það er
fullt af hlutum í okkar nán-
asta umhverfi sem við sem
þjóðfélag höfum skapað, og
eru orðnir svo sjálfsagðir hlut-
ir af tilveru okkar að við hugs-
um aldrei út í þá. Dæmi um
þetta eru jafneinfaldir hlutir
og að við greiðum fyrir vörur
og þjónustu með peningum,
við göngumst undir lög og regl-
ur sem settar voru fyrir árum
og áratugum, það eru pólitík-
usar sem stjóma því hvemig
samfélag okkar er samsett í
umboði fólksins - listinn er að
sjálfsögðu endalaus.
Eitt af því sem við höfum
samþykkt sem algildan sann-
leik, og dettur alltof sjaldan í
hug að gagnrýna, er sá mæli-
kvarði sem settur hefur verið
á verðmæti ffamlags okkar til
samfélagsins. Það er augljós
staðreynd að vinna fólks - og
þá um leið ffamlag til samfé-
lagsins - er verðmetið mjög
mismunandi. Ræstitæknirinn
er með lægri laun en lögfræð-
ingurinn, fisk-
vinnslukonan
með lægri tekjur en forstjór-
inn. Það er í raun tvennt sem
gera má stóra athugasemd
við. Hvom tveggja snertir það
hvað er metið sem verðmætt
og hvað ekki. Annars vegar
að umsjón með peningum er
mikilvægara en umsjón með
fólki. Hitt er að menntun er
einhvers konar algildur mæli-
kvarði á það hversu há laun
fólk á að hafa. Hvoru tveggja
er nánast algilt - að sjálfsögðu
þarf að verðlauna þá sem á sig
leggja að ganga menntaveginn
- en það eru fjölmörg störf í
okkar annars ágæta samfélagi
sem meta mætti að meiru.
Vandinn er nefnilega að
þetta hefur áhrif alveg niður
eftir samfélaginu - og hefur
því áhrif á tekjur t.d. öryrkja,
atvinnulausra og aldraðra.
Það þykir nefnilega ekki við
hæfi að þeir sem vinna ekki -
eru ófærir um það af einhveij-
um ástæðum, njóti sambæri-
legra - eða Guð hjálpi okkur
- betri kjara en þeir sem á
vinnumarkaðinum eru.
Kannski er þetta hluti af
því að þessir hópar eru í frem-
ur slæmri stöðu hér á landi
- heildarskýringin er að sjálf-
sögðu mun flóknari...
Söngkona stúlknasveitar-
innar Girls Aloud, Sarah Hard-
ing, er búin að endurnýja sam-
band sitt við Mickey Green,
en samkvæmt heimildum The
Daily Mirror eiga skötuhjúin
að hafa eytt kvöldi saman í
mjög innilegum faðmlögum
á næturklúbbnum Mayfair’s
Embassy. Sarah var þar ásamt öllu
bandinu og samkvæmt heimildum
blaðsins voru þær að fagna síðustu
tónleikum sveitarinnar í Bretlandi.
Mickey var þar með í fór og sjónar-
vottar segja að það hafi verið greini-
legt að neistamir væm enn til staðar
hjá þeim. Parið var saman í eitt og
hálft ár en hættu saman í júní á síð-
asta ári.
kcipæícj
Söngvarinn Usher gagnrýn-
ir harðlega alla þá Qölmörgu
raunveruleikaþætti sem eru í
sýningum í sjónvarpinu, sér í lagi
þá sem snúast um að breyta fólki
með hjálp lýtaaðgerða. Hann nefnir
sérstaklega MTV-þáttinn „I Want
A Famous Face“, sem snýst um að
þátttakendur geti látið breyta sér í
uppáhaldsstjömurnar sínar. Usher
segir þáttinn vera þann versta sem
hann hafi nokkru sinni séð og bend-
ir á að í stað þess að vera að eltast
við slíkt eigi fólk að læra að elska það
sem það er.
Breski leikarinn Colin Firth,
sem lék meðal annars hinn
viðkunnanlega Mark Darcy í
Bridget Jones myndunum, hef-
ur verið heiðraður af ítölskum
yfirvöldum. Firth var heiðraður
fyrir að ýta undir og halda uppi
ímynd Ítalíu í Bretlandi en hann
skipuleggur reglulega menning-
aratburði í samvinnu við Itölsku
menningarstofnunina í London.
Firth er kvæntur ítalska fram-
leiðandanum Liviu Giuggioli
og talar ítölsku reiprennandi.
„Ítalía er stór hluti lífs míns. Ég
dýrka það og landið er mér mikil
blessun. Það mætti segja að ég
giftist heilli íjölskyldu og heilu
landi," sagði Colin Firth við at-
höfnina.
Dökkhærðar konur
vinsælli en Ijóskur
Samkvæmt nýlegri könnun
eru dökkhærðar konur langtum
vinsælli en ljóshærðar og þær
bera af í lista yfir 100 fallegustu
konur heimsins en listinn birtist
í tímaritinu Harpers & Queen.
Þúsund sérfræðingar tóku þátt í
að setja listann saman og í fyrstu
fimm sætunum sitja konur sem
allar eru dökkhærðar. í efsta
sæti er Hollywood-leikkonan
Angelina Jolie og í öðru sæti of-
urmódelið Christy Turlington. Á
eftir fylgdu jórdanska drottning-
in Rania og kvikmyndaframleið-
andinn Sofia Coppola. Ljóshærð-
ar konur náðu þó í efstu sæti
listans en þar eru til að mynda
Uma Thurman í sjötta sæti, Kate
Moss í áttunda sæti og Scarlett
Johansson í því fjórtánda.
Rambó snýr aftur
Sylvester Stallone hefur stað-
fest að hann muni leika Rambo
á ný. Stallone, sem er 58 ára, tók
sér nokkra mánuði til að íhuga
hvort æskilegt væri að endur-
vekja hinn aldraða hermann, nú
20 árum síðar. „Ég hef skrifað
undir og hef gamla höfuðband-
ið, vélbyssuna, boga og örvar
tilbúnar. Ég hlakka til að sýna
aðdáendum bardagahetjuna aft-
ur,“ segir Stallone kokhraustur.
Hann græddi milljónir á þrem-
ur myndum um Rambó ó ní-
unda áratugnum og samkvæmt
breska blaðinu Sun gæti ágóðinn
orðið enn meiri ef íjórða myndin
verður vinsæl. Talsmaður kvik-
myndaversins viðurkennir að ef
Rambó 4 verður aðsóknarmikil
gæti jafnvel Rambó 5 orðið að
veruleika. Stallone er ekki eini
kvikmyndaleikarinn sem endur-
vekur gamlar stjörnur þar sem
Harrison Ford tilkynnti nýlega
að Indiana Jones væri einnig
væntanlegur á stóra tjaldið.
Ford er 64 ára og lék Indiana Jo-
nes síðast fyrir 16 árum.
STJÖRNUSPÁ
- 01.06.2005 -
Hrútur
Tilfinningarnar eru mikilvægar
núna. Það gefur þér svigrúm
til frjálslegra tjáskipta við Guð
og menn, jafnvel meira en
venjulega. Umhverfið sýnir þér
skilning en gefðu þér svigrúm til
að fara yfir málin áður en þú tekur nokkra
ákvörðun.
Naut
Þú átt eitthvað
skemmtilegt og
óvænt í vændum en gætir
þurft að hafa fyrir því að
eigna þér það. Þegar tæki-
færi gefst skaltu gæta þess að
vera ekki feimin og vertu ekkert
að hugsa um það sem öðrum finnst.
Tvíburar
Þú ættir að búa þig undir hið
óvænta, meira nú en áður.
Stjörnurnar hafa búið þér alveg
sérlega óvæntan dag. Sem
betur fer er hið óvænta að þínu
skapi.
Krabbi
Þú áttir ekki von á þessu, var
það? Að einhver birtist úr
fortíðinni og gerði ráð fyrir að
allt væri eins og áður? Best fer
á því að láta vita hver staða mála
er. Nákvæmni og skipulag er þér mikilvægt
núna.
Ljón
. , Þu
bly<
íski
a'lte
Líkleg;
Þú ættir almennt að nota
blýant þegar þú fyllir inn
í skipulag dagsins því
allt er breytingum háð.
Líklega fer flest á annan veg
en þú ætlaðir, en hey, það
getur verið gaman líka.
Meyja
Þú verður að viðurkenna
staðreyndir. Fólk í kringum
þig er langt því frá með
málin undir eins góðri
stjórn og þú. Sýndu samúð
og veittu hjálparhönd!
Vog
Ef dagskráin þín suðar og
svitnar af öllum mögulegum
og ómögulegum atburðum sem
þú mátt bara alls ekki missa af
- slappaðu þá af og gefðu henni
og sjálfum þér smáfrið.
Sporðdreki
Þú getur gert drauma
þína að veruleika.
Finndu út muninn á því
hvers þú þarfnast og
hvað þú vilt.
Bogmaður
Týndirðu aftur gleraugun-
um á höfðinu? Vertu ekki
of harður við sjálfan þig.
Það eiga allir svona daga.
Steingeit
Athugaðu hvað þú segir. Er
ekki önnur leið til að segja
það sem þú raunverulega
meinar?
i
Vatnsberi
Þú skapar þlna eigin líðan.
Gefðu umhverfinu ekki of
mikið vægi en mundu að taka
tillit til annarra.
Fiskur
Að gera vel við sjálfan
sig er ekki eigingirni og
núna er það akkúrat það
sem þú þarfnast. Gerðu
eitthvað dásamlegt fyrir
sjálfan þig.