blaðið - 10.06.2005, Side 2
föstudagur, 10. júní 2005 I blaðið
andartakinu
Hmhimtn
Umhverfismat á Alcoa
Hæstiréttur staðfesti í gær niður-
stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um
að ógilda úrskurð umhverfisráðherra
um að ekki þyrfti að fara með 322
þúsund tonna álver Alcoa í Reyðar-
firði í umhverfismat. Það var Hjör-
leifur Guttormsson sem sótti málið
en Hæstiréttur vísaói reyndar frá
kröfum Hjörleifs um að starfsleyfi ál-
versins yrði ógilt.
Breytir engu um framkvæmdir
Yfirmenn Alcoa Fjarðaráls segja
dóminn ekki breyta neinu um fram-
kvæmdir á álverinu - haldið verði
áfram samkvæmt áætlun. Segja þeir
að þegar sé hafin vinna á umhverf-
ismatinu og að því verði skilað inn
við fyrsta tækifæri. Segir í tilkynn-
ingu frá félaginu að dómurinn komi
á óvart og valdi vonbrigðum en frá
upphafi hafi fyrirtækiö kappkostað
að eiga náið samstarf við stjómvöld
og stofnanir svo eðlilega og löglega sé
staðið að öllum fram-
kvæmdum. Þá segir
að umhverfisvemd sé
eitt af forgangsmál-
um fyrirtækisins.
Meiri losun efna
en talið var
Sigríður Anna Þórð-
ardóttir umhverfis-
ráðherra segir að
þar sem starfsleyfið
hafi ekki verið fellt
úr gildi telji hún að
framkvæmdir haldi
áfram. Bendir hún á
að búið var að meta
umhverfisáhrif af
420 þúsund tonna
álveri sem Norsk
Hydro hafi ætlað að
reisa, áður en ráðist
var í framkvæmd ál-
vers Alcoa. Sú stað-
reynd er einmitt það
sem Hjörleifur setti
út á með þeim rökum
að Álver Alcoa sé ný framkvæmd þar
sem gert er ráð fyrir annarri og lak-
ari tækni og mengunarvömum. Telur
Hjörleifur að meiri losun mengandi
Sigriður Anna umhverfis-
ráðherra við framkvæmda-
svæði Alcoa í byrjun
mánaðarins.
Austurver
Opið alla daga ársins til kl. 24
Mán.-fös. kl. 8-24
Helgar og alm. frídaga 10-24
JL-húsið
Mán.-fös. kl. 9-21
Helgar 10-21
Kringlan 1. hæð
Mán.-mið. kl. 10-18:30,
fim. 10-21, fös. 10-19,
lau. 10-18, sun. 13-17
efna en metið var að hlytist af fram-
kvæmdum Norsk Hydro kæmu frá
álveri Alcoa.
í nýlegri heimsókn Sigríðar Önnu
á framkvæmdasvæði Fjarðaráls sagði
hún afar lærdómsríkt að fara um
svæðið og sjá þá áherslu sem lögð er
á umhverfismál. Sagði hún að þama
virtist henni reynt að byggja upp í
góðri sátt við umhverfið.
Ævisaga Laxness:
Hannes býðst
til þess að gefa
fjölskyldunni gæsalappir
Málshöfðun gegn Hannesi Hólmsteini vísað frá og
Auði Laxness gert að greiða hálfa milljón í málskostnað
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði
í gær frá dómi máli sem fjölskylda
Halldórs K. Laxness höfðaði gegn dr.
Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og
gerði Auði Laxness að greiða Hann-
esi hálfa milljón króna í málskostn-
að. Hannes segist vonast til þess að
hann geti náð sáttum við fjölskyldu
Laxness, svo binda megi „enda á
þennan fáránlega málarekstur." í því
skyni hefur hann boðist til þess að
endurútgefa hina umdeildu bók „með
gæsalöppum og neðanmálsgreinum
eftir þeirra athugasemdum."
Málið var höfðað vegna meintra
höfundarlagabrota í 1. bindi ævisögu
Hannesar um Nóbelsskáldið. Var í
úrskurðinum vísað til þess að málið
væri svo fullkomlega vanreifað að
ekki væri unnt að leggja efnisdóm á
það.
„Það er leiðinlegt að standa í ill-
deilum við gamla, góða konu sem
hefur reynst sínum manni vel. Eig-
inkonu þjóðskáldsins, sem ég hélt
í sakleysi mínu að
væri sameign okk-
ar allra en ekki
séreign einhverrar
vinstrisinnaðrar
bókmenntafræðinga-
klíku,“ segir Hann-
es, en hann kvaðst
ekki hafa fengið nein
svör við tilboði sínu um aðra útgáfu
1. bindis ævisögunnar.
Mögulegt er að áfrýja úrskurðinum
til Hæstaréttar en ákvörðun hefur
ekki verið tekin um það. í ljósi van-
reifunarinnar er þó eins mögulegt að
erfingjarnir kjósi að höfða nýtt mál
og rökstyðja kröfur sínar betur.
í úrskurði dómara var gagnrýnt
að erfitt væri að lesa úr stefnunni til
hvaða lagaákvæðis bæri að heimfæra
ætlaða refsiverða hegðun, samhengi
málsástæðna og atvika sé ekki skýr,
og ágripskennd lýsing málsástæðna
sé með öllu ófullnægjandi.
Hótel opnað
Hið nýja Radisson SAS 1919
I Eimskipafélagshúsinu
hótel verður opnað fyrir fyrstu gesti í dag.
Opið lengur
^Lyf&heilsa
Gróðrarstööin
Dalvegi 32, Kópavogi. Sími 564-2480
Hótelið fékk nafn sitt af stofnári Eim-
skipafélagsins en það verður rekið
í fyrrum höfuðstöðvum þess. Um
leið tekur veitingastaðurinn Salt til
starfa á jarðhæð hússins en eldhúsið
verður undir stjórn Ragnars Ómars-
sonar, matreiðslumeistara og lands-
liðsmanns í matreiðslu. Hótelið er
70 herbergja, fjögurra stjörnu lúxus-
hótel í miðbæ Reykjavíkur. Herberg-
in eru í fjórum stærðarflokkum, en
70% þeirra teljast til lúxusherbergja.
Andri Már Ingólfsson, eigandi húss-
ins, segir að hér sé á ferðinni svokall-
að lífsstflshótel, sem sé ný tegund af
hótelum sem rísi nú um allan heim.
„Mikið er hugað að heildarandrúms-
lofti og tengt er saman, hönnun, hús-
gögn, litir, tónlist og birta. Þetta er
ódýrasta besta hótelið í bænurn." Mik-
ið var lagt í hönnun her-
bergjanna en engin tvö
eru eins. Upprimaleg-
ar rósettur og skreyt-
ingar fá að halda sér
víða en annars staðar
hafa þær verið huldar
nýjum innréttingum
en ekkert hefur verið
skemmt, enda er húsið
friðað. Meðal annars
hefur gamla Eimskips-
merkið á þaki húss-
ins verið hulið nýju
nafni hótelsins, 1919.
Bygginguna teiknaði
Guðjón Samúelsson,
fyrrum húsameistari rfldsins. Húsið
var stækkað um tæpan helming með
viðbyggingu á árunum 1977-1979 en
þann hluta teiknaði Halldór H. Jóns-
son arkitekt.
Sagt upp með SMS-skilaboðum
Birkikvistur 399 kr. Blátoppur 550 kr. Fjallarifs 550 kr. Lobelia 250 kr. Petonia 250 kr. Nellika 250 kr.
Betri plöntur á góðu verði -Tilboð alla daga
Starfsmanni lítillarverslunar á lands-
byggðinni var í gær send uppsögn
með SMS-skilaboðum. Samkvæmt
heimildum Blaðsins var enginn fyr-
irvari gefinn fyrir uppsögninni og
kom hún því eins og reiðarslag fyrir
umræddan starfsmann. Fá fordæmi
eru fyrir slíkum uppsögnum en full-
trúar verkalýðshreyfingarinnar, sem
Blaðið ræddi við í gær vegna málsins,
voru allir mjög undrandi á þessum
vinnubrögðum. Hins vegar veltu þeir
fyrir sér hvort slík uppsögn gæti ver-
ið lögleg, nánar tiltekið hvort hægt
væri að skilgreina þetta sem skrif-
lega uppsögn.
Gæta þarf að
virðingu starfsmanna
Ingvar Sverrisson, lögmaður Alþýðu-
sambands íslands (ASÍ), sagðist ekki
hafa heyrt af málinu þegar rætt var
við hann í gær.
„í fljótu bragði lít ég þannig á að
SMS-skilaboð séu rafræn en ekki
skrifleg. Okkar afstaða er að uppsagn-
arbréf þarf að afhenda persónulega,
eða þannig að hægt sé að staðfesta
móttöku bréfsins. Verkalýðshreyfing-
in mun standa mjög hart gegn svona
aðgerðum atvinnurekenda, einkan-
lega vegna þess að uppsagnir eru
eðli málsins samkvæmt áfall fyrir
hlutaðeigandi starfsmann. Hafa ber í
huga að gæta þarf að virðingu starfs-
mannsins."
Álfheiður M. Sívertsen, lögmaður
Samtaka atvinnulífsins (SA), bend-
ir á að hægt sé að segja fólki upp á
mismunandi vegu, og til dæmis séu
munnlegar uppsagnir oft fullgildar.
Hún hefur hins vegar ekki heyrt um
að SMS-skilaboð hefðu verið notuð til
uppsagna.
„Það hefur verið staðfest fyrir Fé-
lagsdómi að munnlegar uppsagnir
séu gildar sé hægt að sanna efni
þeirra. Hins vegar geta komið upp
vandamál vegna sönnunar sé þeirri
aðferð beitt. Þess vegna mælum við
með því að allar uppsagnir séu skrif-
legar. Ég hef ekki heyrt um að SMS-
skilaboð hafi verið notuð til uppsagna
en ég geri ráð fyrir því að það geti al-
veg eins komið upp sönnunarvanda-
mál vegna slíkra tilkynninga.“
- Spark leikir - Frumbyggjastörf - Ædol - Útilíf - Kassabílaakstur -
1 9-12
7-8
óra
ÚLFLJÓTSVATNI
Upplýsingar og skráning á netinu:
www.ulfljotsvatn.is
Einstök krakkanámskeið
Útilíf og CEVÍntýri!
ara
Almenn námskeið
Vinir, fjör og hópef li!
INNRITUN ER HAFIN - Opið virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn