blaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 6
Kodak EasyShare CX7330 • 3,1 milljón pixla » 3x optískur og 3,3 x stafrænn aðdráttur • Kodak linsa • 1.6” skjár • Video með hljóði • Auðveld í notkun JÚNÍTILBOÐ Kodak EasyShare LS755 • 5 milljón pixla • 3 x optískur og 6 x stafrænn aðdráttur Schneider linsa Frábær2,5” skjár • Lithium lon rafhlaða • Tengistöð fylgir • 22 tökustillingar • Verð: 34.900 kr Verð áður 4BA0Ú kr Kodak EasyShare LS743 4 milljón pixla 2,8x optískur og 3,6x stafrænn aðdráttur Schneider linsa 1,8” skjár Video með hljóði Lithium lon rafhlaða og hleðslutæki Lítil og nett Verð: 24.900 kr HahsPewsih * Verð miðast við léttgreiðslur Visa eða Euro til fimm mánaða föstudagur, 10. júní 2005 I blaðið íbúar Álftaness mótmæla miðbæ í gær var bæjaryfxrvöldum á Álfta- nesi afhentur undirskriftalisti þar sem húsráðendur ríflega helmings húsa bæjarfélagsins lýsa yfir óánægju með fyrirhugaðar breytingar bæjarfé- lagsins á miðbæ Álftaness. Hópur íbúa tók höndum saman í vikunni og gekk í hús í bæjarfélaginu til að safna undirskriftum gegn fyrirhuguðu deili- skipulagi sem kynnt hefur verið um miðbæjarsvæðið á Álftanesi. Eina tillagan, sem kynnt hefur verið, er þematillaga frá arkitektastofuimi Batteríið, sem margir íbúar telja vera í andstöðu við ímynd Álftaness sem fámennt, friðsælt og náttúruvænt sveitarfélag. Samþykkt með meirihluta bæj- arstjórnar við arkitektastofuna Batteríið ehf. með fjórum atkvæðum meirihluta D-lista gegn þremur atkvæðum minnihluta Á-lista. Álftaneshreyfing- Tillaga bæjaryfirvalda þykir ekki sam- ræmast hugmyndum um „sveit í bæ“. in hvatti til þess að sveitarfélagið eignaðist miðsvæðið - sem nú er í eigu verktaka - og skipulegði það að undangenginni arkitektasamkeppni þannig að íbúar fengju að vera með í ráðum. Einnig sagðist hún telja meiri- hluta D-listans draga taum verktak- anna en Sjálfstæðisfélagið mótmælti því. 80% heimila gegn tillögunni Af 620 heimilum í bænum voru húsráðendur heima í um 70% og þar af skrifuðu sig á listann fulltrúar um 80% heimila. Þess er vænst að skipu- lagsyfirvöld Álftaness komi til móts við óskir meirihluta íbúanna. Þeir sem undirrituðu samninginn vilja að efnt verði til arkitektasam- keppni um skipulag svæðisins svo hægt sé að fjalla um nokkra valkosti á íbúaþingi. Þeir eru óánægðir með tillögu Batterísins en hún er með þjónustugötu umlukta þriggja hæða húsum á báða vegu. Þá finnst þeim tillagan ekki hæfa hugmyndum sín- um um „sveit í bæ“. ■ Bæjarstjórn samþykkti sammng Uppgreiðslugjald leyfilegt Samkeppnisráð hefur úrskurðað að bönkum og sparisjóðum sé heimilt að krefjast uppgreiðslugjalds þegar lán- takendur greiða upp lán sín. Það voru Alþýðusamband Islands (ASÍ) og Neytendasam- tökin sem sendu ráðinu beiðni 6. september 2004 um að úrskurða í málinu. Samkvæmt , úrskurði Samkeppn- isráðs er ekkert í lög- um sem bannar að slíkra gjalda sé krafist en eim- fremur segir að slíkt verði að koma skýrt fram í lánasamningi. Að sögn Gylfa Ambjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, eru menn þar á bæ ákaflega ósáttir við niður- stöðu Samkeppnisráðs. „Við erum einfaldlega ennþá ósammála niðurstöðu Samkeppnis- stofnunar. Við fógnum reyndar þeim hluta sem segir að ef rukka eigi upp- greiðslugjald verði það að koma fram í lánasamningi. Það er líka eðlilegt að slíkt sé gert, enda óeðlilegt að koma aft- an að fólki með þessa hluti.“ Að sögn Gylfa er ekki búið að taka ákvörðun um fram- haldið en það verður skoðað á næstunni. Samkeppnisráð hefur úrskurðað að bönkum og sparisjóðum sé heimilt að krefjast uppgreiðslugjalds þegar lántakendur greiða upp lán sín. Það voru Alþýðusamband íslands (ASÍ) og Neytendasamtökin sem sendu ráðinu beiðni 6. september 2004 um Efling hækkar sjúkrabætur Á aðalfundi Eflingar á dögunum var samþykkt breyting á reglugerð sjúkrasjóðs félagsins. Stærsta breyt- ingin er að sögn Guðrúnar Óladóttur, forstöðumanns sjúkrasjóðs Eflingar, tekjutenging sjúkrabóta. Fyrir breyt- ingu voru sjúkradagpeningar um 100.000 krónur á mánuði. Eftir breyt- inguna fá einstaklingar sem verið hafa greitt í sjóðinn í samfellt 12 mán- uði 80% af fyrri tekjum sínum, en þó að hámarki 200.000 krónur. Þeir sem Árs fangelsi fyrir kókaínsmygl Maður á þrítugsaldri var í gær dæmd- ur í 12 mánaða fangelsi fyrir kókaín- smygl og fíkniefnaeign. Maðurinn hafði reynt að smygla rúmlega 200 g af kókaíni í líkama sínum til lands- ins í desember f fyrra. Við húsleit í janúar á þessu ári fundust ennfrem- ur tæp 2,5 g af amfetamíni í fórum hans. Ákærði játaði brot sín fyrir dómi og var við dóminn litið til greið- legrar játningar ákærða. Hins vegar var litið til þess að kókaín væri sterkt og afar ávanabindandi fíkniefni, sem ætlað væri til sölu og dreifingar hér á landi. Maðurinn hafði áður hlotið tvo fangelsisdóma. Auk 12 mánaða fang- elsis var hann í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær dæmdur til að greiða rúm- lega 350.000 króna sakarkostnað. hafa greitt í sjóðinn í yfir fimm ár fá hins vegar tekjur sínar óskertar, en þó að hámarki 250.000. Önnur stéttarfélög, m.a. á höfuð- borgarsvæðinu hafa tekið upp svip- aða reglu og það er ástæðan fyrir breytinu Eflingar nú. „Ástæðan fyrir því að við gerum þetta er einfaldlega sú að við verðum að vera samkeppnishæf á höfuðborg- arsvæðinu," sagði Guðrún. ■ Borgar 14,7 milljónir Gert að greiða 14,7 milljónir króna Karlmaður á fimmtugsaldri var í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 14,7 milljóna króna sekt. Maðurinn, sem stundaði sjálfstæðan atvinnurekstur á árun- um 1998 og 1999, var dæmdur fyrir að skila ekki virðisaukaskattskýrsl- um og standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti upp á 3,2 milljónir króna. Þá færði hann ekki bókhald né gerði ársreikninga fyrir fyrirtæki sitt. Ennfremur hafði hann vantal- ið skattstofna sína um 10 milljónir króna til að koma sér undan greiðslu skatta og opinberra gjalda upp á rúm- ar fjórar milljónir króna. Ársreikninga- og Bókhaldsþjónusta Rekstrar- og Fjármálaráðgjöf k Rekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.L kf *saio£a> inn^ nf\r\A 1994 - 2004 að úrskurða í málinu. Samkvæmt úrskurði Samkeppnisráðs er ekkert í lögum sem bannar að slíkra gjalda sé krafist en ennfremur segir að slíkt verði að koma skýrt fram í lánasamn- ingi. Að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, eru menn þar á bæ ákaflega ósáttir við niður- stöðu Samkeppnisráðs. „Við erum einfaldlega ennþá ósammála niðurstöðu Samkeppnis- stofnunar. Við fögnum reyndar þeim hluta sem segir að ef rukka eigi upp- greiðslugjald verði það að koma fram í lánasamningi. Það er líka eðlilegt að slíkt sé gert, enda óeðlilegt að koma aftan að fólki með þessa hluti.“ Að sögn Gylfa er ekki búið að taka ákvörðun um framhaldið en það verð- ur skoðað á næstunni. Fær engar bætur Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í gær íslenska ríkið, Kópavogsbæ og húsfélög fjölbýlishúss af tæplega þriggja milljóna króna skaðabóta- kröfu konu sem dottið hafði í hálku við Heilsugæslustöðina í Kópavogi veturinn 1999. Konan rann til í hálku á göngusvölum sem tilheyra fasteign- inni, en þar hafði hálkublettur mynd- ast vegna leka frá vatnsrennu. Hún ökklabrotnaði við fallið og hlaut í framhaldi 20% varanlega örorku. Stefnan byggðist á að líkamstjón konunnar mætti rekja til stórfellds gáleysis húseigenda og stórfellds van- búnaðar á fasteigninni. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að atvikið mætti rekja til óhappatilviks og því vorú all- ir stefndu sýknaðir.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.