blaðið - 10.06.2005, Page 10

blaðið - 10.06.2005, Page 10
tárinu Haihí fnmin Gísli Öm Garðarsson við æfingar hjá Cirkus Cirkör Nýtft afl í íslensku leikhúslífi magnus@vbl.is Leikarar úr leikhópnum Vesturport, sem vakti heimsathygli með sér- stakri útfærslu á Rómeó og Júlíu, eru nú staddir í Svíþjóð þar sem þeir eru í æfingabúðum á vegum Cirkus Cirkör. Nýstárleg uppsetning „Eg kem heim í kvöld," segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem stadd- ur er í Stokkhólmi, en tilgangur ferðarinnar var undirbúningur fyrir nýstárlega uppsetningu hans á leikritinu Woyzeck eftir Georg Buchner. „Einmitt núna er Nína a.m.k. ekki séð þessa hluti fram- kvæmda á íslandi áður. Nína Dögg Filippus- dóttir í teygjustökki föstudagur, 10. júní 2005 I blaðið Dögg að fara að henda sér niður úr ellefu metra hæð í teygju," segir Gísli og skellir upp úr þegar hún lætur sig flakka með viðeigandi hrópum og köllum. „Við erum að æfa okkur í teygjustökki núna en Cirkus Cirkör er sirkusskóli frá Svíþjóð - sá sami og er með sýningu á Listahátíð í Borg- arleikhúsinu um næstu helgi.“ íslenskir leikarar til London „Við erum að læra ný og betri áhættu- atriði til að nota í Woyzeck, sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í september. Upphaflega erhugmynd- in tilkomin þannig að menn frá Barb- ican-leikhúsinu höfðu samband við mig og báðu mig um að stýra fyrir sig Woyzeck-uppfærslu. Hjólin snerust svo þannig að Þorsteinn S. Ásmunds- son og Guðjón Pedersen úr Borgar- leikhúsinu sýndu henni svo mikinn áhuga að það var ákveðið að hafa fyrst sýningu á íslandi en síðan setj- um við hana upp í Barbican í Lond- on og flestir ef ekki allir leikararnir verða íslenskir," segir Gísli en sumar- ið hans fer nánast algerlega í vinnu og undirbúning eftir gríðarlega anna- saman vetur. „Maður á þá bara gott frí inni einhvern tíma seinna,“ segir hann og hlær en Vesturport er um þessar mundir að ljúka sýningum á Rambó VII í Þjóðleikhúsinu. Kröftugri áhættuatriði en í Rómeó og Júlíu Hann segist sannfærður um að Woyzeck-uppsetningin slái við Rómeó og Júlíu í áhættuleik. „Það er alveg á hreinu. Eins og þetta lítur út Ar'AilUM RAdSKÁRSVERÐLAU NA BRIAN GRAZER Myndin var tekin ó 6 dögum fyrir 25.000 dali Ríkisstjórnin vildi ekki að þú sæir myndina Hún var bönnuð í 23 ríkjum Myndin halaði inn 600 milljónir dala ó heimsvísu Hún er arðsamasta mynd kvikmyndasögunnar. FRUMSYND I DAG^ núna þá erum við ekkert að fara að slaka á í þeim efnum og við æfum al- veg þangað til við frumsýnum," segir Gísli og tekur fram að hann sé með brennandi áhuga á loftfimleikum. „Ég hef bara svo mikinn áhuga að tengja þessi listform þannig að á með- an maður er fastur í því þá hamrar maður járnið meðan það er heitt.“ Nýjung á íslenskum leiksviðum „íslenskir leikhúsgestir hafa örugg- lega ferðast um allan heim og séð þetta allt áður - við erum ekkert að fmna upp hjólið í þessum efnum, eins og margir hafa vilj að halda fram,“ seg- ir Gísli hógvær. „Við leikararnir er- um samt að gera hluti sem við höfum ekki gert áður. Ég hef a.m.k. ekki séð þessa hluti framkvæmda á íslandi áð- ur - ekki þessar útfærslur sem við er- um að læra núna sirkuslega séð. Það er kannski þess vegna sem það er svo gaman að takast á við loftfimleikana því þeir eru manni svo framandi. Svo getur vel verið að einhverjir hafi séð þetta oft áður og finnist því ekkert varið í þetta - en það kemur mér ekk- ert við,“ bætir Gísli glaðbeittur við og hlær og heldur aftur til æfinga. ■ I a i i a a a a a a +

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.