blaðið - 10.06.2005, Síða 15
Hin fjölhæfa
Bancroft
„Það gerist meira í andliti hennar á
tíu sekúndum en í andliti flestra
kvenna á tíu árum,“ sagði leikstjór-
inn Arthur Penn um Anne Banc-
roft. Þessi hæfileikaríka og greinda
leikkona lést fyrr í vikunni, 73 ára
gömul. Banamein hennar var krabba-
mein. Á hálfrar aldar ferli hlaut hún
mikið lof fyrir leik sinn: Óskarsverð-
laun, tvenn Tony-verðlaun, BAFTA-
verðlun og Emmy-verðlaun. Leik-
stjórinn Richard Attenborough lýsti
henni sem „mestu leikkonu sinnar
kynslóðar“.
Sankaði að sér verðlaunum
Hún fæddist í Bronx í verkamanna-
fjölskyldu ítalskra innflytjenda árið
1931 og fór að leika á unga aldri.
Hún lék í fyrstu kvikmynd sinni
árið 1952 og á fimm árum lék hún
í fimmtán kvikmyndum. Hún var
afar óhamingjusöm á þessum tíma,
í slæmu hjónabandi og sagðist sjálf
hafa drukkið of mikið. Eftir skilnað
við mann sinn tók hún að blómstra
sem leikkona. Hún vakti mikla
athygli fyrir leik sinn á sviði í Two
for the Seesaw þar sem hún lék á
móti Henry Fonda og fékk Tony-
leiklistarverðlaunin fyrir leik sinn.
Næsta ár lék hún Annie Sullivan,
kennara hinnar ungu og blindu He-
len Keller í The Miracle Worker
árið 1962 og fékk Tony verðlaunin.
Verkið var kvikmyndað árið eftir og
hún hreppti Óskarinn fyrir leik sinn.
Hún var tilnefnd á ný til Óskarsverð-
launa árið 1964 fyrir myndina The
Pumpkin Eater, hlaut verðlaun á
Cannes fyrir leik sinn í myndinni og
sömuleiðis BAFTA-verðlaunin.
Ódauðleg sem frú Robinson
Frægasta hlutverk hennar var sem
frú Robinson í The Graduate þar
sem hún táldró hinn unga Dustin
Hoffman svo eftirminnilega að allt
sem hún gerði á ferlinum eftir það
féll í skuggann af frammistöðu henn-
ar. Leikur hennar sem frú Robinson
sýndi að hún hafði sterka tilfinningu
fyrir gamanleik en sú hlið hennar
fékk ekki nægilega oft að njóta sín á
kvikmyndatj aldinu.
Leikkonan og æringinn
Hún giftist árið 1964 gamanleikar-
anum og leikstjóranum Mel Brooks,
sem var gyðingur. Þegar hann sagði
móður sinni að hann ætlaði að kvæn-
ast ítalskri-amerískri kaþólskri
stúlku svaraði hún: „Komdu með
hana í heimsókn. Ég verð í eldhús-
inu - með höfuðið inni í ofninum." Fó-
ir áttu von á því að hjónaband hinnar
fjölhæfu leikkonu og áhyggjulausa
æringjans myndi endast, jafnólík og
þau voru, en hjónabandið þótti eitt
hið hamingjuríkasta í bandaríska
skemmtiiðnaðinum. Þau eignuðust
einn son, Maximilian.
GILDIR
r • •
I OLL
■TLUNARFLUG
CELANDAIR
PUNKTAÐU
NIÐUR
FERÐALAGIÐ
Nú bjóðast fleiri tækifæri fyrir handhafa Vildarkorts VISA
og lcelandair til þess að nota Vildarpunktana sína þegar
ferðast er til útlanda.
Nú getur þú notað 10.000 Vildarpunkta sem 5.400 l<r.
greiðslu upp í hvaða fargjald sem er, fyrir hvern sem er og
hvenær sem er. Hægt er að nýta punktaúttektina í allt að
eitt ár. Fáðu frekari upplýsingar á www.vildarklubbur.is
og punktaðu ferðina niður um 5.400 kr.
ICELANDAIR
Vildarklúbbur