blaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 2
innlent þriðjudagur, 14. júní 2005 I blaðið Tæknilega auðvelt að lesa tölvupóst starfsmanna Njósnir yfirmanna bitna á saklausum starfsmönnum Ofgnótt ógnar íslensku samfélagi Dæmi eru um að bandarísk stórfyr- irtæki ráði til sín starfsmenn sem eingöngu hafa þann starfa að lesa tölvupóst annarra starfsmanna fyr- irtækisins. Þetta er gert til að reyna að tryggja að oft viðkvæmar trúnaðar- upplýsingar fyrirtækisins leki ekki út. Samkvæmt þeim aðilum í tölvu- geiranum, sem Blaðið ræddi við í gær, hefur heyrst af nokkrum tilfell- um hér á landi þar sem annar aðili hjá fyrirtækinu les tölvupóst starfs- manna. Enginn kannast hins vegar við að sérstakir starfsmenn vinni við slíkt hér á landi. Ástæðan fyrir slíkum njósnum er að fyrirtækin telja sig þurfa að veija sinn hag, enda geta hugmyndir og upplýsingar innan fyrirtækja ver- ið gríðarlega verðmætar fyrir sam- keppnisaðila. Auðvelt að komast fram hjá eftirliti Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd, bendir á að slík- ar njósnir bitni líklega oftast á þeim sem saklausir eru. „Þeir sem eru að reyna að leka upp- lýsingum gera það líklega á annan hátt. Þess vegna er yfirleitt verið að skoða póst saklausra af því þeir sem hafa eitthvað að fela finna einhveija leið til að komast fram hjá slíku eftir- liti,“ segir Þórður. Hann segir að til dæmis sé hægt að stofna nýtt svokallað „hotmail“- netfang en vinnuveitandi getur ekki með nokkru móti lesið tölvupóst sem sendur er í gegnum það. Alltaf óleyfilegt að lesa tölvu- póst starfsmanna Þórður segir skýrt að vinnuveit- anda sé óheimilt að skoða tölvupóst starfsmanna sinna. Þó geti það verið nauðsynlegt í algerum undantekning- artilfellum, til dæmis ef tölvuveira er í tölvupósti og því sé nauðsynlegt að skoða póstinn. Þá þurfi þó að reyna að tryggja að viðkomandi starsfmað- ur sé viðstaddur. Starfsmenn í tölvugeiranum, sem Blaðið ræddi við í gær, benda á að lík- lega sé það helst þegar fyrirtæki eru Hlýtt í höfuðborginni Hitinn fór upp í 16 gráður í höfuðborg- inni í gær, og var dagurinn þar með sá heitasti í sumar. Það er vel þekkt staðreynd að lundarfar íslensku þjóð- arinnar sveiflast í takt við hitastigið á landinu - og því ekki ólíklegt að létt hafi verið yfir Reykvíkingum og nágrönnum í gær. Áfram er spáð hlýju veðri sunnan- lands, þótt gera megi ráð fyrir að hita- tölur verði eitthvað örlítið lægri. PTTehf 1.590.000 kr. • BBSS3B Malarhöfða 2a //110 Reykjavík // sfml 570 9900 // www.flat.la með stórar ráðagerðir á pijónunum sem hætta á upplýsingaleka skapist, og þá um leið að fyrirtæki telji sig knú- in til að fylgjast með starfsmönnum sínum. Þessir sömu aðilar segja að alltaf sé einhver hætta á að tölvupóst- ur sé lesinn því oft og tíðum sé það tæknilega auðvelt. Þeir benda á að ef starfsmenn vilja tryggja sig gagnvart þessu sé einfaldast að nota ekki fyrir- tækistölvuna og fyrirtækisnetfangið til að senda persónuleg skeyti - held- ur frekar bíða þar til heim er komið og nota heimilistölvuna. Samkeppni á markaði erlendra tímarita: Office 1 enn langlægstir Athygli vekur að verð á erlendum tímaritum hefur nær ekkert lækkað á almennum markaði þótt samkeppni á þeim vettvangi hafi aukist verulega fyrir tæpum tveimur mánuðum. Þá hóf skrifstofuvörukeðjan Office 1 eig- in innflutning tímarita og bauð vin- sælustu erlendu tímaritin á verulega hagstæðara verði en tíðkaðist. „Ég get auðvitað ekki svarað fyrir samkeppnina en þeir virðast af ein- hveijum ástæðum ekki vilja keppa við okkur í verði,“ segir Darri Rafns- son, framkvæmdastjóri Office 1. Jíannski menn haldi að þetta sé bara einhver tímabundin tilraun hjá okkur, sem þeir geta staðið af sér, en það er alveg klárt að við erum komnir til að vera á þessum markaði." Hann segir viðtökur neytenda hafa verið vonum framar en tekur fram að þeir selji aðeins tímarit í eig- in búðum en annist ekki innflutning til heildsölu. „Við útilokum þó slíkt ekki í framtíðinni. Næg er eftirspurn- in.“ Að sinni verður því salan aðeins í verslunum Office 1 með einni und- antekningu. „Við bjóðum fólki að ger- ast áskrifendur hjá okkur og þá detta blöðin glóðvolg inn hjá því,“ segir Darri, en áskriftin er gerð um netið. Office 1 flytur inn og selur um 240 titla og fer þeim fjölgandi í viku hverri. Darri segir að burðurinn í söl- unni felist í vikublöðum með umfjöll- unum um frægðarfólk. „En í þessum titlafjölda kennir vitaskuld margra grasa." Um 60-70% íslendinga stunda ekki næga hreyfingu og nýjustu rannsóknir sýna að vandinn snýr ekki síst að börnum og ung- hngum. 53% íslenskra stúlkna og 25% drengja hreyfa sig of lítið „Ef það á að nást árangur í þessu þarf að marka nýja pól- itíska stefnu og skapa skilyrði fyrir breyttum lífsstfl og breytt- um hugsunarhætti," segir Sig- urbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags íslands. Búast má við holskeflu heilsufarsvanda- mála tengdum neysluvenjum íslendinga á næstu árum, verði ekki gripið til stórtækra opin- berra aðgerða. Nánari umfjöllun á síðu 10. Tundurdufl gert óvirkt Duflið var geymt í fiskikassa um borð í Sólborgu. Tveir starfsmenn sprengjudeild- ar Landhelgisgæslunnar héldu til Reyðarfjarðar um helgina til að gera tundurdufl óvirkt. Það var skipstjórinn á Sólborgu ÞH-270 sem hafði samband við gæsluna á sunnudagsmorgun og tilkynnti að tundurdufl hefði komið upp með veiðarfærum skipsins, en skipið var þá statt í mynni Reyðarfjarðar. Frá þessu er sagt á heimasíðu Landhelgis- gæslunnar. Starfsmenn gæslunnar héldu þegar austur á land og voru komnir til Reyðarfjarðar seinni- partinn. Fóru þeir út í Sólborgu og gerðu duflið óvirkt en í kjöl- farið var það tekið í land, flutt til Eskiflarðar og brennt. o Heiðsklit 0 Lóttskýjað * Skýjað £ Alskýjaö ' '' Rigning, HOIsháttar '//' Rlgning Suld Snjókoma -:*ý Slydda '*j Snjóél skúr Amsterdam 18 00 é 0 . Barcelona 22 Berlín Chicago 22 25 Frankfurt 19 Hamborg 19 Helsinki 17 Kaupmannahöfn 17 London 19 Madrid 27 p Mallorka 29 Montreal 21 New York Orlando 25 24 16Yk Osló París 12 21 Stokkhólmur 16 Þórshöfn 9 Vfn 27 Algarve 23 Veðurhorfur i dag kl: 12.00 Dublin 15 Veðursíminn Glasgow 11 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands / / 6° - ; 8«0 P

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.