blaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 4
þriðjudagur, 14. júní 2005 I blaðið
í gær mómælti Náttúruvaktin fyrir utan
Nordica-hótelið en þar fór fram heims-
ráðstefna um áliðnað þar sem iðnaðar-
ráðherra og fulltrúi Landsvirkjunar voru
meðal fyrirlesara.
farið undir iðnað og framkvæmdir,"
sagði Arna Ösp.
Mengaðasta svæði Norður-Evr-
ópu
Aðspurð um væntingar og tilgang
mótmælastöðunnar segir Arna hann
vera að opna aftur fyrir umræðuna.
„Við viljum vekja athygli fólks í
öðrum löndum á þessu, við viljum
stöðva fyrirætlaðar stóriðjufram-
kvæmdir ríkisstjórnarinnar sem
munu leiða til þess - ef allt gengur
að óskum ríkisstjórnarinnar - að
Faxaflóasvæðið verður mengaðasta
Tjaldbúðir við
Kárahnjúka
Vilja stöðva virkjanabrjál-
æði ríkisstjórnarinnar
Við ætlum
ekki að
bíða eftir
að fleiri
álver verði
reist og
fleiri jökul-
ár virkjað-
ar heldur
byrjum á
Kárahnjúk-
um.
svæði Norð-
ur-Evrópu
áður en langt
um líður. Við
ætlum ekki
að bíða eftir
að fleiri álver
verði reist og
fleiri jökulár
virkjaðarheld-
ur byrjum á
Kárahnjúk-
um og viljum
með því mót-
mælastóriðju-
stefnu ríkis-
stjórnarinnar
og eyðilegg-
ingu á nátt-
úru okkar
fyrir græðgi
erlendra stór-
fyrirtækja."
Hún segir engan veginn vera of
seint í rassinn gripið þar sem 90%
skaðans verður ekki
fyrr en vatni
verður hleypt
í Hálslón árið
2007.
Alþj óðlegum mótmælendabúðum verð-
ur slegið upp í sumar á því svæði sem
ætlað er að fari undir Hálslón. Tjald-
búðirnar eru ætlaðar fólki sem vill
koma á framfæri mótmælum sínum við
virkjunarframkvæmdirnar og boðið
verður upp á flölbreytta menningar-
dagskrá, fræðslufundi og gönguferðir
með leiðsögumönnum. Arna Ösp Magn-
úsardóttir, sem ásamt fleirum kemur
að tjaldbúðunum, segir að engin sam-
tök standi að þeim heldur íslenskir og
erlendir einstaklingar sem vilja koma
mótmælum sínum á framfæri, þannig að
hver komi með eigin hugmyndir. Hún
segir hundruð manna hafa lýst yfir
áhuga á að koma en erfitt sé að segja
til um hversu margir muni koma þeg-
ar upp er staðið.
Inniheldur
1%
vatnsleysanlegar
trefjar
Alheimsvandamál
„Við lítum á þetta sem vandamál sem varðar alla
íbúa jarðarinnar og þess vegna finnst okkur ekkert
að því að kalla á hjálp erlendra náttúruverndarsinna
sem líta líka á þetta sem sína baráttu. Margir þeir Bret-
ar sem ætla að koma hingað þekkja hvað það er að missa
alla náttúru landsins. Þar eru engin græn svæði því allt er
Minni
hagvöxtur
L»nds(t»mleit>íl«. bf*mlng fri sam* f|óriungl irl ibur
Menntaskólinn
á Egilsstöðum
stækkar
Allir leggist á eitt gegn umferðarslysum
Efla þarf löggæslu
T[
JLuiUÍij
1F00 4F 00 3F01 2F02 1F03 4F 03 3F 04
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra og Soffia
Lárusdóttir, forseti bæjarstjóm-
ar Fljótsdalshéraðs, tóku í gær
fyrstu skóflustunguna að nýrri
kennslu- og stjómunarálmu við
Menntaskólann á Egilsstöðum.
Samið hefur verið við Tréiðjuna
Eini um framkvæmd verksins
og er verktakakostnaður um 190
milljónir króna. Stefnt er að því
að byggingu verði að fullu lokið
haustið 2006. Stærðhennar verð-
ur um 1.067 fermetrar og verður
heildarstærð skólahúsanna með
þessari viðbót hátt á sjötta þús-
und fermetra.
Á neðri hæð verður fyrirlestra-
salur með sætum fyrir 80 manns,
fjarfundastofa og tölvustofa, auk
tæknirýmis, geymsluherbergja
o.fl. Á efri hæð verður stjómun-
ar- og skrifstofurými, vinnuað-
staða kennara og auk þess tvær
almennar kennslustofur og her-
bergi fyrir hópvinnu nemenda.
loftkœling
Verö frá 49.900 án vsk.
Brýnt er að allir leggist á eitt til að
koma í veg fyrir umferðarslys í sum-
ar. Þetta kemur fram í ályktun sem
Umferðarráð gerði á síðasta stjórnar-
fundi sínum.
Þar er minnt á að fram undan sé
álagstími á vegum landsins og að
reynslan sýni að flest alvarlegustu
umferðarslysin verði á þjóðvegum ut-
an þéttbýlis að sumarlagi.
Til þess að breyting verði á þarf að
mati Umferðarráðs að auka löggæslu
á vegum og bæta vegmerkingar - áróð-
ur og fræðsla þarf að vera mikil - en
fyrst og fremst þarf hver einasti veg-
farandi að vera meðvitaður um þá
miklu ábjTgð sem fylgir þátttöku í
umferðinni. Ökumaður, sem fer var-
lega og eftir settum reglum, er ekki
einungis að minnka áhættu sína og
farþega sinna heldur allra annarra í
umferðinni.
Hagvöxtur reyndist 2,9% á fyrsta
ársfjórðungi og er það minnsti hag-
vöxtur sem mælst hefur á einum
ársíjórðungi frá samdráttarárinu
2002. Þetta kom fram í Morgunkorni
íslandsbanka í gær. Hagvöxturinn er
lítill í samanburði við það sem spáð
hefur verið fyrir árið í heild. Seðla-
bankinn spáir til dæmis 6,6% hag-
vexti yfir árið en Fjármálaráðuneytið
spáir um 5,5% hagvexti.
Dregið hefur úr hagvexti frá síð-
asta fjórðungi þegar hann reyndist
4,2% en mestur var hann 7% á þriðja
ársfjórðungi í fyrra. Helstu breyting-
ar eru að í stað tiltölulega kröftugs
vaxtar í útflutningi í fyrra hefur nú
tekið við samdráttur.
Vaxandi ójafnvægi hagkerfisins
kemur einna best fram í hinum mikla
viðskiptahalla sem var á fyrsta árs-
fjórðungi 14% af landsframleiðslu.
Ammoníak
hreinsað
Lagarfoss kom til hafnar að Grundar-
tanga í gærmorgun eftir að gat kom á
gám, sem innihélt ammoníak, undan
ströndum Skotlands. Eins og sjá má
var viöbúnaður á svæðinu töluverður en
tíu eiturefnakafarar voru til staðar, auk
lögreglu og slökkviliðs.
Minningarreitur
vígður í Súðavík
Reitur til minningar um þá sem
fórust í snjóflóðinu í Súðavík ár-
ið 1995 var vígður um helgina,
og voru um 150 manns viðstadd-
ir athöfnina. Það var séra Magn-
ús Erlingsson sem vígði reitinn.
Við athöfnina var lagður blóm-
sveigur á reitinn til minningar
um þá sem fórust.
Það var Pétur Jónsson lands-
lagsarkitekt sem útfærði reit-
inn út frá hugmyndum heima-
manna. Minningarreiturinn
er hlaðinn bogi og innan hans
eru sex slípaðir granítsteinar,
einn fyrir hverja íjölskyldu sem
missti ástvini í snjóflóðinu. Fyr-
ir miðju er kross og minnisvarði
með áletrun.
Samdráttur í
ibúðalánum
Bankarnir gáfu út ibúðalán að
andvirði 18 milljarða króna í
maí, samkvæmt tölum frá Seðla-
banka íslands, og hafa útlán
þeirra verið að minnka síðustu
þrjá mánuði. Á sama tíma gaf
Ibúðalánasjóður út lán að and-
virði 6,6 milljarða.
Á þessu ári hafa bankarnir
lánað að meðaltali 20 ma. kr. á
mánuði sámanborið við 30 ma.
kr. í lok síðasta árs. Heildar-
fjöldi íbúðálána bankanna er nú
kominn yfir 20.000 og er meðal-
upphæð hvers láns 10,6 m. kr.
Samkvæmt þessum tölum
virðist enn vera töluvert um að
fólk endurfjármagni eldri lán
án þess að um íbúðaskipti sé að
ræða.
íbúðasjóður lánar u.þ.b. 1/3 af
öllum íbúðalánum af markaði.
Jón í Færeyjum
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, situr
nú árlegan fund norrænna heil-
brigðis-og félagsmálaráðherra,
sem haldinn er í Þórshöfn í Fær-
eyjum. Á dagskrá fundarins eru
tvö meginmálefni til umræðu.
í fyrra lagi starfsemi fijálsra
félagasamtaka á sviði velferðar-
mála á Norðurlöndum og frjálst
framtak einstaklinga, félaga-
samtaka og stofnana sem starf-
andi eru á þessu sviði. í síðara
lagi ræða ráðherrarnir framtíð
samvinnu Norðurlandanna á
sviði heilbrigðis- og félagsmála.
Auk þessa ræða norrænu ráð-
herrarnir áfengisstefnu Norður-
landanna, norræna viðbragðs-
áætlun á sviði smitsjúkdóma og
nánari samvinnu á þessu sviði,
og gæði á heilbrigðissviði Norð-
urlandanna.
Grillveisla í
Blóðbankanum
í dag er alþjóðlegi blóðgjafadag-
urinn haldinn hátíðlegur um
allan heim en hann er haldinn
á afmælisdegi Karls Landstein-
er, sem uppgötvaði blóðflokka-
kerfið um þar síðustu aldamót. í
dag eru blóðgjafar heiðraðir fyr-
ir óeigingjarnt starf með því að
Blóðgjafafélagið grillar pylsur
í garði Blóðbankans, auk þess
sem Og Vodafone, aðalstyrkt-
araðili bankans, stendur fyrir
leikjum. Veislan stendur milli
klukkan 11 og 15 í dag og vonar
starfsfólk Blóðbankans að sem
flestir sjái sér fært að mæta.