blaðið - 14.06.2005, Side 6

blaðið - 14.06.2005, Side 6
þriðjudagur, 14. júní 2005 ! blaðið Turfle wox POUSHING WAX Contam mfí H/jí Mí/ícríj/’SJmíjJí ittrzme Shint aad rrotjxtmm with UV Inhibitors Lnts throvgh moitks vt'WM Wtalhtritg atd WashmgJKM Tafir á flugi lcelandair: 530 fengu frímiða í sárabætur Miklar tafir hafa orðið á flugi Ice- landair til og frá San Francisco und- anfama daga vegna vélarbilunar í einni þotu félagsins. Töfðust um 530 manns í allt að einn og hálfan sólarhring, en Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við Blaðið að þeir hefðu allir fengið frímiða frá flugfélaginu í sára- bætur. „Það er auðvitað óttalega leiðinlegt þegar svona kemur fyrir og getur valdið viðskiptavinum okkar talsverð- um óþægindum. Þess vegna fannst okkur rétt að gefa þeim frímiða að eigin vali,“ segir Guðjón. Að sögn Guðjóns má ekki rekja tafirnar til neins ann- ars en óheppilegra tilviljana. „Það var ólán sem olli þessum miklu töfum. Réttur varahlutur var ekki til á lager, það reynd- ist óvenju erfitt að hafa uppi á honum og koma honum á staðinn, þannig að töfin vatt talsvert upp á sig.“ Töf vélarinnar hafði mikil áhrif því farþegar biðu hennar bæði á íslandi og vestur í Kaliforníu. Þá þurfti að fella niður flug til Berlín- ar í gær, sem gert hafði verið ráð fyrir að þessi vél færi í. Farþegarnir voru langflest- ir af erlendu bergi brotnir en íWmiðamir gilda fram og til baka á öllum leiðum Icelanda- ir næstu tvö ár. Segir Guðjón farþegana flesta hafa tekið töfinni af þohnmæði en þeir fengu inni á hótel- um meðan beðið var. Einnig var þeim boðið í Bláa i’ónið og önnur dægra- stytting. Aðgangur að vatni eru grundvallarmannréttindi. Drykkjarvatn eru mannréttindi Hæ, hó, jibbí-jei Sautjándinn að smella saman Dagskrá 17. júní í Reykjavík er tilbú- in og verða í ár þau nýmæli að hún mun standa yfir óslitið milli klukkan 10 og 22. Eins og gefur að skilja verð- ur dagskráin mun viðameiri fyrir vik- ið og kennir ýmissa grasa í þeim efn- um. Að venju verða sumarleiktæki í Hljómskálagarðinum, dansleikur á Ingólfstorgi, tónleikar við Arnarhól, Jón Sigurðsson fær sinn blómsveig, fjallkonuræðan verður ljóð eftir Vil- borgu Davíðsdóttur, skrúðganga og sölutjöld verða, auk fjölmargra ann- arra atriða. Þau verða á bilinu 70- 100 talsins, og flest með fleiri en einn Páll H. Hannesson, alþjóða- fulltrúi BSRB, kynnti nú um helgina tiUögu banda- lagsins um breytingu á stjómarskrá íslands, en það gerði hann á málþingi sem haldið var á vegum stjórnarskrárnefndar. Stjórn BSRB hefur lagt þá tfllögu fyrir stjórnar- skrárnefnd að aðgangur að drykkjar- vatni teljist mannrétt- indi og að eignarhald á vatni skuli jafnan vera samfélags- legt. Enn- fremur að það skuli bundið í stjórnarskrá lýð- veldisins. BSRB skírskotar beint til samþykktar Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2002 og er ísland aðUi að henni. Samkvæmt henni telst aðgangur að vatni til grundvallarmannréttinda. Sérhver maður skal þess vegna eiga rétt á og vera tryggður nægilegur og öruggur aðgangur að hreinu drykkjar- vatni á viðráðanlegu verði, auk vatns til hreinlætis og heimilishalds. Fara skal með vatn sem félagsleg og menn- ingarleg gæði, en ekki skal litið á vatn sem hveija aðra verslunarvöru. Þess skal gætt að framkvæmd sé sjálfbær og þannig tryggt að réttindin megi raungera fyrir kynslóðir nútíðar sem og framtíðarinnar. Það er skylda stjórnvalda að tryggja þegnum sín- um þennan rétt án mismununar. Það er því ljóst að íslensk stjórnvöld hafa hér tekið sér skyldur á herðar. þátttakanda þannig að bú- ast má við því að meira en 500 manns verði í sviðsljósinu þann daginn. Stór nöfn munu stíga á svið 17. júní og má m.a. nefna Halldór Ásgríms- son, Selmu Björns- dóttur, hljómsveitina Mínus, Kalla á þakinu, írafár, leik- hópinn Perluna, Nylon, Stuðmenn, Gunna og Felix, og svo mætti lengi telja. Uppákomur verða einnig víðs vegar um miðbæinn en þar ber helst á trukkadrætti í Vonarstræti, tónleik- um í Ráðhúsinu, fombílasýningu á Hafnarbakkanum og siglingamóti á sundinu fyrir utan Sæbraut. Þjóðhátíðarnefnd hvetur fjölskyld- ur til að skemmta sér saman og hefur því ákveðið að hafa skemmti- dagskrána jafnlanga og venjulega en hætta henni fyrr svo hún skarist minna við næturlíf miðborgarinnar og færri unglingar verði strandagló- par í miðbænum. Einkaneysla óx um 9,4% Einkaneysla er talin hafa vaxið um 9,4% á fyrsta ársfjórðungi og er það mesta aukning sem ver- ið hefur á einum ársfjórðungi und- anfarin fimm ár. Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstofu íslands, sem gefin voru út í gær. Meginhluta þessa vaxtar má rekja til kaupa á innflutt- um vörum og þjónustu. Vöxtur fjárfestinga er mun meiri á 1. ársfjórðungi en verið hefur og er hún áætluð 24% meiri en á sama fjórðungi fyrra árs. Samneyslan óx um 3,9% og er það svipaður vöxtur og verið hefur undanfarin ár. Þjóðarútgjöld vaxa um 11,1% Þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, eru talin hafa vaxiðum 11,1%. Benteráaðinnflutn- Útflutningur dregst saman, m.a. vegna minni útflutnings á sjávarafurðum. ingur haldi áfram að aukast, nú um 17,7%, en stöðugur vöxtur hefur ver- ið í innflutningi frá seinni hluta árs 2002. Útflutningur dróst hins vegar saman um 3%, en þar vegur þyngst minni útflutningur á sjávarafurðum. Sex dæmd fyrir fíkniefnainnflutning í gær dæmdi Héraðsdómur Reykja- ness fimm karla og eina konu á aldr- inum 22-42 ára til fangavistar fyrir fíkniefnainnflutning. Efnin voru flutt inn með íslandspósti frá Rotterdam í Hollandi en lögreglan komst á snoðir um innflutninginn og skipti efnunum - sem voru dulbúin sem kerti - út fyrir tálbeitu. Með símahlerunum komst lögreglan að því að þrír hinna dæmdu biðu eftir sendingu frá út- löndum. Tveir menn voru dæmdir til tveggja ára fangavistar, ein kona var dæmd til sex mánaða skilorðsbund- innar refsingar og þrír aðrir til 12-21 mánaðar refsivistar í fangelsi. Efnin sem um ræðir voru um 1.000 töflur af amfetamíni og rúm 130 grömm af kókaíni sem voru fal- in í vaxkertum. Einnig þurftu hinir dæmdu að borga laun verjenda sinna en þau nema allt að 350 þúsundum króna. Tvö færeysk fyrirtæki í Kauphöllina Stjórn Kauphallar íslands hefur samþykkt aðild Föroya Spari- kassi P/F að Kauphöllinni en fyr- irtækið er stærsta fjármálafyr- irtæki Færeyja. Einnig verður olíufélagið P/F Atlantic Petrole- um í Þórshöfn skráð á aðallista Kauphallarinnar á morgun. Innan vébanda Sparikassans eru fasteignasalan INNI P/F og fjárfestingarbankinn Eik Bank Danmark A/S, sem er aðili í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Félagið er aðili að Virðisbræva- marknaður Fproya, sem gerði samstarfssamning við Kauphöll íslands um skráningu færeyskra verðbréfa. Atlantic Petroleum er fyrsta skrefið í því og má búast við að verðbréfaviðskipti í Fær- eyjum aukist í kjölfarið. Gönguferðir á Esjuna á ffmmtudögum í sumar Ferðafélag íslands stendur fyr- ir gönguferðum á Esjuna alla fimmtudaga í sumar og er þátt- taka öllum velkomin þeim að kostnaðarlausu. Ferðirnar eru farnar klukkan 19.15 á fimmtu- dagskvöldum og er gengið frá Mógilsá þar sem leiðsögumaður tekur á móti hópnum og færir hann í hlíðar Esjunnar. Ferðafélagið stendur einnig fyrir Esjuhappdrætti í sumar í samvinnu við Nýju skátabúð- ina og SPRON. Happdrættið er þannig að allir sem skrifa nafn sitt í gestabók Ferðafélagsins á Þverfellshorni taka þátt og geta átt von á gönguskóm í vinning. Dregið er úr hópi þátttakenda vikulega og tilkynnt um vinn- ingshafa á heimasíðu félagsins, www.fi.is. Samfylkingarfélagið í Reykjavík: Ábyrgðarlaust að hætta R-lista samstarfi í fyrradag samþykkti stjóm Samfylkingarfélagsins í Reykja- vík ályktun þess efnis að Sam- fylkingin eigi að ganga til við- ræðna um endurnýjað samstarf innan Reykjavíkurlistans. Segir í ályktuninni að það væri ábyrgðarlaust og óskynsamlegt að hætta því samstarfi sem hafi verið í gangi síðustu þrjú kjör- tímabil. Stjórnin hefur fulla trú á því að saman geti gengið, bæði um menn og málefni, og vísar í þeim efnum meðal annars til um- ræðna og skoðanaskipta borgar- fulltrúa Reykjavíkurlistans um skipulagsmál undanfarnar vik- ur. Og fjarskipti úr úrvals- vísitölu Fyrirtækið Og fjarskipti upp- fyllti ekki skilyrði Kauphallar Islands um birtingu fréttatil- kynninga á ensku í 90% tilvika og hefur því verið fjarlægt úr úrvalsvísitölu Kauphallarinnar. Félagið birti fréttatilkynningar í 86% tilfella á ensku og fylgdi því ekki reglum Kauphallarinnar en er velkomið á lista úrvalsvísi- tölunnar að sex mánuðum liðn- um, þegar málin verða skoðuð að nýju.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.