blaðið - 14.06.2005, Qupperneq 11
blaðið I þriðjudagur, 14. júní 2005
Framtíðar-
notkun NMT-síma
í fréttatilkynningu sem Póst- og fjar-
skiptastofnun sendi ffá sér hyggjast
starfsmenn stofnunarinnar afla sér
upplýsinga á næstu mánuðum um
heppilegustu framtíðamotkun þess
tíðnisviðs sem notað er fyrir NMT-
farsímaþjónustu.
Síminn hefur rekið NMT-kerfið
ffá árinu 1986 en rekstrarheimild
þess rennur út 31. desember 2007, að
því er ffam kemur á heimasíðu Neyt-
endasamtakanna.
Samkvæmt rekstrarleyfi Símans
getur Póst- og § arskiptastofnun frest-
að lokun NMT-kerfisins í allt að tvö
ár, ef það þykir þjóna hagsmunum
neytenda.
Póst- og fjarskiptastofnun telur
ekki rétt að taka ákvörðun um rekstr-
arlok fyrr en sjónarmið hagsmunaað-
ila um ffamtíðarnotkun tíðnisviðsins
hafa komið fram.
Lesendabréf
Eftirfarandi bréf barst Blaðinu fyrir
skemmstu. Höfundur er starfandi líf-
fræðingur en vill ekki láta nafns síns
getið.
„Sæll. Las löngu tímabæra grein
þína á neytendasíðu blaðsins í dag.
Villandi merkingar á umbúðum,
sem flestar höfða til heilsu og holl-
ustu - því hver vill ekki heilsu og
hollustu - eru með vafasamari mark-
aðsbrögðum nú til dags, því oftar en
ekki er ekkert á bak við fullyrðing-
amar annað en fleiri fullyrðingar.
Fæðubótarefnin og „heilsuvörurn-
ar“ minna helst á auglýsingar far-
andsölumanna ffá aldamótunum
þarsíðustu í Bandaríkjunum, sem
prönguðu svartolíu í flöskum ofan í
gmnlausa kaupendur sem keyptu
þetta náttúruefni sér til heilsubóta,
við skalla o.s.ffv. o.s.frv., uns menn
fundu önnur og betri not fyrir olíuna.
Heilsuvörugeirinn notar fullyrðing-
ar um vörur sínar sem voru fáséðar
fyrir nokkrum árum, og án þess að
þurfa að sanna mál sitt. Menn ýmist
trúa fullyrðingunum blint eða missa
trúna á öllum geiranum eins og er að
gerast í Bretlandi, sbr. ffétt í Frétta-
blaðinu 31. maí. Þetta hefur ýtt und-
ir það að neytendur missa fótanna,
fyllast óöryggi og hræðslu sem heltek-
ur líf þeirra. Það ku vera komið heiti
á fyrirbrigðið; menn greinast með or-
thorexiu, sbr. anorexíu, sem er víst
eins konar rétttrúnaðarneysla sem
leggst á sálina hjá viðkomandi og lýs-
ir sér í öfgum, s.s. að borða einungis
lífrænt eða sjálfdautt eða hvað þetta
nú er allt saman, og lífið snýst um að
verða sér úti um „réttu“ matvælin.
Það er full ástæða til að benda á nýju
fótin keisarans á þessum markaði
heilsufullyrðinganna sem styðjast
yfirleitt í besta falli við hjávísindi.
Ég bendi á athyglisverða grein í
Læknablaðinu 2002/88 (bls. 2, 89-
297) eftir Ólöfu Þórhallsdóttur,
Kristínu Ingólfsdóttur (rektor HÍ) og
Magnús Jóhannsson, um aukaverk-
anir og milliverkanir náttúruvara og
fæðubótarefna. Þar eru sláandi niður-
stöður um „heilnæmi" sumra afurða
út frá íslenskum upplýsingum. Auð-
vitað eiga fullyrðingar um hollustu
að eiga sér stoð í niðurstöðum rann-
sókna en ekki óskhyggju ffamleið-
enda eða dreifiaðila. Annars er eins
gott að sleppa öllum merkingum.
Vonandi sér maður fleiri gagn-
rýnar greinar um þessi mál!
Góðar stundir.“
ytendur 11
Bensínið ódýr-
ast í Orkunni
í könnun á vegum Blaðsins, sem
fram fór í gær, kom 1 ljós að verð á
95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu
var dýrast á sölustöðvum Esso í Borg-
artúni og á Ártúnshöfða. Þar kostaði
bensínlítrinn 107,70 kr. Orkan var í
öllum tilfellum með lægsta eldsneyt-
isverðið en þar kostaði lítrinn 105,10
kr.
Nákvæmlega sama verð var á 95
oktana bensíni á öllum stöðvum ÓB,
Ego og Atlantsolíu sem kannaðar
voru. Aðeins munaði einum eyri á
lítraverði þeirra og Orkunnar. Ork-
an mældist einnig með lægsta verðið
í síðustu könnun.
Hverjir eru ódýrastir?
Samanburður á verði 95 oktana bensíni
Sprengisandur
105,2 kr.
Kópavogsbraut Óseyrarbraut
105,2 kr. 105,2 kr.
óeGO
Hæðasmári
105,2 kr.
Vatnagarðar
105,2 kr.
Óseyrarbraut
105,2 kr.
Hafnarfjörður
105,7 kr.
Guilinbrú
106,4 kr.
Álfheimar
106,7 kr.
Grafarvogur 105,1 kr. Klettagarðar 105,1 kr. Skemmuvegur 105,1 kr.
ORKAN
rta Amarsmári Bæjarlind Háaleiti
ödýrtbeiuln 105,2 kr. 105,2 kr. 105,2 kr.
Gylfaflöt 106,2 kr. Smárinn 106,7 kr. Laugavegur 106,7 kr.
WSðSpSjppigS!
Gestamóttaka hótelsins er opin alla virka daga og um helgar fró kl. 7.00 - 22.00
Hótel Valhöll Þingvellir lceland Sími: 480 7100 netfang: hotelvalholl@ www.hotelvalholl