blaðið - 14.06.2005, Qupperneq 12
þriðjudagur, 14. júní 2005 I blaðið
Bærinn Porec hefur verið í stöðugri
sókn sem áfangastaður ferðamanna.
Þessi huggulegi litli bær var lengi vel
einkaleyndarmál ítala, en þeir sóttu
þangað í sumarleyfi. Það eitt og sér
ætti að duga sem meðmæli á matar-
gerðarlist Porec-búa en það er ekki
það eina. Fyrir utan mikla og fallega
náttúru og fallega bæi í nágrenni er
Porec ekki áfangastaður fjöldans og
þarf því stutt að fara til þess að kom-
ast í tæri við króatíska menningu og
líferni. Kynnisferðir um skagann eru
í boði, sem og skoðanaferðir og sigling-
ar umhverfis nálægar eyjur. Mikið er
um köfun á svæðinu og farnar skoð-
unarferðir um skipsflök, en mikið
framboð er á sjósporti. Fyrir menning-
arþyrsta er hægt að fara í dagsferðir
til Feneyja eða skoða eufrasísku ba-
sílikuna, en hún er ein af elstu heilu
helgimyndum í heiminum.
Fa9uríálasal
í boði Von Trapp-fjölskyldunnar
Flestir muna eftir hinni söngelsku
Von Trapp-fjölskyldu úr Söngvaseiði,
en þar dönsuðu þau um allt, syngj-
andi og trallandi. Fæstir vita að eft-
ir atburðarás myndarinnar, sem er
byggð á sannsögulegum atburðum,
þurfti Von Trapp-íjölskyldan að flýja
til Bandaríkjanna eins og margir
samlandar þeirra.
Sungu sig inn í land
Von Trapp-fjölskyldan stóð uppi
slypp og snauð í Bandaríkjunum og
eina ráð þeirra var að syngja til þess
að hafa í sig og á. Þau ferðuðust um
gervöll Bandaríkin en Vermont-fylki
vann hug þeirra og hjarta. Þar reistu
þau sveitabýli sem þróaðist með tím-
anum yfir í ferðamannastað; Von
Trapp-skálann.
Austurrísk vin í Vermont-fylki
Leitast er við að endurskapa Týróla-
blæinn í Von Trapp-skálanum, sem
býður upp á „dálítið af Austurrfld
- heilmikið af Vermont", samkvæmt
slagorði. Skálinn er opinn allan árs-
ins hring og býður upp á alls kyns
dægradvöl - allt frá skíðaferðum
og þrúgugöngum á veturna, að hest-
vagnaferðum og tennis á sumrin,
að ógleymdum söfnum og fræðslu
um fjölskylduna sjálfa. Von Trapp-
skálinn verður að teljast kjörinn
áfangastaður fyrir þá sem vilja leggja
lykkju á leið sína til þess að upplifa
bandaríska Týróla-stemmningu og
arfleifð hinnar geðþekku fjölskyldu
úr Söngvaseiði, en nánar má fræðast
um málið á www.trappfamily.com.
Krít
íslendingar hafa vanið
komur sínar til Krítar
undanfarið, en það er
margt sem heillar við
þessa fógru eyju í Mið-
jarðarhafinu. Nálægð
við Grikkland smitar út
frá sér en andrúmsloft
er mjög litað af grískum
áhrifum - grískættuð
tónlist og hefðbundin
Miðj arðarhafsmatseld
gleðja sælkerann. Krít er mjög fjöl-
breytt því þar má finna allt frá snjó-
hvítum ströndum að háum fjöllum.
Einnig er eyjan talin mjög barnvæn,
en vegna smæðar eru veitinga- og
gistihús iðulega fjölskyldurekin. Öll
aðstaða er til fyrirmyndar, og eyj-
unni er talið til tekna að þar þekkjast
svo til engar stórar keðjur. Frá Krít
er meðal annars hægt að fara í dags-
ferðir til Santorini, sem er rómuð fyr-
ir náttúrufegurð. Einnig eru margar
gönguleiðir um eyjuna, en vinsælust
þeirra liggur niður Sa Maria-gljúfrið,
eitt stærsta gljúfur Evrópu. Það ligg-
ur niður að suðurströnd Krítar þar
sem maður getur lagst fyrir, sleikt
sólina og vísað tánum í átt að Líbíu.
Porec
Sjósport í Porec
sokkur
ABEC7
80f
Góð bremsa
Mikið úrval af hjálmum við allra hæfi
Heillandi staðir
Blaðið skoðar heiminn
íslendingar ferðast oftar og meira en nokkru sinni fyrr, óteljandi en íslendingar eru sífellt að uppgötva nýja staði
og ekkert lát virðist á útþrá landans. Áfangastaðirnir eru og endurnýja gömul kynni. Blaðið skoðaði tvo staði.
Afll d /r nr a
Vorum að taka upp nýja sendingu af línuskautum
Á frábæru verði