blaðið - 14.06.2005, Side 24
þriðjudagur, 14. júní 2005 I blaðið
24 menning ;
Frjó skáldsýn
Ljóðskáldið
Halldór Laxness
kolbrun@vbl.is
sjó, 36 Ijóð og Eldhyl, en
fyrir þá bók hlaut Hann-
es íslensku bókmennta-
verðlaunin árið 1993.
í viðtali fyrir nokkrum
árum sagði Hannes Pét-
ursson: „Það veit enginn
hvemig rödd hans hljóm-
ar nákvæmlega því mað-
urinn heyrir rödd sína að
nokkru leyti innan frá.
Það er eins með ljóðin, ég
sé þau ekki utan frá. Það
verða aðrir að dæma um
þau og áhrifin sem þar
birtast.“
Það kemur í hlut Njarð-
ar P. Njarðvík, sem ritar
fróðlegan og vandaðan
inngang bókarinnar, að
skilgreina og leggja dóm
á ljóð Hannesar. Hann
segir á einum stað:
Hannes Pétursson. I inngangi segir Njörður P. Njarð-
vík um Hannes: „Hin frjóa skáldsýn hans heimtar stöð-
ugt nýja viðleitni, auðmýkt hans og óþol knýja hann
áfram og virðast valda því að hann geti aldrei sagt: Nú
er þetta orðið gott, hér mun ég dvelja.“
Hjá Máli og menningu er komin út
bókin Hannes Pétursson. Ljóðasafn. í
bókinni er að finna öll ljóð Hannesar,
auk Kvæðabókar, bækumar I sumar-
dölumj Stund og staðir, Innlönd, Rím-
blöð, Oður um Island, Heimkynni við
„Það er eitt einkenni
Hannesar að hafa aldrei
fundið sér sjónarhæð er
nægir honum til frambúðar. Með
næstum hverri ljóðabók er líkt og
hann segi: Héðan hef ég horft og
reynt að miðla öðram sýn minni, nú
skal haldió áfram lengra að næsta út-
sýnisstað. Leiðin þangað vekur nýja
hugsun og
þaðan munu birtast ný
fjöll og nýir dalir, jafnvel þótt horft sé
yfir sama land... Hin fijóa skáldsýn
hans heimtar stöðugt nýja viðleitni,
auðmýkt hans og óþol knýja hann
áfram og virðast valda því að hann
geti aldrei sagt: Nú er þetta orðið
gott, hér mun ég dvelja.“
A öðram stað segir Njörður: „Hnit-
miðun ljóðsins krefst hófstilltrar
ögunar í hugsun, ögunar sem hefur
jafnan efann að leiðarljósi í leit sinni
að sannleika. Þannig vil ég lýsa ljóða-
gerð Hannesar Péturssonar í sem
fæstrnn orðum.“
■
Mörk
mennskunnar
J>ættimir era þematískt tengdir, alla
um það margræða hugtak skepnu-
skap og mörk mennskunnar, hvenær
hættir maðurinn að vera maður og
verður skepna og hvenær hafa dýrin
mannlega eiginleika," segir Sigurbjörg
Þrastardóttir, höfundar leikþáttanna
Hreindýr og Isbjöm óskast, sem
frumsýndir verða í Listaklúbbi Hafn-
arfiarðarleikhússins miðvikudaginn
15. júní kl. 20, undir hatti menningar-
hátíðarinnar Bjartra daga.
Listin að komast af
„Stundum ekki svo langt á milli manna
og dýra,“ segir Sigurbjörg. „Maðurinn
kann hins vegar ýmis brögð til að
hylma yfir dýrslega eiginleika sína.
Hann klæðir sig í fót, skapar tísku,
semur tónlist og heldur uppi menning-
arlífi. En um leið bærast með honum
ails kyns hvatir sem era náttúralegar
og villtar. Ein af frumhvötunum snýst
um að komast af og birtist kannski
með Qölbreytilegri hætti hjá mönnum
en dýram. Öfund og samkeppni era til
dæmis ekkert annað en hluti af þess-
ari hvöt.“
Skáldverk á leiðinni
Leikarar í sýningimum era Er-
ling Jóhannesson, Jón Páll Eyj-
ólfsson og Elma Lísa Gunnarsdótt-
ir. Leikstjóri er Hilmar Jónsson.
Sigurbjörg er höfundur þriggja ljóða-
bóka, skáldsögu og tveggja leikverka,
sem sett hafa verið á svið, Maður &
kona: egglos og Þrjár Maríur. Hún
vinnur nú að nýju verki og segir að
koma verði í ljós hvort það hti dagsins
ljós fyrir jól. Er þetta skáldsaga? „Um
það er erfitt að segja,“ segir Sigurbjörg
leyndardómsfull.
Hjá Vöku-Helgafelli er komið út
kvæðasafnið Dáið er alt án drauma
og fleiri kvæði eftir Halldór Laxness.
í bókinni era 35 kvæði, flest í fullri
lengd en fáein stytt. Kvæðin era birt
eins og Halldór gekk frá þeim í 5. út-
gáfu Kvæðakvers árið 1992.
Nóg af eyðum
Kvæðakver kom fyrst út í septem-
bermánuði árið 1930, en mörg ljóð-
anna höfðu áður birst í tímaritum.
Bókin var rúmlega 90 blaðsíður, með
stóra letri og enn stærri spássíum.
Skáldið sagði í formála: „Nú geri ég
ráð fyrir því, að einhver muni
spyija, hvers
vegna pappír-
inn sé svona
mikill í þessari
bók í hlutfalli
við ljóðlínurn-
ar. Það er til
þess gert, að
nógar verði eyð-
ur handa lesand-
anum til að yrkja
í sjálfum."
Vinnukona ein,
Ingveldur Ein-
arsdóttir, orti þá
þessa vísu:
Lesið hef ég Kiljanskver;
um kvæðin lítt ég hirði,
en eyðurnar ég þakka þér:
Þær era nokkurs virði.
Feiminn við Ijóðformið
í ævisögu sinni um Halldór Lax-
ness segir Halldór Guðmundsson
um fyrstu útgáfu Kvæðakversins:
„Kvæði Halldórs era misjöfn, þar eru
snilldarlínur, heilsteypt ástar- og
náttúruljóð, útúrsnúningar og klúður
í bland. Halldór var svolítið feiminn
við ljóðformið, það krafðist einlægni
sem hann var smeykur við undir
„Kvæði Halldórs eru misjöfn,
þar eru snilldarlínur, heilsteypt
ástar- og náttúruljóð, útúr-
snúningar og klúður í bland,"
segir Halldór Guðmundsson í
ævisögu sinni um skáldiö.
eigin nafni, og síðar meir
orti hann mörg sín áhrifa-
mestu ljóð í orðastað
sögupersóna sinna. Þeg-
ar hann var kominn í gervi þeirra
hurfu honum látalætin."
Kvæðakver Halldórs Laxness
var endurútgefið íjórum sinnum
með margs konar breytingum og við-
bótum höfundar. í þessari nýjustu
útgáfu af ljóðum Laxness er að finna
mörg þekktustu kvæða hans og þau
sem hafa orðið þjóðinni hjartfólgnust.
Elsta kvæðið, og það fyrsta í bókinni,
var ort sumarið 1918, þegar skáldið
var aðeins 16 ára, en það yngsta og
síðasta er frá árinu 1975.
Þýddar glæpasögur
eftirsóttar í
Bretlandi
Amaldur Indriðason. Mýrin er að koma út í kilju í Bretlandi, þar sem þýddar glæpasög-
ur njóta sívaxandi vinsælda.
Vaxandi áhugi er á þýddum sakamála-
sögum í Bretlandi en fram að þessu
hafa Bretar verið taldir heldur íhalds-
samir í vali sínu á reyfuram og hafa
einblínt á bækur landa sinna. Maxim
Jakubowski, eigandi Murder One,
bókabúðar á Charing Cross sem sér-
hæfir sig í sölu sakamálasagna, segir
að sala á þýddum evrópskum glæpa-
sögum hafi fimmfaldast á síðustu fjór-
um áram.
í grein í The Observer er sagt að
breskir útgefendur leiti að nýjum saka-
málahöfundum í Evrópu og hæfileika
ríkum þýðendum verka þeirra. í grein-
inni, sem Louise France skrifar, era
vangaveltur um að ekki líði á löngu áð-
ur en evrópskar sakamálasögur verði
að framhaldsþáttum, rétt eins og þætt-
imir um Morse lögreglufulltrúa.
Greinarhöfundurinn, Louist
France, er sérstakur aðdáandi Henn
ings Mankell og sögupersónu hans,
Wallanders. Hún hefur eftir breskum
útgefanda Mankells að aðdráttarafl
Wallanders felist að hluta í því að les-
endur hafi móðurtilfinningu gagnvart
honum. Nöldurseggurinn Wallandei'
er sagður vera í góðum félagsskap
annarra lögreglumanna og er Erlend-
ur Amaldai' Indriðasonar þar nefhdur
til sögu - þessir lögreglvunenn geri mis-
tök en séu í eðli sínu heiðvirðir.
Mýrin kom út í Bretlandi í fyrra og
Grafarþögn kom út fyrir skömmu.
Mýrin er einnig að koma út í kilju þar
í landi.