blaðið - 14.06.2005, Síða 26
26 kvikmyn<
þriðjudagur, 14. júní 2005 I blaðið
frAlbksjúra
BOURNEIDENTÍTY
„Skotheid frá A-Ö“
„Afþreying í
hæsta klassa“
★★★ V2 K&F* XFM
- z,
■ v ,i,ÉÍsfa
4
- >oV-| II /\s '1
Brcskur glæpatryllir éljtsoapeir gerflsibestir.
Svartur húmor, ofbeldi og cool tónlist með
Cult, Starsailor, FC Kahuna og Duran Duran.
Fra framieiðendum Lock Stock & Snatch
LAYERCAKE
Mr&
Mrs
REGflBOGinn Smith
SlMI 551 9000
Mr.&
rMrs.
Smith
_ V- :»
400 kr. / bíó! Gllcflr á allar sýnlngar merktar með rauðu
ISýnd kl. 5.30,8 0910.40 Sýnd kl. 4,5,7,8 og 10
Sýnd I Lúxus kl. 8 og 10.40 B.i. 14 ára Sýnd i Lúxus kl. 5 B.1.10 ára
. cfe* ““'TSfö,
Smith #--—bara luxus
„Skotheld írá A-Ö — Afþreying í hæsu klassa'
K8cF - XFM
Frá leikstjóra Bourne Identity
Mr.&
rMrs.«
Smith
Missid elcki af svölustu mynd
sumarsins með heitasta ^^heimsl
•Q
FÓR BEINT Á TOPPINN í USA
SýnJ kl. 6,8 og 10
Batman rís úr gröfinni
Kvikmyndin Batman Begins verður
heimsfrumsýnd á íslandi miðvikudag-
inn 15. júní en það eru
átta ár síðan ofurhetjan
birtist á hvíta tjaldinu í
myndinni Batman & Ro-
bin. Sú mynd féll ekki
vel í kramið hjá gagn-
rýnendum sem rökkuðu
myndina niður fyrir lé-
legt handrit og slappan
leik og sögðu margir að
nú væri hreinlega bú-
ið að jarða hetjuna og
sögu hennar með öllu.
Að sögn gagnrýnenda
tekst Christopher Nolan
þó að bjarga Batman frá
ótímabærum dauða sín-
um með nýjustu mynd-
inni og því ekki hægt að
segja annað en að Wam-
er Bros hafi gert stórleik
með því að skrifa undir
samninginn við þennan
unga leikstjóra.
Saga leðurblöku-
mannsins
Sögu Batmans má
rekja tæp 70 ár aftur
í tímann, en leðurblökumaðurinn
birtist fyrst í 27. bindi teiknimynd-
aseríunnar Detective Comics árið
1939. Síðan þá hafa verið gefnar út
fjölmargar teiknimyndaseríur, sjón-
varpsþættir og kvikmyndir um Bruce
Wayne og baráttu hans gegn glæp-
um í Gotham-borg. Fyrsta myndin,
Batman, í leikstjóm Tims Burton,
kom út árið 1989 og þá var það verk
Michaels Keaton að túlka hlutverk
ofurhetjunnar. Jack Nicholson lék
óvin hans, Jókerinn, og gerði það
alveg hreint frábærlega. Árið 1992
kom myndin Batman Returns sem
Burton sá einnig um að leikstýra og
Keaton var enn í hlutverki Batmans.
í þeirri mynd var erkióvinurinn mör-
gæsarmaðurinn sem áformaði að
taka völdin í borginni. Danny DeVito
túlkaði þá persónu og Michelle Pfeif-
fer lék hina illræmdu kattarkonu.
Joel Schumacher leikstýrði þriðju
myndinni, Batman Forever, og þar
var Val Kilmer ráðinn í hlutverk leð-
urblökumannsins. Tommy Lee Jones
lék Harvey Two-Face, Jim Carrey var
Riddler og Batman fékk nýjan aðstoð-
armann, Robin, sem Chris O’Donnell
lék með fremur slöppum tilbrigðum.
Schumacher leikstýrði einnig Bat-
man & Robin árið 1997 og þá var Ge-
orge Clooney ráðinn í aðalhlutverkið.
Af óskiljanlegri ástæðu var Amold
Schwarzenegger ráðinn í hlutverk
Frosta og Chris OTIonnell hélt áfram
sem aðstoðarmaðurinn Robin. Sér-
leg aðstoðarkona þeirra Batmans og
Robins var síðan Alicia Silverstone í
hlutverki leðurblökustúlkunnar Bat-
girl en Uma Thurman lék hlutverk
hinnar eitruðu
Ivy. Fimmta
myndin, Bat-
man Begins, í
leikstjómChrist-
ophers Nolan, er
nú loks tilbúin
og einungis þrír
dagar þar til að-
dáendur geta
séð hana á hvíta
tjaldinu. í þeirri
mynd fáum við
loks að kynnast
manninum á
bak við ofurhetj-
una og við fáum
einnig svör við því hvers vegna Bruce
Wayne varð að Batman og fór að beij-
ast gegn glæpum í borg sinni.
Stórstjörnur í hverju hlutverki
Það vom margir leikarar tengd-
ir við hlutverk Batmans, eins og til
dæmis Ashton Kutcher, Jake Gyll-
enhal og Billy Gmdrup, en það var
Christian Bale sem náði að sannfæra
framleiðendur um að hann væri rétti
maðurinn. Hann hefur einnig skrifað
undir heilar þijár framhaldsmyndir.
Auk Christians Bale leika í myndinni
Michael Cane, Liam Neeson, Morgan
Freeman, Ken Watanabe, Gary Old-
man og Katie Holmes. Tökur á mynd-
inni hófust á íslandi í mars 2004 og
tökutíminn var sex mánuðir. Auk ís-
lands voru tökustaðir England og Chi-
cago þar sem tökum lauk í september
2004. Myndbálkurinn um Batman
hefur nú þegar halað inn 1,2 millj.
dollara á heimsvísu og búast má við
því að sú tala hækki allvemlega með
nýjustu afurðinni, sem verður án efa
einn aðalsmellurinn í sumar.
Fersk
Opnar dyrnar fyrir nýjum hlustendum
White Stripes - Get Behind Me Satan
Nýjar plötur í verslanir
agnar.burgess@vbl.is
Þau Jack og Meg White hafa
haft tónlistarstíl sem er ekki
öllum jafnauðveldur áheymar.
Þessi stíll er líka það einstakur
að oft reynist mér - og reyndar
mörgum öðmrn - alltof erfitt að
hlusta á meira en þijú til fjögur
lög í einu. Það var því algjör bylt-
ing fyrir mig þegar ég setti Get
Behind Me Satan í græjurnar og
á móti streymdi gmggugur leðju-
gítar, eitthvað allt annað en mað-
ur á að venjast frá þessu fólki.
Við tekur súrrealískt lag þar sem
víbrafónn er áberandi svo manni
líður eins og maður sé staddur á
Honolúlú eða álíka. Þriðja lagið
er bjartsýnisgleðipopplag, áður
en aðeins er hægt á, til þess eins
að halda áfram með banjó-Suður-
ríkjastemmningu og mgl. Þegar
þama var komið í hlustuninni
var ég farinn að hafa áhyggjur af
því að Jack hafi fengið að sulla
helst til of mikið í lyfjaskápnum
hjá mömmu sinni því hvert lagið
var öðm furðulegra. Afgangur-
inn af plötunni er þó öllu hefð-
bundnari en byijunin en engu að
síður em þau lög með þeim betri
sem White Stripes hefur sent frá
sér.
Get Behind Me Satan á eftir
að opna White Stripes töluvert
fyrir nýjum hlustendahópi og
e.t.v. eiga hörðustu aðdáendur
sveitarinnar eftir að segja hana
í tómu rugli. Það breytir því ekki
að um frábæra plötu er að ræða
og ástæða er fyrir því að hún
hlýtur toppdóma um allt. Hér
verður engin undantekning á og
fær platan flórar og hálfa stjömu
fyrir íjölbreytilegt upphaf, íækk-
ar um eina fyrir að líta út fyrir
að missa andagiftina þegar líða
tekur, á en græðir hálfa á því að
vera einstaklega góð plata.
Nýja platan frá norska bandinu Wig
Wam, sem sló í gegn í Eurovision, er
komin í verslanir og inniheldur hún
meðal annars lagið In My Dreams.
Fyrsta plata bresku popp/rokk-sveit-
arinnar The Departure er einnig kom-
in út en sveitinni hefur verið líkt við
The Bravery og The Killers. Platan
heitir Dirty Words og hefur fengið
góða dóma hjá gagnrýnendum.
The Magic Numbers er búin að
senda frá sér sjálftitlaða skífu og er
sveitinni spáð miklum frama á þessu
ári. Platan fær mjög góða dóma og
fékk til að mynda fullt hús í nýjasta
tölublaði Mojo.
Hljómsveitin UB40 fagnar í ár 25
ára starfsafmæli með nýrri plötu,
sem er talin vera besta plata UB40
í langan tíma. Fyrsta upplagið inni-
heldur auka DVD-disk en platan heit-
ir Who You Fighting For.
Auk þess eru komnar í verslanir
Suit Yourself með bandarísku kántr-
ísöngkonunni Shelby Lynne, og ný
sería frá Blue Note með mörgum af
frægustu djössurum Blue Note út-
gáfumerkisins.