blaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 2
/
SHOPl/SAJS
ÞU
VI
'SHOPL/SA.IS,
Reykjavíkurborg:
Friðlýsingu húsa
við Laugaveg vís-
aðfrá
Á fundi borgarstjómar Reykajvíkur í
gær var tillögu Ölafs F. Magnússon-
ar, borgarfulltrúa óháðra á F-lista
til verndar níu gömlum húsum við
Laugaveg, milli V atnsstígs og Frakka-
stígs, vísað til Skipulagsráðs.
Frávísunin var samþykkt að við-
höfðu nafnakalli með átta atkvæð-
um borgarfulltrúa R-lista. Ólafur F.
Magnússon telur afar athyglisvert
að fulltrúar Vinstri grænna í borg-
arstjórn skuli standa þétt við hlið
annarra fulltrúa R-listans í Lauga-
vegsmálinu, þrátt fyrir yfirlýsingar
margra flokksmanna þar á bæ um
hið gagnstæða.
„Niðurstaða þessarar atkvæða-
greiðslu sýnir enn einu sinni að F-
listinn er eini málsvari húsverndar
í borgarstjóm Reykjavíkur," segir Ól-
afur, en hann lagði fram bókun þess
efnis eftir að R-listinn vísaði tillögu
hans frá.
Skipulagsráð hefur þegar ákveðið
að endurskoða ekki niðurrifsheim-
ildir gamalla húsa við Laugaveg
heldur að vísa málinu til svokallaðs
rýnihóps sem einungis fjallar um það
hvað komi í stað þeirra húsa sem
hverfa. ■
Niðurrif íslenskra
skipa í Danmörku
íslensk skip streyma til Danmerkur
til niðurrifs en ekkert lát er á því
hreinsunarátaki sem staðið hefur
yfir í íslenskum höfnum frá því í
fyrra. Þá var byijað fyrir alvöru að
selja eða senda skip til niðurrifs hjá
brotajámsfyrirtækinu Fornæs Aps.
í Grenaa í Danmörku. Þetta kemur
fram á vefsvæðinu www.skip.is. Tog-
arinn Húsey ÞH var nýlega seldur til
Fornæs en ekki er ljóst hvort skipið
verður rifið eða selt áfram. Fiskisldp
frá ríkjum ESB, sem greitt hefur ver-
ið fyrir úreldingu á, má þó ekki selja
- þau eru rifín.
Starfsemi Fornæs Aps. hófst árið
1993 er tveir danskir útgerðarmenn
tóku sig til og rifu eigin skip. Síðar
hófu þeir að kaupa skip til niðurrifs
og hefur sú starfsemi staðið í rúman
áratug. Áður en skipin em rifin til
grunna em nýtanleg tæki og tól tek-
in úr þeim og þau auglýst til sölu. ■
Kópavogsblóm
Dalvegi
Á1fablóm
Á1fheimum
fimmtudagur, 23. júní 2005 I blaðið
Sjálfsvígum fer fækkandi
Samkynhneigðir sjáifsvig
karlmenn helsti
áhættuhópurinn
32 einstaklingar
sjálfsvíg í fyrra.
frömdu
Samkynhneigðir
ungir karlmenn
eru einna stærsti
áhættuhópurinn
þegar kemur að
sjálfsvígum, en
þetta kom fram
á fundi sem land-
læknir boðaði í
gær. Þá kom fram
að sjálfsvígum
hefur fækkað tölu-
vert síðastliðin
þrjú ár en Sigurð-
ur Guðmundsson
landlæknir benti
þó á að tíðni þeirra
væri sveiflukennd.
Hrafnkell Tjörvi
Stefánsson, ffam-
kvæmdastjóri Samtakanna
Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur og Högni Óskars-
son geðlæknir kynna árangur átaksins „Þjóð gegn þunglyndi",
en sjálfsvígum hefur fækkað undanfarin ár.
78,
kannaðist við það að samkynhneigðir
væru í áhættuhópi. „Ferlið að koma
úr felum tengist þessu mjög mikið,"
sagði hann. „Því fylgja erfiðleikar
tengdir því að breyta um sjálfsmynd
sína, sem er ólík því sem allir hafa
haldið og gert ráð fyrir.“
Fordómar ennþá í samfélaginu
Hrafnkell segir stóru ástæðuna
náttúrlega vera fordóma í samfélag-
inu. „Við erum kannski ekki komin
jafnlangt á veg og við höldum og vilj-
um.“ Þeir sem komi út úr skápnum
þjáist af kvíða og ótta við höfnun og
reynist það ofviða ofan á það álag
sem hinn almenni unglingur verður
fyrir. Þróunina segir Hrafnkell vissu-
lega skref í góða átt: „Við erum með
ungliðahóp og sinnum fræðslustarfi í
skólum. Mér þykir full þörf á að efla
það starf enn frekar. Það kostar vissu-
lega fjármuni sem við erum ekkert
Flestir þeirra voru karlmenn
á aldrinum 15-25 ára.
Ekki er marktækur munur
á tíðni á landsbyggðinni og
höfuðborgarsvæðinu.
Hjálparsímanum 1717 berast
allt að 1.600 símtöl á mán-
uði.
Yngsti aðilinn sem leitaði sér
hjálpar var 11 ára.
Sá elsti var 87 ára.
Flestar sjálfsvígstilraunir
verða í maímánuði.
alltof rík af.“
1.600 símtöl á mánuði
Á fundi landlæknis kom fram að
marktæk fækkun hafi orðið á sjálfs-
vígum á íslandi þótt ekki sé vitað
hvað veldur. Það geti verið þættir á
borð við veðurfar, efnahagsástand,
áfóll, öflugt forvarnarstarf og annað.
Þá hefur hjálparsími Rauða krossins,
1717, hjálpað gífurlega mörgum, en
símtöl hafa orðið allt að 1.600 í ein-
um mánuði, og hringdi fólk á öllum
aldri. Þótt ekki sé hægt að fullyrða að
hjálparsíminn sé ástæðan fyrir fækk-
unum sjálfsvíga segir landlæknir að
hann valdi vissulega betri líðan þjóð-
arinnar.
Geymir hótar ASI meiðyrðamáii
Ásakanir hafa í gær og fyrradag geng-
ið á milli forráðamanna Alþýðusam-
bands íslands (ASÍ) og fyrirtækisins
Geymis ehf. vegna mála 12 pólskra
starfsmanna þess síðarnefnda. ASÍ
hefur fullyrt að laun mannanna hafi
verið of lág, aðbúnaður á dvalarstað
ekki viðunandi og fjölmörg ákvæði
kjarasamnings verið brotin. Ennfrem-
ur að gerður hafi verið ólöglegur ráðn-
ingarsamningur við mennina. Þessu
mótmælti Eiríkur Elís Þorláksson,
lögfræðingur Geymis í gær. Segir
hann að umræddir samningar væru
til að skýra fyrir mönnunum hvað
þeir fengju í laun þegar búið væri að
draga af launum þeirra skatt, lífeyris-
iðgjöld, húsaleigu og fleira. Ennfrem-
ur lagði fyrirtækið í gær fram kvittan-
ir fyrir launatengdum og opinberum
gjöldum, sem og launaseðla mann-
anna, máli sínu til sönnunar.
Athygli vakti að umrædd gjöld
voru greidd 21. júní, eða daginn sem
ásakanir ASÍ voru gerðar opinberar.
Þetta segir Halldór Grönvold að beri
þess merki að fyrirtækið hafi tekið
við sér þegar ASI komst í málið.
„Við fógnum því að þessi umræða
hafi þó leitt til þess að fyrirtækið
ákvað að bregðast við með þessum
hætti, sem er væntanlega afleiðing af
aðgerðum okkar.”
Hafa valdið Geymi fjárhags-
tjóni
Blaðið hefur komist yfir bréf sem Ei-
ríkur sendi ASÍ í gær. Þar segir með-
al annars um framgöngu Halldórs
Grönvold í málinu að málflutningur
hans veki furðu, svo ekki sé fastara
að orði kveðið, og að hann sé fullur af
Eiríkur Elís Þorláksson, lögmaður Geymis ehf.
Blaðið/Esther
rangfærslum. Ummæli Halldórs um
að „hvert einasta ákvæði kjarasamn-
inga og laga er varði réttindi launa-
fólks” eru sérstaklega gagnrýnd.
Vegna þessa segir í bréfi Eiríks:
„Má færa sterkar Hkur að því að
ummæli yðar brjóti gegn íslenskri
meiðyrðalöggjöf að því varðar fyrir-
svarsmenn umbjóðanda míns. Þá
telja þeir að samtökin hafi valdið fé-
laginu fjárhagstjóni með hömlulausri
framkomu.”
Heildarafli í
samræmi við
ráðgjöf Hafró
Leyfilegur heildarafli á næsta fisk-
veiðiári verður í meginatriðum í
samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknar-
stofnunar. Þetta var tilkynnt á blaða-
mannafundi Sj ávarútvegsráðuneytis-
ins í gær. Þannig verður leyfilegt að
veiða 198.000 tonn af þorski, 105.000
tonn af ýsu og 80.000 tonn af ýsu.
Ef farið er frekar yfir aflaheimildir
á komandi fiskveiðiári sést að leyfi-
legt verður að veiða 110.000 tonn af
íslenskri sumargotssfld, 57.000 tonn
af karfa, 13.000 tonn af steinbít og
10.000 tonn af úthafsrækju. Þetta er
allt í samræmi við ráðgjöf Hafrann-
sóknarstofnunar.
130 milljarða króna virði
Leyfilegur heildarafli, mældur í
þorskígildistonnum, verður um
354.000 tonn á komandi fiskveiðiári.
Gert er ráð fyrir að útflutningsverð-
mæti aflans verði um 130 milljarðar
króna, miðað við núverandi gengi.
Athygli vekur að í nokkrum til-
fellum verður heildarafli nokkuð
hærri en ráðgjöf. Dæmi um það er að
leyfilegt verður að veiða 3.500 tonn
af skrápflúru (1.500 tonn umfram
ráðgjöf), 5.000 af skarkola (1.000
tonn umfram ráðgjöf) og 1.800 tonn
af humri (eða 200 tonn umfram ráð-
gjöfi. ■
Laun hækka
lítillega
Laun, mæld með breytingum á launa-
vísitölu, hækkuðu um 0,6% í maí
síðastliðnum. Síðastliðna tólf mán-
uði hafa laun, mæld á þennan hátt,
hækkað um 6,6%. Alþýðusamband
íslands (ASÍ) segir að þessi hækkun
sé tilkomin vegna nýgerðra kjara-
samninga ríkisins við opinbera starfs-
menn, nánar tiltekið vegna nýgerðra
kjarasamninga ríkisins við BHM,
BSRB og framhaldsskólakennara.
ASÍ segir ennfremur að í mæling-
unni gæti ennþá áhrifa af tvennum
kjarasamningsbundnumlaunahækk-
unum á almennum markaði, þ.e.
launahækkana við gildistöku nýrra
kjarasamninga í mars, apríl og maí
í fyrra, ásamt hækkunum um 3% um
síðustu áramót. Áhrif launahækkana
í kjölfar samninganna í fyrra fara nú
dvínandi og má því búast við því að
þau hverfi að mestu úr 12 mánaða
breytingum vísitölunnar í næstu
mælingu. Niðurstaða ASÍ er að ekk-
ert í tölum Hagstofunnar bendi til
launaskriðs á almennum markaði.
SUMARIÐ ER TÍMINN
ÞAKMÁLUN
S: 697 3592/844 1011
C-) Heiðskfrt (3 Léttskýjaö Skýjaö £ Alskýjað /7 Rlgnlng, HUIsháttar 0 Rlgning ^J Súld ' Snjókoma /y Slydda '\J Snjóél JJ Skúr
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Frankfurt
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Mallorka
Montreal
New York
Orlando
Osló
París
Stokkhólmur
Þórshöfn
Vín
Algarve
Dublin
Glasgow
32
28
24
20
29
26
21
21
28
30
29
15
18
23
21
27
24
09
25
26
19
15
3
14b"
8°^
8 °JS
14»0
o*
®10°
12°
11°9
12°
A morgun
0.
Veðurhorfur í dag kl: 12.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands
11 /
14
0
15°