blaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 4
SHOPL/SA.IS fimmtudagur, 23. júní 2005 i blaðið / {SHOPUSAASj Ofbeldisbrotum í Reykjavík fækkar Ofbeldisbrotum í Reykjavík hefur fækkað talsvert frá árinu 2003. Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu lögreglunnar í Reykjavík. Árið 2004 voru 588 ofbeldisbrot kærð til lögreglunnar í Reykjavík, sem samsvarar um 18% fækkun frá árinu 2003. Líkamsárásum fækkaði um 18%, minni háttar líkamsmeiðing- um fækkaði um 40% en meiri háttar líkamsmeiðingum fækkaði um 44%. Ofbeldisbrotum í umdæminu hefur fækkað stöðugt frá árinu 2000 en þá var tilkynnt um 899 ofbeldisbrot. Kynferðisafbrotum hefur fjölgað stöðugt frá árinu 1999 en nauðgun- um hefur þó fækkað. Árið 2004 var eitt mál er tengdist vændi kært til lögreglunnar. Rannsókn á því máli er nú að mestu lokið en um er að ræða nuddstofu þar sem boðið var upp á það sem kallað er erótískt nudd. Þrír einstaklingar stóðu að rekstrinum og eru þeir sakaðir um að hafa boðið þar upp á þjónustu sem varðar við hegn- ingarlög. Tvö manndráp voru kærð á árinu og einnig tvær tilraunir til mann- dráps. I maí lést ung stúlka eftir áverka sem móðir hennar veitti henni með hnífi. í júlímánuði myrti maður sambýliskonu sína og vísaði lögreglu á lík hennar mánuði síðar. í desember lést maður af völdum höfuðhöggs sem hann hlaut á veit- ingastað í Mosfellsbæ. Þá var maður kærður fyrir alvarlega líkamsárás en hann skar leigubílstjóra á háls. Ann- ar maður er nú vistaður á réttargeð- deildinni á Sogni fyrir að skera mann alvarlega með hm'fi fyrir utan hús við Laugaveg í nóvember. Norðurlöndin verði fyrirmynd íraks „Norðurlöndin eru dæmi um það hvernig góð nágranna- tengsl geta leitt til velmeg- unar og styrkt þróun,“ eru þau skilaboð sem utanríkis- ráðherrarNorð- urlandanna senda alþjóðlegri ráðstefnu í Brussel, þar sem fjallað var um ástand og horf- ur í írak. Segir í bréfi ráðherranna að þátttaka nágrannaríkja skipti miklu við að koma á stöðugleika, sem sé for- senda endurreisnar í írak. Þá segir að vilja þjóðarinnar sjálfrar þurfi að hafa að leiðarljósi við endurreisnar- starfið og að skapa verði réttlátt og gegnsætt réttarríki. „Góðir stjómar- hættir og stjórnvöld, sem verða að standa fyrir máli sínu gagnvart borg- urunum, eru þungamiðjan í lýðræðis- legri samfélagsgerð." Stuðningur íslendinga við lýð- ræðisþróun Þótt Davíð Oddsson utanríkisráð- herra sé skrifaður fyrir bréfi ráð- herranna er það Geir H. Haarde fjármálaráðherra sem situr fundinn í Brussel fyrir hönd íslands. í ræðu sinni á fundinum lýsti hann stuðn- ingi íslenskra stjórnvalda við lýð- ræðisþróun í írak og lagði áherslu á mikilvægi þess að ný stjórnarskrá landsins tryggði rétt allra írakskra borgara. Hann ítrekaði einnig þann ávinning sem lýðræði og stöðugleiki í írak hefði á önnur ríki í þessum heimshluta. 4 innle Hátt verð á eldislaxi Verð á íslenskum eldislaxi hefur hækkað verulega á evrópskum mörk- uðum að undanfómu. Ástæðan fyrir þessu er að fyrir skömmu setti Evr- ópusambandið refsitolla á norskan eldislax og er tollurinn að meðaltali um 16%. Við það dró úr framboði á laxi í Evrópu, auk þess sem verð á norskum laxi hækkaði til samræmis við refsitollana. Verð á íslenskum laxi var gríðarlega hátt í síðustu viku, þegar það fór yfir fimm evr- ur á kg. Þá hafði verðið hækkað um u.þ.b. 75% frá áramótum. í þessari viku hefur verðið hins vegar verið í kringum fiórar evrur á kg sem, þrátt fyrir lækkun milli vikna, þykir engu að síður mjög gott verð. Að sögn Birg- is Össurarsonar, sölu- og markaðs- stjóra Samherja, stendur greinin sterk um þessar mundir. Hann Hágæða prótein Fáar hitaeiningar Formaður stjórnar Samkeppniseftirlits: „Tengist FL Group á engan hátt“ Gylfi Magnússon, formaður stjórnar Samkeppniseftir- lits, vísar á bug gagnrýni Birgis Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Ice- land Express, um meintvanhæfi sam- keppnisyfirvalda til að taka á deilum Iceland Express og FL Group vegna starfa hans fyrir Flugleiðir. Gylfi bendir á að ákvörðun um að heimila samruna FL Group, Bláfugls og Flugflutninga, sem Birgir gagn- rýni sérstaklega, hafi verið tekin af Samkeppnisráði, sem sé hinu nýja Samkeppniseftirliti óviðkomandi, en þar fyrir utan hafi hann hvergi komið að því máli á nokkru stigi. „Ég hef veitt ýmsum fyrirtækjum og öðrum aðilum ráðgjöf í samkeppn- ismálum á undanfórnum árum. Eitt þessara fyrirtækja er FL Group, sem hefur raunar síðan þá skipt um nafn, eigendur og helstu stjórnendur," segir Gylfi en ítrekar að hann teng- ist engu af þessum fyrirtækjum eða aðilum fjárhagslega eða með öðrum hætti sem máli skiptir lengur. „Ég mun vitaskuld ekki vinna við slíka ráðgjöf á meðan ég starfa fyrir Sam- keppniseftirlitið og hef raunar ekki gert það síðan árið 2003.“ Gylfi segir að störf hans fyrir Flug- leiðir hafi snúið að hagfræðilegri ráðgjöf í einu deilumáli fyrirtækis- ins og Iceland Express. Niðurstaða í því máli hafi fengist með úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála í september 2003, en síðan hafi hann ekkert starfað fyrir FL Group eða dótturfyrirtæki þess. Hann hefur ekki áhyggjur af því að þau tengsl geti flækt störf sín fyr- ir Samkeppniseftirlitið. „Menn þurfa á degi hverjum að taka afstöðu til slíkra mála og ef einhver vafi leikur á hæfi manns víkur maður einfaldlega sæti. Það er alvanalegt." bendir þó á að miklar sveiflur séu í verði á eldislaxi, með- al annars vegna ákvarðana stj óm- málamanna. „Við höfum lært að taka því sem að höndum ber og samþykkja það starfsumhverfi sem er á hverj- um tíma,“ segir Birgir. Prestur frá Eþíópíu á íslandi Paulos Shune, einn forseta Mekane Yesu kirkjunnar í Eþíópíu, verður meðal vígsluvotta þegar biskup fs- lands vígir hjónin Helgu Vilborgu Sig- urjónsdóttur og Kristján Þór Sverris- son til kristniboða á sunnudaginn. Paulos mun síðan um kvöldið tala á samkomu í húsi KFUM og K en hann er hér á landi sem sérstakur gestur Kirkjudaga sem verða um helgina. Hjónin hafa búið í Noregi undan- farið ár við undirbúning fyrir störf sín í Eþíópíu en Mekane Yesu kirkj- an er samstarfskirkja Kristniboðs- sambandsins á íslandi. Umferðin: Stefnir í stórslysaár „Þegar lesið er úr tölfræði kemur í ljós að sumar- og haustmánuðir taka langstærstan toll á vegum landsins. í ljósi þess að 13 manns hafa látið lífið í umferðarslysum það sem af er ári er vissulega áhyggjuefni hvernig það á eftir að enda,“ segir Ágúst Mogensen, framkvæmda- stjóri Rannsóknarnefnd- ar umferðarslysa. Hann segir að almennt aki fólk of hratt miðað við aðstæð- ur og að hraðakstur í beygjum á vegum úti séu algeng orsök banaslysa. 11 *g§r Hámarkshraði miðast við bestu aðstæður „Við [Rannsóknarnefnd umferðarslysa] teljum mikilvægt að ökumenn fylgi lögbundnum hámarkshraða en séu þó meðvitaðir um að hann miðast við bestu aðstæður,“ sagði Ágúst á íjöl- miðlafundi í gær þar sem kynnt var Óðum styttist í aðra stærstu ferðahelgi ársins, fyrstu helgi júlímánaðar. Um síð- ustu helgi létust þrír í umferðarslysum. Það á að taka úr umferð þá sem stunda ofsaakstur nýtt þjóðarátak Vátryggingafélags íslands (VÍS) „Hægðu á þér - tökum slysin úr umferð". Átakið gengur út á það að við svokallaða svarta bletti á þjóðvegum landsins verða sett upp skilti þar sem bent er á leiðbeinandi hámarkshraða. Með þessu á að reyna að minnka hraða á vegum úti, þar sem fæstir ökumenn gera sér grein fyrir afleiðingum hraðaksturs. ssnBMSHaNaanHBHB Ofsaakstur verði ekki liðinn Ágúst er hæstánægður með átakið og bindur von- ir við að það fækki umferð- arslysum. Hann segir þó að það eina sem virkilega dugi sé aukin löggæsla og þyngri refsingar. „Það á að taka úr umferð þá ökumenn sem stunda ofsa- akstur því þeir hafa ekki rétt á að stofna lífi og limum annarra vegfar- enda í hættu.“ Um síðastliðna helgi mældi lögreglan á Akureyri yfir helm- ing bíla á yfir 110 kílómetra hraða en þrír létust þá helgi í umferðinni. Neytenda- samtök gera athugasemd við Símann Neytendasamtökin sendu í gær Póst- og fjarskiptastofnun bréf þar sem þau gera athugasemd við ákvörðun Símans um að breyta tímamælingum á símtölum viðskiptavina sinna. Sím- inn auglýsti fyrir nokkru síðan kosti þess að mæla kostnað símtala með sekúndumælingu en hefur breytt gjaldtökunni í það sem tíðkast hjá samkeppnisaðilum. Illa auglýst Segir í bréfi Neytendasamtakanna að eingöngu hafi breytingin verið til- kynnt á heimasíðu Símans, sem telja verður með öllu ófullnægjandi út frá hagsmunum neytenda. Fullyrða þau að þessi breyting komi sem bein hækkun á símreikningum viðskipta- vina. Villandi útskýringar í bréfi sem Síminn sendi Póst- og fjarskiptastofnun 8. júní sl., kemur fram að samhliða þessum breyting- um verði boðið upp á nýjar sparnað- arleiðir sem muni leiða til lækkunar á simreikningum þeirra sem nýta sér slík afsláttarkjör. Samkvæmt ítar- legri könnun sem Póst- og fjarskipta- stofnun gerði í aprílmánuði kemur m.a. fram að 72% aðspurðra fylgjast illa með tilboðum fjarskiptafyrirtækj- anna. Þykir Neytendasamtökunum einnig furðulegt að þeir viðskiptavin- ir Símans sem kjósa óbreytt ástand þurfi að tilkynna það sérstaklega. Skref í ranga átt Segja Neytendasamtökin einu eðli- legu leiðina í innheimtu vera að inn- heimta fyrir þann rauntíma sem neyt- endur tala. „Ef Og Vodafone mælir tímalengd GSM-símtala á sama hátt og Síminn gerir nú, ætlast Neytenda- samtökin til að Póst- og fjarskipta- stofnun beiti sér fyrir að breytingar verði einnig gerðar þar.“ Seltirningar ánægðír með þjónustu Mikill meirihluta íbúa á Seltjarnar- nesi er ánægður með þá þjónustu sem bærinn veitir. Þetta er niður- staða könnunar sem Gallup gerði fyr- ir sveitarfélagið fyrir skemmstu, en niðurstaðan var kynnt í gær. Samkvæmt niðurstöðu könnunar- innar telja rúmlega 85% bæjarbúa þjónustu bæjarins í heildina vera góða, en aðeins 3% telja hana vera slæma. Rúmlega 90% þeirra sem tóku þátt í könnuninni telja að bær- inn veiti bömum yngri en sex ára góða þjónustu í daggæslu og leikskól- um, og um 95% telja leikskóla Sel- tjarnarness veita góða þjónustu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.