blaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 20
•ÍSHOPL/SA.IS 20 jonsmessa fimmtudagur, 23. júní 2005 í blaðið \SHOPL/SA.ISy Hvað er Jónsmessunótt? Á Jónsmessu er fæðingu Jóhannesar skirara fagnað en Jón og Jóhannes eru tvö afbrigði af sama nafninu. Dag- setning Jónsmessu kemur út frá skip- un Rómarkirkju um að haldið skyldi upp á fæðingardaga Jesú Krists og Jó- hannesar skírara á öldnum sólstöðu- hátíðum - á stysta og lengsta degi ársins. Samkvæmt kristinni guðfræði er fæðingardagur Jesú táknrænn. Hann merkir sigur ljóssins yfir myrkrinu og því er hann tímasettur þegar dag tekur að lengja á ný. Það hentaði því ákaflega vel að fæðing Jóhannesar skyldi tímasett þegar sólargangur er sem lengstur en í Nýja testamentinu segir að Jóhannes hafi fæðst um sex mánuðum á undan Jesú. Á 1. öld f.Kr. héldu Rómverjar upp á 24. júní sem lengsta dag árs- ins. Nokkrum öldum síðar var tek- ið mið af því tímatali þegar ákveða átti messudag Jóhannesar skírara. Menn vissu hins vegar ekki að sum- arsólhvörf höfðu færst um þrjá daga miðað við stjamfræðilegar sólstöður. Því bera jólin ekki upp á stysta dag ársins fremur en Jónsmessa á þann lengsta. Á meginlandi Evrópu var og er Jóns- messa fyrst og fremst miðsumarhátíð. Á henni tíðkuðust dansar, brennur og skemmtanahald, sem tengdust gjam- an verum á borð við nomir, seiðkarla og púka. Kirkjan leit þessar hátíðir hornauga en þrátt fyrir það hefur við- leitni þeirra til að breyta merkingu hátíðarinnar ekki borið árangur sem erfiði - enn er Jónsmessu almennt fagnað sem miðsumarhátíð en veislu- höld hafa þó orðið hófstilltari. Aðfaranótt 24. júní er þó ein af fiór- um mögnuðustu íslensku nóttum árs- ins. Henni fylgir ýmis þjóðtrú, meðal annars að kýr tali og selir fari úr hömum sínum. Þessa nótt á einnig að vera gott að leita töfragrasa og nátt- úrusteina, auk þess sem Jónsmessu- döggin þykir heilnæm til lækninga ef menn velta sér í henni allsberir. Á í slandi hefur stöðug birta sumarsólar- innar átt sinn þátt í því að áhrif illra anda valda fólki ekki eins miklum áhyggjum og annars staðar í Evrópu og því hefur ekki þótt brýn ástæða til að þóknast þeim hér á landi. Það er því aðallega náttúrufar og atvinnu- hættir sem hafa orðið til þess að Jónsmessuhátíð er haldin öðruvísi á íslandi. Á þjóðveldisöld var Alþingi haldið í kringum 24. júní og því hent- aði tímasetning illa til almennra landlægra hátíðahalda, auk þess sem skógleysi kom í veg fyrir að stórar brennur væru hlaðnar. Jónsmessuhá- Víða í Evrópu tíðkast að brenna norna- brúður á bálkesti á Jónsmessunótt. tíðir hafa því aldrei náð að festa sig í sessi hér, en á öðrum Norðurlöndum er til siðs að syngja og stíga hring- dansa kringum stöng vafna blómum og jurtum sem stungið er í jörðina. Nú eru íslenskar aðstæður til há- tíðahalda á Jónsmessu gjörbreyttar. Áður komu ólokin vorverk bænda t.d. í veg fyrir að hægt væri að slá upp veislu en með hlýnandi veðurfari og bættum búskilyrðum hafa aðstæður orðið hentugri. Ef til vill nær þá Jóns- messa að festa sig í sessi sem sum- ar- og gróðurkomuhátíð íslendinga í framtíðinni. Galdrajurtir Fyrr á öldum voru ekki mjög augljós mörk á milli þess sem nú væri nefnt galdur eða hjátrú og nútímalækn- isfræði eða náttúrufræði. Mikið af þeim galdri, sem fólk var dæmt fyrir að beita, var í rauninni frumstæðar N lækningaaðferðir og menn trúðu á mátt ýmissa náttúrufyrirbæra, sérstaklega jurta og steina. Margt bendir til að náttúrutöfrar miðalda, magia naturalis, hafi haft gríðarleg áhrif á galdrafræði hérlendis. Með náttúrutöfrum er átt við „vísindi" er tengdust dulspeki á endurreisnartím- anum í Evrópu. Ýmsir siðir tengdir íslenskri hjátrú eiga þó rætur sínar að rekja lengra aftur í tímann - allt til þjóðveldisáranna. Ýmsir dagar þóttu hentugri til söfn- unar yfimáttúrlegra steina og grasa. Á páskadags- og hvítasunnumorgun þótti gott að leita steina, en að grös- um á Jónsmessunótt. Ýmis gróður var talinn hafa sér- stakan mátt og var t.d. talið að brenninetla hafi vaxið þar sem sak- lausir menn höfðu verið drepnir. Ef galdramenn voru hýddir með henni nýtekinni af jörðinni var sagt að þeir misstu allan galdramátt. Maríuvöndur var sagður vaxa í kirkjugörðum þar sem jörð var þurr en plantan er einnig köllað hulins- hjálmgras. Það átti að taka um messutíma en áður var æskilegt að skvetta vígðu vatni á það. Berar hend- ur máttu ekki komast í snertingu við það og sól mátti ekki skína á það. Síð- an átti að geyma það í hvítu silki og helguðu messuklæði. Ef maður vildi síðan gera sig ósýnilegan átti að gera kross í kringum sig í fjórar áttir og bregða síðan yfir sig grasinu. Lásagras, eða fjögurra laufa smári, ■■ •■« Erum með sagir hraðastilli, sem henta vel til að saga gifsplötur. FESTO Tenging við ryksugu tryggir nánast ekkert ryk á vinnustaö, Beinn og góður skuröur sem minnkar alla eftirvinnu fyrir málara. Minni kostnaöur við blikkkanta Ármúll 17, 10B Rsykjavík Síml: 533 1234 fax, 5EB 0499 ..það sem fagmaðurinn notar! var talinn ljúka upp hverri læsingu sem það var borið á. Best þótti að taka smárann þegar sól gekk í ljóns- merki. Grasið átti síðan að geyma í dauðsmannshári undir hægri hendi eða um hálsinn í silkitvinna. Enn þann dag í dag trúa margir á lækningamátt ýmissa grasa. Þeir eru þó örfáir sem nú segjast trúa á sérstakan „töffamátt" í gróðrinum en margir viðurkenna þó að erftitt sé að útskýra ýmis áhrif jurta á mannslík- amann. Heimild: www.vestfirdir.is/galdrasyning/ viskubrunnur Gengið á Jónsmessu I kvöld efnir Menningamefnd Sel- tjarnamesbæjar til léttrar Jóns- messugönguum Seltjamames. Gang- an hefst á Valhúsahæð kl. 20.30 og lýkur um kl. 22.30. Safnast verður saman við útsýnisskífuna á Valhúsa- hæð, en þar mun dr. Þór Whitehead sagnfræðingur lýsa á almennan hátt hemaðarviðbúnaði á Seltjamamesi á sríðsáranum. Síðan verður gengið af stað og skoðaðar stríðsminjar á hæð- inni vestanverðri. Því næst verður gengið niður að dæluhúsi Hitaveitu Seltjamamess þar sem göngumenn fá hressingu og loks verður haldið að bálkesti í fjöranni við Seltjörn. Harm- óníkuleikari verður með í fór og söng- elskir göngugarpar leiða fjörusöng. Sumarfögnuður Ásatrúarfélagsins íslenska kirkjan heldur Jónsmessu ekki lengur heilaga en dagurinn er þó mikilvægur í augum ýmissa ann- arra trúfélaga. Ásatrúarfélagið stend- ur t.d. fyrir Þórs- eða Þingblóti á Þingvöllum. Venju samkvæmt er það haldið í dag, fimmtudag, eða þórsdag í 10. viku sumars. „Allir eru velkomnir,“ segir Jónína Kristín Berg, Þórsnesgoði og stað- gengill allsheijargoða. „Hátíðin er haldin með hefðbundnu sniði en byij- að er á því að safnast saman við Val- höll kl. 18.30. Klukkan 19 er svo liði fylkt í Almannagjá. Blótið hefst á því að allsheijargoði helgar stað og stund með hefðbundnum hætti og strax á eftir fer fram þingsetning Allsheij- arþings Ásatrúarfélagsins. Því þingi er svo frestað fram ó haust.“ Jónína segir ljóð, tónlist og bókmenntir vera í hávegum hafðar. „Það er kveðist á, textar fluttir, leikið og lesið eða kveð- ið úr Eddukvæðum. Þegar við eram úti við fara t.d fram rúnagjörningar, auk þess sem drápur era kveðnar. Það er ávallt haldin veisla og sameig- inlegt matarboð en í upphafi þess er matur og drykkur helgaður. Við eram alltaf með framkraftana, goð og góðar vættir, með okkur og höldum tryggð við eldinn." Jónína segir sumarblótin ávallt mjög vel sótt og yfirleitt komi gestir erlendis frá, ferðafólk og aðrir áhugamenn. „Blótin era til að halda upp á orkuna í nóttúrunni. Hún er í hómarki ó þessum tíma og kjaminn styrkist allt í kringum okkur”. Dagskráin hefst ó því að allsheijar- goði helgar blótið og setur þing. Síðan les lögsögumaður upp lög Ásatrúarfé- lagsins. Þá er þingi frestað til hausts og gengið til blótveislu við Valhöll. Hlaupið á Jónsmessunótt AðstandendurReykjavíkurmaraþons- ins standa fyrir miðnætur- og ólymp- íufjölskylduhlaupi sem haldið verður í kvöld kl. 22. Hlaupið hefst við Sund- laugamar í Laugardal og því lýkur á Laugardalsvelli. Hlaupið er nú haldið í 10. skipti og Hjördís Guðmundsóttir upplýs- ingafulltrúi segist vongóð um góða þátttöku. ,Áhugi fer yfirleitt svolítið eftir veðri en við vonumst til þess að yfir 1.000 manns taki þátt í ár,“ segir hún. Skráning fer fram í dag á marathon.is fram til kl. 12 en um kvöldió er hægt að skrá sig í gamla anddyri Sundlauganna í Laugardal. Þátttaka í þriggja km skemmti- skokki kostar 600 krónur en 1.200 krónur í fimm og tíu km hlaup með tímatöku. Flokkaskipting fer eftir aldri og er skipt í fjóra flokka - allt frá 18 ára og yngri til 60 ára og eldri. Allir sem taka þátt fá stuttermabol, Hægt er að velja um þrjár vegalengdir; 3km, 5km og10km. verðlaunapening og ókeypis í Laugar- dalslaugina.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.