blaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 10
SHOPl/S/US fimmtudagur, 23. júní 2005 l blaðið / sSHOPL/SA.IS^ Sérstök kjör fyrir lesendur Blaðsins Helgina 24.-26. júní veita eftirfarandi fyrirtæki afslátt af tilgreindri þjónustu: Bakkaflöt býður afslátt af flúðasiglingum og tjaldstæði. Ævintýraferðir bjóða afslátt af flúðasiglingum. Hestasport býður afslátt af hestaferðum. Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð veitir upplýsingar um afþreyingu og fleira í Skagafirði. Nánari upplýsingar er að finna á slóðunum: www.nat.is/travelguide/varmahlid_ferdavisir.htm og www.nat.is Farðu ekki á mis við www.nat.is ísland - sækjum það heim Gljúfrið í Austurdal Flúðasigling á Jökulsá eystri VARMAHLÍÐ Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til aust- í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. ferðamenn. Jarðhiti er mikill á þessu urs um Stóra-Vatnsskarð er komið Þar er upplýsingaþjónusta íyrir svæði. Hann er nýttur til ylræktar, húshitunar og sundlaugar. Skógrækt er stunduð þar í vaxandi mæli og þar er að myndast myndarlegur skógur, Reykj arhólsskógur. Söfn og setur Varmahlíð er skólasetur með aðsetri náttúrugripasafns Skagafjarðar. Stutt er í byggðasafnið að Glaumbæ. Það er upplagt að nýta Varmahlíð sem miðstöð skoðunarferða um ná- grennið. Ferð í kringum Skaga tekur lungann úr deginum. Þá er farið um Laxárdal að Ketubjörgum, fram hjá Hrauni á Skaga, um Kálfshamarsvík og Skagaströnd. Þá er hægt að taka stefnuna austur á bóginn um Hóla í Hjaltadal ogHofsós ogskoða þar Vest- urfarasetrið og pakkhúsið, líta inn á Sölvabar að Lónkoti og skoða tjald galdramannsins og snúa svo við á Siglufirði, sem státar af Síldarminja- safninu. Heit laug Sunnar í Skagafirði er Austurdalur með Merkigili og Ábæjarkirkju. Sum- ir vilja halda til fjalla og aka suður úr Skagafirði að Ingólfsskála við rætur Cmn Caii ary iMUrtfy ilrjymt aó jjOj / jpuin ÍLúúir i ÚJJÍUU j!iarúu/n irir / uúJJJútiuutJaL^^^^^gmm fiVER KANNr, l/« LJMXIX1 WIJL/ ^ sóloghiti365dagaáárí ' 'X framfærstukostnaðurlágur if f ■ ’ Jk rf Láttu okkur aðstoða þig við að íjárfesta i gý Qgtf * LlFEYRI sem ski/ar arði ~ TM Fasteignir - Hamraborg 1 T; 200 Kópavogur- Simi5174600 www.tmfasteiqnir.is Hofsjökuls, eða að Laugafelli og baða sig þar í heitri laug nærri skálanum. Aðrir áhugaverðir staðir í nágrenninu eru Víðimýri, Glaumbær, Arnarstapi og Hegranes. Reiðtúrar, flúðasigling- ar og ferðir í Drangey eru sívinsælar. Skíði og nudd Á veturna nýtur útivistarfólk góðs skíðasvæðis og fer síðan í slakandi bað í sundlauginni í Varmahlíð og geta fengið nudd þar, ef þeir óska. Rjúpna- og gæsaveiðisvæði eru vin- sæl meðal skotveiðimanna. Stang- veiði er víða stunduð í héraðinu, bæði í ám og vötnum, og sumir bregða sér til Sauðárkróks eða norður að Skaga- firði til að stunda strandveiði. Keramik og verslun Kaupfélag Skagfirðinga rekur versl- un og veitingastað í Varmahlíð en árið 1931 hófst gisti- og veitingaþjón- usta þar sem hefur aukist með árun- um. Margir dvelja á Selhótel í Varma- hlíð og skoða keramikverkstæðið og verslun Önnu Sigríðar Hróðmarsdótt- ur í Lundi. Tjaldstæði er í Reykjar- hólnum suðvestanverðum og ofar í hlíðum hans eru sumarhús með heit- um pottum og öllum hugsanlegum þægindum. Austan Varmahlíðar eru sumarhús með rúmstæði fyrir sex manns hvert og svefnlofti fyrir tíu til tólf manns. Valdatíð Sturlunga Einhverjir örlagaríkustu atburð- ir íslandssögunnar áttu sér stað í Skagafirði, auk mestu bardaga Sturl- ungaaldarinnar, og þar með íslands- sögunnar, sem leiddu til loka þjóð- veldisins. Hinn mannskæðasti var Hauganesbardagi og síðan Örlygs- staðabardagi, sem háður var 1238. Að honum afstöðnum lauk valdatíð Sturlunga en þeir voru ein valda- mesta ætt landsins. DRAGTADAGAR Mánudag - laugardags Nýbýlavegji 12 • 200 Kópavogl Sími 55 í 4433 Opnunartími mán - föst. 10-18 laugardaga 10-16

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.