blaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 22
fimmtudagur, 23. júní 2005 1 blaðið
■ Smurþjónusta ■
■ Peruskipti -
■ Rafgeymar-
Hvað get ég gert
fyrir þig?
UTSALA-UTSALA-UTSALA-UTSALA-UTSALA
-25% afsláttur
afvinnu við smur
-20% afsláttur
af sumardekkjum
5
Sækjum og sendum báöar leiðir
Verð frá kr. 850
BIUKO
verð!
bilko
is
-20% afsláttur
af low-profile
-20% afsláttur
af sendibíladekkjum
Bón og alþríf
á tilboði
Félag Meðaltal
KR 2.195
FH 1.583
Keflavík 1.571
Valur 1.531
Fylkir 1.219
ÍA 1.179
Grindavík 826
Fram 748
Þróttur 728
ÍBV 513
Heildarmeðaltal 1.197
leiki sumarsins
Vel hefur verið mætt á leiki í
Landsbankadeild karla það sem af
er leiktíð. Að meðaltali hafa 1.197
áhorfendur mætt á hvem leik og
flestir mættu á leik Vals og FH í 5.
umferð, eða 2.958, en fæstir á leik
ÍBV og Keflavíkur í 2. umferð, eða
460 áhorfendur.
Aðsókn í fyrstu sex umferðum
Landsbankadeildar karla 2005:
"SHOPL/SA.IS
^SHOPL/SA.IS/
Lið Blaðsins
Landsbanka-
deildin.
Umferðir 1-6.
Tíu flölmiðlar völdu bestu leikmenn,
dómara og þjálfara fyrir fyrstu 6
umferðir íslandsmótsins. Við hér
á Blaðinu völdum einnig okkar
lið og hér fyrir neðan sjáið þið
mismuninn.
Góð aðsókn á
10 ÍBV
Besti þjálfari Blaðsins.
Willum Þór Þórsson.
Besti Dómari Blaðsins.
Ólafur Ragnarsson.
Fjölmiðlar völdu besta leikmanninn,
dómarann og þjálfarann. Willum
Þór var vallin besti þjálfarinn og
Tryggvi besti leikmaðurinn. Kristinn
Jakobsson var svo valinn besti
dómarinn.
Varamenn hjá Blaðinu: Bjarni
Þórður Halldórsson, Ásgeir Gunnar
Ásgeirsson, Helgi Valur Damelsson,
Guðmundur Steinarsson, Andri
Fannar Ottósson.
Besti leikmaður Blaðsins.
Tryggvi Guðmundsson.
Lið Fjölmiðla
Bakpokar
-landsins mesta úrval
Deuter Aircontact
50+1OSL
Sumartilboð
17.990„r.
Verð áður 19.990 kr.
ÚTILÍF
SMARALINDSlMI 545 1550 O GLÆSIBÆ SlMI 545 1500 O KRINGLUNNI SlMI 545 1580
Heil umferð er á dagskrá Landsbanka-
deildar karla í knattspymu í kvöld.
Mikið álag er á leikmönnum liðanna
en fram til 7. júlí verða leiknar þijár
umferðir í Landsbankadeildinni.
FRAM-GRINDAVTK mætast á
Laugardalsvelli og hefst leikurinn
klukkan 19.15. Framarar mæta til
leiks í sinn fjórða heimaleik og Gunn-
ar Sigurðsson, markvörður Fram,
hefur ekki enn þurft að ná í boltann
í markið hjá sér á Laugardalsvelli.
Framarar eru í fimmta sæti og með
sigri í kvöld geta þeir komið sér í
stöðu sem þeir og stuðningsmenn
þeirra hafa ekki þekkt síðan á síðustu
öld. Grindvíkingar tjalda væntanlega
Óla Stefáni Flóventssyni í byijunar-
liði sínu en honum og Milan Stef-
áni Jankovich þjálfara sinnaðist
fyrir nokkru, sem leiddi til aga-
banns Óla Stefáns. Grindvík-
ingar þurfa á sigri að halda úr
þessari viðureign en Grindavík
hefur ekki enn unnið leik á úti-
velli. Heimasigur eða jafntefli eru
líkleg úrslit úr þessum leik. Dómari í
leiknum verður Jóhannes
Valgeirsson.
KR-ÞRÓTTUR
leika á KR-vellinum
við Frostaskjól og
hefst leikurinn klukk-
an 19.15. KR-ingar
unnu góðan 6-0 sigur í bik-
amum á Leiknismönnum og margur
KR-ingurinn sá þar lið sem Vestur-
bæingar hafa átt að venjast mörg
undanfarin ár. Magnús Gylfason
hefur látið hafa eftir sér að leikurinn
gegn Grindavík hafi verið mjög góður
varðandi leikspilið og eitt er víst að
Þróttur á fyrir höndum mjög erfiðan
leik. Ásgeir El. og hans strákar þurfa
að rífa sig upp andlega eftir að hafa
verið slegnir út úr bikarnum af 1.
deildarliði Hauka í vikunni og það er
meira en að segja það að halda síðan
í Vesturbæinn og mæta KR. Liðin eru
í 6.-og 8. sæti en Þróttarar unnu sinn
fyrsta leik í síðustu umferð þegar
þeir burstuðu ÍBV 4-0. Það má búast
við hörkuleik á KR-vellinum og enn
og aftur verður tippað á heimasigur
eða jafntefli. Dómari í leiknum
verður Egill Már Markússon.
KEFLAVÍK-FYLKIR
mætast í Keflavík og hefst
leikurinn klukkan 19.15.
Þessi lið em í þriðja og fjórða
sæti með 10 stig. Keflvíkingar
hafa verið nokkuð brokkgengir það
sem af er leiktíð. Hafa átt skínandi
góðan leik en steinlegið í þeim
næsta. Þetta er lið sem erfitt
er að reikna út. Þeir era með
hinn öfluga Guðmund Stein-
arsson, sem er svakalega hættu-
legur þegar hann nálgast markið.
Fylkismenn hafa yfir að ráða öllu
reyndara liði en Keflavík og Valur
Fannar hefur verið að leika mjög vel,
STAÐAN I LANDSBANKADEILD KARLA
karlar
I Fél ag L U J T Mörk Net Stig n
1 FH 6 6 0 0 16:2 14 18
2 Valur 6 5 0 1 15:4 11 15 ©
3 Fylkir 6 3 1 2 10:7 3 10 ©
4 Keflavík 6 3 1 2 10:14 -4 10 ©
5 Fram 6 2 2 2 7:5 2 8 ©
6 KR 6 2 1 3 5:6 -1 7 ©
7 ÍA 6 2 1 3 5:9 -4 7 ©
8 Þróttur R. 6 1 1 4 8:11 -3 4 ©
9 Grindavík 6 1 1 4 7:14 -7 4 ©
sem og Bjarni Þórður í markinu, og
Helgi Valur. Það er mjög erfitt að
segja fyrir um úrslit í þessum leik
og helst viljum við á Blaðinu skjóta
á jafntefli. Dómari í leiknum verður
Erlendur Eiríksson.
FH-ÍA leika á Kaplakrikavelli í
Hafnarfirði og hefst leikurinn klukk-
an 20. Menn hafa verið að spyija sig
hvort eitthvert lið geti stöðvað FH
sem hefur aðeins fengið á sig tvö
mörk í sex leikjum og er í efsta sæti
með fullt hús stiga, eða 18 stig. Við
höldum ekki að IA geti stöðvað FH
í kvöld. FH-ingar era einfaldlega of
sterkir. Það er aðeins eitt sem getur
stöðvað íslandsmeistarana í kvöld og
það eru þeir sjálfir. Skagamenn hafa
leikið tvo leiki á útivelli og enn ekki
skorað mark. FH-ingar hafa aftur á
móti skorað fimm mörk á heimavelli
og fengið aðeins eitt á sig. Við hér á
Blaðinu tippum á heimasigur, ann-
að kemur verulega á óvart. Dómari í
leiknum í kvöld verður Kristinn
Jakobsson.
ÍBV-VALUR leika á Há-
steinsvelli í Vestmannaeyjum
og hefst leikurinn klukkan 21.
Vestmannaeyingar hafa ekki
verið að gera góða hluti það sem
af er íslandsmóti. Liðið steinlá í
síðustu umferð fyrir Þrótti, 0-4, og
nú þurfa þeir að mæta eldheitu liði
Vals, sem er í öðru sæti. Willum Þór
Þórsson, þjálfari Vals, mætir til leiks
með alla sína sterkustu menn og það
má búast við erfiðum leik fyrir heima-
menn. Það verður þó að segjast eins
og er að heimavöllur ÍBV hefur öftar
en ekki sýnt okkur óvænt úrslit og
nægir í því sambandi að nefna úrslit-
in úr leik ÍBV og KR, 2-1. Það eru
einu stig ÍBV til þessa. ÍBV hefur oft
verið þekkt fyrir að skora mörg mörk
á heimavelli og í ár hefur liðið skorað
flögur mörk í tveimur leikjum. Vals-
menn þurfa því að veijast og sækja
hratt eins og þeirra er háttur og ef
það tekst vinnur Valur. Við tippum á
jafntefli eða útisigur. Dómari í leikn-
um í Eyjum verður Gylfi Þór Orra-
son. _