blaðið - 29.06.2005, Side 6
miðvikudagur, 29. júní 2005 I blaðið
Horfa á sprengingu á Hawaii
Níu íslendingar ætla að
fylgjast með tilraun NASA
„Deep lmpact“ geimfarinu skotið á loft frá Canaveral-höfða á Flórída 12. janúar 2005.
Níu manna hópur mun í næstu viku
halda til eldfjaUaeyjunnar Hawaii,
og er markmið ferðarinnar að horfa
á risastóra sprengingu í geimnum.
Nánar tiltekið á að fylgjast með því
þegar manngert árekstrarfar verður
látið rekast á halastjömu 4. júlí næst-
komandi. Markmið alls þessa er að
reyna að varpa ljósi á það úr hverju
halastjömur em gerðar.
Mætast á tíföldum hraða byssu-
kúlu
Verkefhið sem íslenski hópurinn ætl-
ar að fylgjast með nefnist „Deep Imp-
act“ upp á enskuna, sem þýða mætti
sem „harður árekstur". Það er banda-
ríska geimferðarstofnunin NASA sem
stendur fyrir verkefninu, sem gengur
út á að geimfar er sent í næsta ná-
grenni við halastjömuna 9P/Tempel
1. Farið skiptist í tvo hluta, móðurfar
og árekstrarfar. Það síðarnefnda er
losað frá móðurfarinu og sent í veg
fyrir halastjömuna með það að mark-
miði að búa til árekstur.
Áætlaður hraði milli árekstrarfars-
ins og halastjömunar er 10,2 km/s,
sem er meira en tífaldur hraði byssu-
kúlu. Við áreksturinn losnar gríð-
arleg orka eða álíka mikil og þegar
fimm tonn af dínamíti em sprengd.
Gert er ráð fyrir að gígur á stærð við
Laugardalsvöll gæti myndast á hala-
stjörnunni við herlegheitin.
Eins og að henda pflu frá
Hafnarfirði og hitta skotmark í
Kringlunni
Ferlið allt er mjög erfitt. Árekstrar-
farinu verður sleppt í 864.000 km
fjarlægð frá halastjömunni en á að
hitta svæði á henni sem er um sex
km í þvermál. Þessu er líkt við það
að henda pílu frá Hafnarfírði og hitta
A4 blað í Kringlunni. Það er því ljóst
að ekkert má fara úrskeiðis til að allt
fari eftir áætlunum.
Nokkrir íslenskir framhaldsskóla-
nemar hafa síðastliðinn vetur tekið
þátt í undirbúningi verkefnisins fyrir
tilstilli stjörnufræðinga við Hawaii-
háskóla. Eins og áður sagði munu níu
íslendingar, kennarar og nemendur,
leggja leið sína til Hawaii til að fylgj-
ast með árekstrinum og taka þátt í
frekari rannsóknum.
Svikamyllur á fullum
snúningi í sumar
Á sumrin lifnar yfir alls kyns svika-
starfsemi, sem beinist að því að
svíkja út fé af fyrirtækjum. Er talið
að þeir sem stunda þessa iðju geri út
á sumarafleysingafólk, sem
auðveldara er að villa um
fyrir en reynslumeiri starfs-
mönnum. Samtök verslun-
ar og þjónustu (SVÞ) beina
því af þessu tilefni til fyrir-
tækja að vera sérstaklega
á varðbergi um þetta leyti
árs.
Að sögn SVÞ eru
svikararnir afar
nýjungagjarnir
og því erfitt að
varastþá.Hafa
samtökinfeng-
ið fjölmargar
ábendingar
ogbeiðnirum
aðstoð þeg-
ar fyrirtæki
hafa lent í
klóm svika-
fyrirtækja af
ýmsu tagi.
Algengast er
að kvartað sé
undan skrán-
ingarfyrir-
tækinu Eur-
opean City
Guide.
Starfsemi
European
City Guide '
snýst um að fá
fyrirtæki til að
samþykkjaskrán-
ingu í gagnabanka, að því er virðist
án endurgjalds, en í smáu letri sem
fylgir skilmálunum kemur fram að
POUSHING WAX
Trcáihn
witH High MolcciUi -
liticne Shmt tróttctloljfe W f. M
mith UV lahibiton
tx\t% ttnouuh months ot tjjjfllÍiL_
Wrathcnao jnd WuihingÍJjEtKtKKKKKKttÉL
greiða þurfi miklar fúlgur fyrir skrán-
inguna. Reikningar frá fyrirtæk-
inu, sem fylgja í kjölfarið, koma því
óþægilega á óvart. Ef reikningar eru
ekki greiddir er skuldurum
hótað hörðum innheimtuað-
gerðum og ærnum viðbót-
arkostnaði. SVÞ ráðleggur
fyrirtækjum að greiða ekki
slíka reikninga nema þau
telji sig sannanlega hafa
efnt til skuldanna.
Fréttir hafa borist frá
Svíþjóð að European
City Guide og þeirra
líkar séu farin
að beita nýjum
aðferðum við
svikastarfsem-
ina. Þannig
er algengt að
hringt sé frá
fyrirtæki, sem
kveðst hafa
fengið beiðni
um skráningu
léns með sama
eða svipuðu
nafhi og fóm-
arlambsfyrir-
tækið, nema
hvað ending-
in sé önnur,
gjarnan .com
í stað .is. Til
þess að gæta
„sanngirni"
er því boðið
að ganga inn
í lénsskráning-
una, sem kostar
margfalt meira en slík lénsskráning
kostar eftir eðlilegum leiðum.
Nanari upplysinqar á www.coke.is
Ejami verturá eftirfarandistöðun næstu daga:
I dag frnjðMkudag); Glæábær khidan 14
kbgfrniðMkucfeg): fjöröirHafharfirðik)ukkan15
Amagun(ftmmtudagj. Garöatorg klukkan 14
Ámongunjfimmtudag): Hamrábotg kkjkkan15
Kolmunna-
veiðar
ganga vel
Svipað magn af kolmunna hefur
veiðst það sem af er árinu og á sama
tíma í fyrra. íslensku skipin eru nú
búin að veiða um 213.000 tonn, en til
samanburðar veiddist 221.000 tonn
á fyrstu sex mánuðum síðasta árs.
Aflahæstu skipin það sem af er ár-
inu eru Ingunn AK, með um 21.000
tonn, Jón Kjartansson SU með tæp
19.000 tonn, og svo Börkur NK og
Hólmaborg SU með rúm 18.000 tonn
hvort skip.
13 milljónir til
hjartaskurð-
lækninga
í gær afhenti minningarsjóður
Þorbjörns Árnasonar Landspítala-
háskólasjúkrahúsi 13,1 milljón
króna að gjöf til kaupa á nauðsynleg-
um búnaði sem notaður verður í að
græða gervihjarta í sjúklinga. Fénu
var safnað með því að senda bréf til
allra karlmanna á aldrinum 35-70
ára, þar sem þeim var boðið að greiða
andvirði eins sígarettupakka á mán-
uði í þrjú ár. Þorbjörn lést sjálfur úr
hjartasjúkdómi árið 2003, 55 ára að
aldri.
Nauðgun á föstudagskvöld:
Beftíð eftir kæru
Lögreglan hefur yfirheyrt manninn
sem tilkynnt var að hefði aðfaranótt
laugardags nauðgað konu í heima-
húsi í miðbæ Reykjavíkur. Ekki verð-
ur aðhafst frekar í málinu fyrr en
kæra konunnar berst til lögreglunn-
ar en hún lá ekki fyrir í gær.
Samkvæmt ársskýrslu lögreglu-
stjórans í Reykjavík hefur kærum
vegna nauðgana fækkað milli 2002
og 2003 og einnig fækkaði kærum í
fyrra.
Flugfarþegar fá
aukin réttindi
„Þetta getur þýtt meiri útgjöld fyrir
flugfélögin ef flugi hjá þeim seinkar
oft. Svo er skylda þeirra við að upp-
lýsa flugfarþega um rétt þeirra auk-
in,“ segir Heimir Már Pétursson, upp-
lýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, um
nýja reglugerð sem hefur að geyma
samevrópskar reglur um skaðabæt-
ur og aðstoð handa flugfarþegum.
„Fyrst og fremst breytir þetta því
að bætur til flugfarþega hækka, auk
þess sem fastar er kveðið á með seink-
anir fluga,“ segir Heimir.
Þægindi í fyrirrúmi
Helstu breytingarnar eru að nú nær
reglugerðin til alls farþegaflugs,
þ.m.t. leiguflugs, og þar með svokall-
aðra pakkaferða. Þá er flugfélögum
gert erfiðara um vik með að neita
farþegum um far en þau þurfa að ná
samningum við farþega um að gefa
eftir sæti sín gegn greiðslu áður en
nokkrum er vísað frá. Auk þess þurfa
ferðaskrifstofur og flugfélög að greiða
allt að 600 evrur í skaðabætur ef far-
þega er vísað frá. Einnig er kveðið á
um að lágmarka eigi óþægindi flug-
farþega þegar ferðum er aflýst eða
þeim neitað um far, með því að koma
þeim fyrir ó hótelum og greiða fyrir
þá matarkostnað og kostnað við að
láta vita af sér.
Seltjarnarnes
afruglað
Seltjamamesbær hefur gefið út
„Myndlykil“. Ekki er þó um að ræða
hefðbundinn myndlykil eins og flest-
ir þekkja þá, þ.e. til að afrugla læstar
sjónvarpsútsendingar, heldur má í
myndlykli Seltjamarness finna um-
fjöllun um úrval listaverka í eigu
bæjarins. í lyklinum fjallar dr. Ásdís
Ólafsdóttir um 30 verk en textinn er
byggður á pistlum sem birst hafa á
heimasíðu Seltjarnarnesbæjar. Þetta
kemur fram á heimasíðu sveitarfé-
lagsins. Bærinn á um 100 listaverk
en eins og áður segir er aðeins fjall-
að um 30 þeirra í lyklinum, þar sem
mat forráðamanna sveitarfélagsins
var að umfang safnsins væri slíkt að
ekki væri hægt að gera öllum verkun-
um skil í einni atrennu.
Clint kemur
Skipulags- og byggingaráð Hafnar-
flarðar ákvað í gær að gefa grænt
ljós ó að kvikmvndin „Flags of our
Fathers“, sem Óskarsverðlaunahaf-
inn Clint Eastwood mun leikstýra,
verði kvikmynduð á og við Arnarfell
í Krýsuvík. Fyrir fundinn höfðu full-
trúar Fornleifaverndar ríkisins, Um-
hverfisstofnunar og Landgræðslunn-
ar, lýst því yfir að þeir væru jákvæðir
gagnvart verkefninu en Umhverfis-
vernd Hafnarfjarðar og stjórn Reykja-
nesfólkvangs voru mótfallin því.
Góð umgengni skilyrði
Lagði ráðið áherslu á að gerður yrði
samningur milli Hafnarfjarðarbæjar
og umsækjenda þar sem m.a. væri
kveðið á um eftirlitsmann, leigu af
landinu og fleira. Þá skal tryggt að
gengið verði frá svæðinu í sama, og
helst betra, ástandi en tekið var við
því, allur frágangur og uppgræðsla
verði á þann máta sem Hafnarfjarð-
arbær, Umhverfisstofnun og Land-
græðslan - sem umsjónaraðili með
uppgræðslu á svæðinu - hafa sett
skilyrði um, svo landgæði verði jafn-
góð eða betri en áður.