blaðið - 29.06.2005, Síða 10
blaöiða
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Siguröur G. Guðjónsson. Ritstjóri:
Karl Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar:
Bæjariind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510-3700. Símbréf á f réttadeild: 510-3701.
Símbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@
vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Ábyrgð útgefenda
Síðastliðið sumar var undirlagt af umræðu um fjölmiðla, eðli þeirra,
hlutverk í lýðræðisþjóðfélagi, eignarhald þeirra og áhrif eigenda á þá.
Þá heyrðist það sjónarmið víða að litlu eða engu skipti hver ætti fjöl-
miðla, svo framarlega sem ritstjómarlegt sjálfstæði væri virt. Komu
þau sjónarmið meðal annars fram að æskilegt væri að binda í lög sjálf-
stæði ritstjóma gagnvart útgefendum sínum.
Það mál var tekið út af dagskrá að sinni með óvenjulegum hætti því
forseti lýðveldisins synjaði fjölmiðlalögunum og í framhaldinu felldi
þingið þau úr gildi. Sá gerningur var svo rifjaður upp á dögunum í viku-
ritinu Séð og heyrt, sem upplýsti um náið vinfengi forsetafjölskyldunn-
ar við Baugsfjölskylduna, en hún hafði óneitanlega mestra hagsmuna
að gæta þegar fyrrnefnd fjölmiðlalög vom til umfjöllunar.
Þetta sumarið virðast fjölmiðlar vera ámóta vinsælt umræðuefni og
í fyrra, en af annarri ástæðu við fyrstu sýn. Nýjasti prentmiðill Baugs,
vikuritið Hér og nú, sætir hörðu ámæli fyrir efnistök sín, sem mörgum
þykja fara yfir mörk hins siðlega, og ijúfa friðhelgi einkalífsins mjög
freklega.
Af umræðu á netinu, könnunum í sjónvarpi og innhringitímum út-
varpsstöðva, má glögglega ráða að mikil og almenn gremja ríkir í garð
Hér og nú og systurblaðs þess - DV. Sérstaklega hefur þessi reiði beinst
að Eiríki Jónssyni, ritstjóra Hér og nú, og háværar raddir verið uppi
um að honum verði vikið frá störfum. Án þess að Blaðið vilji taka vöm
Eiríks í þessu máli er hins vegar ástæða til þess að efast um að nokkur
verði nokkru bættari ef hann yrði gerður að blóraböggli í þessum efn-
um.
Ábyrgðin liggur ekki síst á herðum stjórnenda Baugsmiðlanna, þeirra
Skarphéðins Bergs Steinarssonar stjómarformanns og Gunnars Smára
Egilssonar framkvæmdastjóra, sem hafa markað útgáfustefnu fyrir-
tækisins. Það voru þeir sem ákváðu að ráðast í útgáfu nýs vikurits, og
það voru þeir sem ákváðu að það skyldi vera með þessu sniði: Að fara
alla leið og vel það, í umfjöllun um einstaklinga og þá sem þeim standa
næst.
Þess vegna gildir einu hver er verkstjóri á Hér og nú, þeir menn verða
ávallt til starfans fundnir sem geta búið til það blað sem eigendurnir og
fulltrúar þeirra vilja. Það er því hræsni ein þegar Gunnar Smári neitar
að svara spurningum fréttamanna um málið á þeirri forsendu að það sé
ritstjómarlegs eðlis og komi sér því ekki við. Hann getur ekki látið eins
og hann hafi hleypt af stokkunum vikulegu fræðiriti almenns eðlis og
síðan hafi einhver ritstjóri sóðað það út.
Helstu rökin fyrir fjölmiðlalögunum á síðasta ári vom þau að það
gæti reynst lýðræðislegri umræðu hættulegt ef of margir fjölmiðlar söfn-
uðust á eina hendi, en jafnffamt hin að varhugavert gæti verið ef risa-
fyrirtæki héldu úti fjölmiðlum, sem þá kynnu ffemur að láta stjómast
af hagsmunum eigendanna en trúnaði við almenning.
Hér skal ekki fullyrt að fjölmiðlalögin afnumdu hefðu afstýrt efnis-
tökum á borð við þau sem Hér og nú er gagnrýnt fyrir þessi dægrin, en
það verður að teljast ósennilegt að miðill, sem einungis starfaði í skjóli
lesenda sinna, hefði farið fram með þessum hætti. Eða að sjálfstæður
útgefandi reyndi að láta sem málið kæmi sér hreint ekki við þegar rit-
stjórinn fylgir þeirri uppskrift sem fyrir hann var lögð.
Sjálfsagt styttist í stærsta prófsteininn á flölmiðla Baugs, en viðbrögð
stjómenda þeirra í þessu máli em ekki trúverðug. Fjölmiðlar em af
sumum kallaðir fjórða valdið en því má ekki gleyma að öllum völdum
verður að fylgja ábyrgð. Undan því geta stjórnendur Baugsmiðlanna
ekki skorast, hvorki Gunnar Smári Egilsson né Skarphéðinn Berg Stein-
arsson, því Hér og Nú - rétt eins og DV - er eins og það er af því að þeir
ákváðu að nákvæmlega þannig skyldi það vera. Af ávöxtunum skuluð
þér þekkja þá.
■ ■ 1 I I
Iteikninga-herðatrí
Verktakar
Teiknlstofur
Verkfræðlngar
Httnnuðlr
áscÉöa
ArmúU 17, lOB Heykjavih
slml, 533 1334 íax, 5EB 0499
..það sem
fagmaðurinn
notar!
WWW.ISOI.IS
miðvikudagur, 29. júní 2005 I blaðið
Sjálfsvíg í velmeguninni
Sjálfsvíg er
sorglegur endir
á margþættu
og flóknu ferli,
þar sem saman
tvinnast félags-
legir, menn-
ingarlegir, fjöl-
skyldulegir og
geðrænir þætt-
ir. Vegur þunglyndi þar mest. „Mörg-
um hefur og sjúkleiki þessi því miður
þröngt til að stytta eymdarstundir
sínar í þessu lífi, bæði á íslandi og
annars staðar," skrifaði Sveinn Páls-
son um þunglyndi í Rit þess konung-
lega íslenska Lærdóms - Listafélags
árið 1788. Tíðni þunglyndis hérlendis
er á svipuðu róli og annars staðar á
Vesturlöndum en tíðni sjálfsvíga er
hér í neðri kantinum miðað við önnur
Norðurlönd. Aukning sjálfsvíga hér
á landi hefur verið mjög greinileg í
gegnum alla síðustu öld, en einungis
hj á körlum. Sj álfsvíg kvenna hafa ver-
ið mun lægri en hjá körlum, í kring-
um 5/100.000 konur allan þennan
tíma.
Þaðhefursérstaklegavaldiðáhyggj-
um, hér sem annars staðar, hve sjálfs-
víg hafa aukist meðal ungra karl-
manna. Sú þróun hefur orðið til þess
að komið var á fót verkefninu „Þjóð
gegn þunglyndi", sem er starfrækt
á vegum Landlæknisembættisins.
Markmið verkefnisins er að draga úr
tíðni sjálfsvíga með því að auka með-
vitund almennings og fagfólks á þung-
lyndi, orsökum þess og meðferðar-
möguleikum. Leiðin að markmiðinu
er aukin fræðsla og þjálfun heilbrigð-
isstétta í heilsugæslu, fyrir fagfólk í
félagsþjónustu fyrir unga sem aldna,
í skólum, kirkju og löggæslu, svo eitt-
hvað sé til talið. Fræðsla til almenn-
ings hefur verið eftir margvíslegum
leiðum, meðal annars í fjölmiðlum,
með auglýsingum, 1 veggspjöldum,
póstkortum, neyðarkortum fyrir
1717-línuna, og fundum fyrir þá sem
vinna með áhættuhópa og með að-
standendum.
Verkefnið fór af stað fyrir tæpum
þremur árum og er nú komin tölu-
verð reynsla á það. Uppgjöri á tíðni
sjálfsvíga undanfarinna ára lauk
nýlega. í ljós kom að síðustu þrjú ár
hefur orðið marktæk fækkun sjálfs-
víga og þá sérstaklega meðal ungra
karlmanna. Þar sem sveiflur á milli
ára eru töluverðar þá voru borin sam-
an þriggja ára meðaltöl, allt aftur til
ársins 1975. Frá árunum 2002-2004
(10,1/100.000 íbúa) hefur heildartíðni
aðeins verið lægri tvisvar á þessu
tímabili, 1975-1977 (9,5/100.000) og
1993-1995 (9,8/100.000). Þegar skoð-
aðar eru tíðnitölur sjálfsvíga ungra
karla, 24ra ára og yngri, kemur í ljós
að fjöldi sjálfsvíga í þessum hópi hef-
ur ekki verið lægri í tæp 30 ár. Árin
2002-2004 var tíðnin 12,8/100.00
manna í þessum aldursflokki, árin
þrjú þar á undan 29,6/100.000. Þess
ber þó að geta að það tímabil hef-
ur hæstu tíðni frá því að skráning
hófst.
Þurr upptalning talna segir lítið
um þann harmleik sem sjálfsvíg eru.
Þjáningin er ekki bara þess sem er
að ákveða að stíga skrefið inn í dauð-
ann, hvort heldur aðdragandinn er
langur eða skammur. Þeir sem eftir
lifa, ættingjar, vinir, vinnu- eða skóla-
félagar, sitja eftir með sára sorg, sekt-
arkennd, reiði og endalausar „hvað
ef“ spurningar. Dauði sem kemur
á þennan hátt er því ekki einkamál
þess sem sviptir sig lífi. Og samfélags-
legu áhrifin eru ekki lítil, sérstaklega
þegar það er ungt fólk sem fellur frá.
Niðurstöðurnar hér að ofan eru
mjög ánægjulegar. Þó ber að taka
þeim með mikilli gát. Bæði er það að
alltaf hafa verið verulegar sveiflur í
tíðni sjálfsvíga milli ára í okkar litla
samfélagi, og eins eru orsakir sjálfs-
víga margar og flóknar og því erfitt
að segja fyrir um með vissu hvaða
þættir, félagslegir, heilsufarslegir,
efnahagslegir eða jafnvel veðurfars-
legir, geta orðið til þess að hækka
tíðni eða lækka. Hvort verkefnið
„Þjóð gegn þunglyndi" hafi haft hér
einhver áhrif er erfitt um að segja; þó
er það að sjálfsögðu von okkar, sem
að verkefninu standa, að til einhvers
hafi verið unnið.
Niðurstöðurnar eru hvatning fyr-
ir okkur að halda áfram á svipaðri
braut, ekki síst vegna reynslu ann-
arra forvarnarhópa um að fylgja
verði jákvæðum árangri eftir í lang-
an tíma, eigi hann að endast. Nú er
verið að ganga frá skipulagningu
tveggja nýrra námskeiða, sem miða
að þv£ annars vegar að færa þjálfun
og fræðslu í hendur þeirra sem starfa
meira í grasrótinni, og hins vegar að
auka færni fagfólks um land allt í að
beita markvissri samtalstækni í sam-
skiptum við þunglynda.
Högni Óskarsson er geðlæknir og
formaður verkefnisins „Þjóð gegn
þunglyndi".
Alcoa undirbýr mat
á umhverfisáhrifum
Frestur
vegna draga
að matsáætl-
un er veittur
til 11. júlí
Seint og um
síðir er Alcoa
nú að ráðast
í mat á um-
hverfisáhrifum
vegna verk-
smiðju sinnar á
Reyðarfirði. Fyrirtækið er með því að
bregðast við dómi Hæstaréttar frá 9.
júní sl. þar sem fyrri ákvarðanir um
að undanþiggja verksmiðjuna mati
voru dæmdar ólögmætar. Á þeim
lögbrotum bera íslensk stjómvöld höf-
uðábyrgð með Umhverfisráðuneytið
í broddi fylkingar. Nú bregst Alcoa
réttilega við dómi Hæstaréttar en á
sama tíma neita íslensk stjómvöld að
Hjörleifur Guttorms-
son náttúrufræð-
ingur.
horfast í augu við eigin afglöp og aft-
urkalla starfsleyfi og framkvæmda-
leyfi sem veitt hafa verið og eiga sér
enga lagastoð.
I eldri lögum um mat á umhverfis-
áhrifum (nr. 106/2000) segir í 16. gr.:
„Óheimilt er að gefa út leyfi fyrir
matsskyldri framkvæmd og starfsemi
sem henni fylgir fyrr en úrskurður
um mat á umhverfisáhrifum liggur
fyrir og skal leyfisveitandi taka tillit
til hans...“
Hliðstæð ákvæði eru í breyttum lög-
um sem Alþingi afgreiddi sl. vor og
taka gildi 1. október næst-
komandi. Þar segir:
„Óheimilt er að gefa
út leyfi til framkvæmdar
skv. 5. eða 6. gr. fyrr en
áht Skipulagsstofnunar
um mat á umhverfisáhrif-
um liggur fyrir eða ákvörðun um að
framkvæmd skv. 6. gr. sé ekki mats-
S
ALCOA
torfærutrukkursf
ik.
HPI Savagefjarstýrður bensínbíll.
Fáanlegurmeðþremur vélastærðum 3,5,4,1 og 4,6cc.
Tómstundahúsið
Nethyl 2,
sími 5870600,
www.tomstundahusid.is
skyld.“
Samkvæmt þessu eru engin gild
lejdi fyrir hendi til áframhaldandi
framkvæmda við álver Alcoa á Reyð-
arfirði.
Föstudaginn 24. júní sl. auglýsti
Alcoa Fjarðarál fyrsta skref að mats-
ferli fyrirtækisins, sem er kynning
á drögum að tillögu að matsáætlun
fyrir álverið. Drögin eru kynnt á vef-
síðunni http://www.alcoa is. Eru sam-
tök og almenningur hvött til að koma
ábendingum og athugasemdum á
framfæri við þá sem vinna að matinu
fyrir Alcoa fram til 11. júlí næstkom-
andi, m. a. á netfangið haukur@hönn-
un.is. í framhaldi af þessu mun Alcoa
væntanlega leggja fyrir Skipulags-
stofnun tillögu sína að matsáætlun
og ber framkvæmdaaðila að kynna
hana „umsagnaraðilum og
almenningi". Mikilvægt
er hins vegar að þeir sem
ætla að láta sig matsferlið
varða komi með áherslur
sínar og ábendingar við
auglýst drög sem fyrst,
eða fyrir 11. júlí nk.
Lagaramminn um mat á umhverf-
isáhrifum er að taka stakkaskiptum,
þar eð breytt lög um mat taka gildi
1. október næstkomandi. Matsáætl-
anir, sem fram eru settar fyrir þann
tíma, hljóta þó að fá meðhöndlun
samkvæmt lögunum frá 2000, sem
gilda fram á haust, en í ákvæði til
bráðabirgða í breyttum lögum (17.
gr.) segir: „Þegar matsskýrsla hefur
verið send Skipulagsstofnun fyrir
gildistöku laga þessara er heimilt að
ljúka mati á umhverfisáhrifum sam-
kvæmt þeirri málsmeðferð sem gildir
samkvæmt eldri lögum". Sama á síð-
an að gilda um leyfisveitingar.
Allt sem snertir framkvæmd við ál-
verið getur að sjálfsögðu verið undir í
því matsferli sem nú er hafið. Athygl-
in mun m.a. beinast að mengunar-
vörnum álversins, ekki síst kröfunni
um að auk þurrhreinsibúnaðar verði
komið upp vothreinsibúnaði til að
draga úr losun mengandi efna í and-
rúmsloft. Öryggi hráefnisflutninga
og afurða til og frá álverinu hljóta
einnig að koma til skoðunar vegna
mengunarhættu, svo og ýmsir félags-
legir þættir er lúta að starfsrækslu
þess.
www.eldhorn.is/hjorleifur/