blaðið - 29.06.2005, Síða 14

blaðið - 29.06.2005, Síða 14
miðvikudagur, 29. maí 2005 I blaðið Skýrari, mýkri og kyssilegri varir - Gloss ríkjandi yfir sumartímann halldora@vbl.is Þar sem ferskleikinn er í hávegum hafður á sumrin og náttúruleg förðun ríkjandi er ekki vitlaust að vera með fallegt gloss á vörunum. Það gerir andlitið frísklegra yfírlitum. Þó svo að hefðbundni varaliturinn sé ætíð við lýði er sumarið sá tími sem styðj- ast skal í auknum mæli við gloss, en það hentar betur þegar dagurinn er lengri og bjartara yfir öllu. Létt förð- un, s.s. meik sem ekki er áberandi, sólarpúður og maskari, er einkenn- andi fyrir sumarið en gloss setur svo punktinn yfir i-ið. Fallegt gloss gerir varirnar skýrari, mýkri og kyssilegri, auk þess sem brosið verður meira sjarmerandi. Það er eins með glossið og aðrar vörur í förðun; nóg er um fallega liti og flest helstu merkin hafa upp á að bjóða ógrynni gerða. Litirnir eru sum- arlegir, eins og vera ber, en helstu litimir em bleikur, rauður, appels- ínugulur, ferskjulitaður, gylltur, ljós og fjólublár, auk þess sem margir aðrir em í boði. Hver og ein þarf að finna sér sinn tón en konur em mis- jafnar eins og þær era margar og því mismunandi hvað hver þarf. Varim- ar eru ýmist dökkar eða ljósar og því getur verið gott að fá ráð hjá fórðun- arfræðingi um hvaða litur henti. Að vera með gott og klæðilegt gloss gefur kvenleikanum byr undir báða vængi og eykur glæsileika konunnar - sé hún með rétta litinn. Eins og áður sagði er margt í boði og ótal liti hægt að fá, en flest snyrti- vörafyrirtækin bjóða ýmsar gerðir af glossum, sterku sem léttu, og í mis- munandi formum. gæöahúsgögn Sóley mælir með... Förðunarmeistarinn Sóley Ástudóttir gefur 10 góð ráð LA MER andlitskrem. Þetta er besta krem sem ég hef notað og er mjög vinsælt hjá fræga fólkinu. Það kostar sitt en endist mjög lengi og er þess virði. Fæst í Lyf og heilsu í Kringlunni. Annars eru' húðgerðir mismunandi og mikilvægt að prufa sig áfram þar til rétta kremið er fundiö. 2 Góð augnkrem. Gott er að eiga krem sem slétta úr hrukkum og línum í kringum augun og fyllir upp í opnar svitahol- ur. Sniðugt að bera á sig undirfarðann, sérstak- lega fyrir sléttari húð. 3 Mac Blot Powder. Að mínu mati frábært andlitspúður. Það dregur úr fitu og glans í andlitinu en skilur ekki eftir sig neina áferð. Hægt er að púðra sig eins oft og þarf en klessist ekki... Tilvalið fyrir feita húð, t-svæði og húð sem á það til að glansa mjög fljótt. 4 Mac Fiber rich maskari. Eins og gerviaugnhár í maskaraformi - litlir fíbrar sem leggjast á augnhárin. Augnhárin harðna ekki sem gerir það að verkum að hægt er að fara marg- ar umferðir án þess að hárin klessist og maskar- inn hrynji. Tilvalið fyrir þá sem nota linsur... 5 Krem-kinnalitir tilvaldir í sumar. Þeirgera „lookið" náttúru- legra. Notið bara finguma og dúmpið létt yfir kinn- svæðið. Fæst í flestöllum snyrtivönjverslunum, í alls kyns stærðum og gerðum. 7 Gerviaugnhár. Það er æðislegt að lífga upp á augun með gervi- augnhárum. Til eru stök, hálf, þunn, þykk o.s.frv. Passa bara upp á að gera það sem náttúruleg- ast. Muna að nota gott augnháralím og mæli ég með lími sem heitir DUO. 9 Augnskuggar. Ég nota eingöngu augn- skugga frá MAC vegna gæða. Þeir eru auðveldir í notkun og endast. Muna líka að velja réttan lit sem tengist augnlit, hár- og húðlit - og þér. Sanserað- ur á það til að ýta undir hrukkur, þó ekki alltaf, og mattur fer ekki vel á þurr augnlok. 6 Gott brúnkukrem. Því miður hef ég ekki kynnst neinu góðu, en nóg er væntanlega til. Of mikil Ijósabekkjanotkun er ekki málið og sömuleiðis of mikið brúnkukrem. Muna að skrúbba húðina áður en brúnkukrem er borið á og já - VANDA SIG. Það er ekki flott að vera flekkóttur. 8 Góður farði. Ég hef notað farða frá Clinique, Origins og Mac, en annars er mikið til af góðum förðum. Mikilvægt er að velja réttan lit, en ekki of dökkan og ekki of Ijósan. Prufa skal farðann á kjálkanum og sjá flæðið milli háls og andlits. Hafa litinn sem líkastan sjálfum húðlitnum og nota frekar sólarpúður til að lífga upp á. Litur í augabrúnir. Ég prufaði skrúfblýant frá Kanebo um daginn og hann var alveg rosalega góður. Ég mæli með hon- um. Muna að þegar fyllt er I augabrúnir þarf að bursta og jafna út litinn fyrir náttúrulegri áferð. Baejarhrauni 12 opið vírka daga fra kl. 10-18 og lau. 11-14 simi 565 1234 Að geta málað sig: Æfingin skapar meistarann - Æfa sig fyrir framan spegilinn -Nota pensla- Byija varlega og setja lítið í einu - bæta frekar á.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.