blaðið

Ulloq

blaðið - 04.07.2005, Qupperneq 4

blaðið - 04.07.2005, Qupperneq 4
mánudagur, 4. júlí 2005 r blaðið 800 umsókn- um hafnað Á þessu vori bárust um 1400 umsókn- ir um skólavist í Kennaraháskóla íslands á næsta skólaári. Vegna fjár- skorts verður aðeins um 600 manns boðin skólavist. Þetta þýðir að um 800 umsóknum verður hafnað. Tæp- lega 1100 umsóknir bárust um nám í grunndeild og var 426 boðin skóla- vist, eða 39,8 prósent umsækjenda. Um nám í framhaldsdeild sóttu 319 og af þeim hefja 168 nám næsta vet- ur. Um er að ræða framhaldsnám í uppeldis- og menntunarfræði þar sem ýmsar námsleiðir bjóðast. Koma í veg fyrir „kengúruhopp“ Umferðaröryggishópur á vegum Sam- gönguráðuneytisins íhugar að taka í notkun nýja tækni, sem draga á úr ökuhraða á þjóðvegum landsins. Þessi nýi búnaður beitir svokallaðri meðalhraðamælingu og hefur skilað góðum árangri erlendis. Er hann tal- inn töluvert fjölhæfari en hefðbundn- ar hraðamyndavélar, líkt og þær sem finna má t.d. í Hvalfjarðargöngunum. Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn seg- ir hópinn vera að skoða þennan mögu- leika sem annan. Nú þegar séu tveir ómerktir lögreglubílar í umferð með myndavélar sem ná myndum af þeim ökumönnum sem keyra of greitt, en sektir eru síðan sendar á heimili eig- anda bifreiðarinnar. Jón segir nýja búnaðinn góðan á þann hátt að með honum verði ökumönnum ekki leng- ur mögulegt að hægja á sér þar sem hraðamyndavélarnar eru og gefa svo í að nýju þegar fram hjá þeim er kom- ið, sem er það sem Jón kallar „keng- úruhopp". 16 liða úrslit karla Mánud. 4. og þriðjud. 5. júlí Nánar á www.visa.is/bikarinn ViSA Bmmmm VISA styður islenska boltann Ný tækni Ólafur Magnússon, eigandi Donnu ehf., sem séð hefur lögregluyfirvöld- um fyrir þeim myndavélum sem eru á rauðum ljósum í Reykjavík, segir meðalhraðabúnaðinn gífurlega öflun að mörgu leyti. Hann samanstendur af tveimur myndavélum sem settar eru upp sín hvorum megin við lang- an vegarkafla, t.d. önnur við Litlu Kaffistofuna og hin í Kömbunum. Þegar ökumaður ekur inn í svæðið milli myndavélanna er mynd tekin af bílnum og geymd í gagnagrunni þar til ekið er út úr svæðinu. Þá er önnur mynd tekin og hugbúnaður reiknar meðalökuhraða bílsins á vegarkafl- anum. Ef hraðinn reynist meiri en lög segja til um fer myndin til lögregl- unnar sem sendir sekt en annars er myndunum tveimur hent. Kemur að góðum notum „Mér líst mjög vel á þetta því þetta eru mínar ær og kýr. Ég vil auka þetta sem allra mest svo það komi okkur að notum í þessari eilífðar- baráttu gegn hraðakstri og slysum," segir Óli H. Þórðarson, formaður Um- ferðarráðs, um myndavélatæknina. Hann vonar að kerfinu verði komið á sem allra fyrst en bendir þó á að nú þegar geti ökumenn átt von á því að vera myndaðir af ómerktu lögreglu- bílunum tveimur. Þá segir hann að fastar hraðamyndavélar gætu einnig gert mikið gagn. Ólafur Magnússon hjá Donnu segir að ein slík með öll- um búnaði kosti um fjórar milljónir en meðalhraðabúnaðurinn eitthvað meira. Ljóst er að slíkur búnaður gæti verið fljótur að borga sig upp í sekt- argreiðslum ef ökumenn næðu ekki skilaboðunum og hægðu ferðina. Meðalhraðamyndavélar á teikniborðinu Upplýsingar um vöruúrval Reykjagarðs og uppskriftir er að flnna á heimasíðu fyrirtækisins www.holta.is Reykjagarður M www.holta.is y*NGI* \ Mex/COK«VDOUC| HNPr. VÆNg,K Í ________ ' °G CHfL/SOSU ""3sr~ L/**HHVirLAU KS k«vodleCi °=»UVT, ei-orooLSH/úPAoii!, MCO salati oc *ahtöflus tra Tr_.Uc««i e*ASKATOD1.EOI rEKSK Lyíni m«>sv£„as^*’ Reykjagarður hf. • Fossháls 1110 Reykjavík • Sími 575 6440 110 Reykjavík • Bréfasímar: 575 6490 • www.holta.is Lítil áhrif Fregnir um að stjórnarmenn í FL hefðu sagt af sér á fóstudag vegna glannaskapar í fjárfestingum félags- ins, eins og það var orðað, hafði lítil áhrif á gengi hlutabréfa í félaginu. Erlendis, ekki síst í Bandaríkjunum, hefði gengi félags sem slíkar fregnir hefðu komið frá, hrunið um leið og kvisast hefði út um málið. Önnur lög- mál virðast ríkja á íslenska markaðn- um þar sem gengi bréfa í FL Group hækkaði um 0,67 prósent á fóstudag. Lokagengi var 15,10 og fór það hæst í 15,6. Kaupgengi var skráð 15,0 í lok viðskiptadags, en sölugengi 15,10. Tæplega 30% allra bíla sem seldust í júní eru Toyotur Met sala á bílum í júní Rúmlega 2.500 bílar voru seldir í nýliðnum júnímánuði, sem er um 43% meiri sala en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á íslenska bílavefnum, billinn.is. Þar segir ennfremur að Toyota sé sem fyrr með mestu markaðshlutdeildina eða 28,7% af heildarmarkaðinum. Bent er á að í júní komi inn mikil sala til bílaleiga hér á landi, og að gera megi ráð fyrir að sú sala hafi numið 800 til 900 bílum í júnímánuði. Vilja auka þekkingu á málefnum einhverfra Stofnaður hefur verið Fræðslusjóður um einhverfu, en markmið sjóðsins er að auka þekkingu á málum einhverfra hér á landi. Að sjóðnum standa Fjölskyldudeild Akureyrar, Fræðsluskrifstofu Kópavogs, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Umsjónarfélag einhverfra. Stofnfé sjóðsins er 1.700.000 kr. sem er ágóði af námstefnunni Einhverfa - Leikur - Félagsfærni sem sömu aðilar héldu í apríl 2004. Úthlutað verður úr sjóðnum einu sinni á ári og er óheimilt að úthluta meiru en þriðjungi af stofnfé hans hverju sinni. I stjórn eru 5 aðilar, tveir frá Greiningarstöð þar af annar formaður og einn frá hverjum hinna stofnendanna. Sjóðurinn er í vörslu Umsjónarfélags einhverfra.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.