blaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 10
mánudagur, 4. júlí 2005 I blaðið llng stúlka fannst með barnaníðingi sem myrti fjölskyldu hennar Hin 8 ára gamla Shasta Groene og 9 ára gamall bróðir hennar sem einnig var rænt. Lögreglan telur óvíst að hann sé á lífi. bjornbragi@vbl.is Átta ára gömul stúlka, sem leitað hafði verið í 6 vikur, fannst um helg- ina með dæmdum barnamðingi, Jos- eph Edward Duncan, á veitingastað í Idaho-fylki í Bandaríkjunum. Fjöl- skylda stúlkunnar hafði verið myrt þegar stúlkan var numin á brott ásamt 9 ára gömlum bróður sínum en óttast er að hann sé nú einnig dá- inn. Móðir stúlkunnar, 13 ára bróðir hennar og stjúpfaðir fundust á heim- ili sínu og höfðu verið bundin og bar- in til dauða. Heimili þeirra er nokkra kílómetra frá veitingastaðnum þar sem stúlkan fannst. Þekktur kynferðisafbrota- maður Þjónustustúlka á veitingastaðnum kannaðist við Duncan og stúlkuna úr fréttum en mikið hefur verið fjallað um málið vestanhafs og myndir af þeim verið birtar í flestum fjölmiðl- um. Hafði hún samband við lögregl- una og tafði Duncan með því að bjóða upp á fría eftirrétti og gaf stúlkunni leikfóng þar til lögreglan kom á stað- inn. Hinn 42 ára gamli Duncan hefur áður setið af sér dóma fyrir kynferð- isbrot gegn börnum, en það fyrsta framdi hann árið 1980 þegar hann var aðeins 16 ára. Þegar hann rændi stúlkunni beið hann þess að réttað væri yfir honum vegna kynferðisbrots sem hann framdi gegn 6 ára dreng í júlí á síðasta ári. Var hann látinn laus gegn tryggingu aðeins mánuði áður en stúlkan hvarf. Hafði lögregl- an hafið leit að honum þar sem hann var hættur að láta skilorðsfulltrúa sinn vita af sér. Mikil reiði vestanhafs Talsmaður lögreglunnar sagði að eng- ir líkamlegir áverkar hafi verið sjá- anlegir á stúlkunni við fyrstu sýn og ekki víst að henni hafi verið unnið lík- amlegt mein. Gekkst hún undir lækn- isskoðun skömmu eftir að hún fannst og dvelur nú með fóður sínum. Mikil reiði ríkir meðal almennings vegna málsins og hefur harðlega verið gagn- rýnt að Duncan hafi gengið laus, þar sem hann sé augljóslega stórhættu- legur umhverfi sínu. Búist er við að Duncan hljóti lífstíðardóm fyrir gjörð- ir sínar. Fjölmargir hafa þó krafist þess að hann hljóti dauðarefsingu en aðeins einn maður hefur verið líflát- inn í Idaho-fylki síðan 1976. Leiðtogi al-Qaida myrtur í Riyadh Yfirmaður í al-Qaida-samtökun- um var myrtur í skotbardaga milli lögreglu og grunaðra hryðjuverka- manna í Riyadh, höfuðborg Sádi-Ar- abíu, í gær. Younis al-Hayyari var 36 ára gamall Marokkóbúi og var nafn hans efst á nýútgefnum lista sádi-ar- abískra yfirvalda sem innihélt nöfn 36 meðlima al-Qaida sem grunaðir eru um hryðjuverk. Bardaginn átti sér stað við hús í austurhluta Riyadh sem var felustaður hóps manna sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverk- um. Fjölmargir meðlimir al-Qaida voru handteknir eða særðir í bardag- anum og gerðu lögregluyfirvöld upp- tæk vopn, hergögn, samskiptabúnað og annað tilfallandi. Hver vill ekki hafa fallega glugga sem aldrei þarfnast viðhalds? Hjá PGV ehf Hafnarfirði færðu hágæða viðhaldsfria PVC-u glugga á sambærilegum verðum og glugga sem þarfnast stöðugt viðhalds... eignarlnnar i fúi né ryð engin málningarvinna frábær hita og hljóðeinangrun fallegt útlit margir opnunarmöguleikar Leit haldið áfram örugg vind og vatnsþétting . miög hagstætt verð PGV PLASTGLUGGAVERKSMIDJAN i - T i i ...gluggl tll framtíðar Bæjarhraun 6 220 Hafnarijörður slmi:564-6080 fax:564-6081 www.pgv.is Stjórnvöld á eyjunni Aruba tilkynntu í gær að Hollendingar myndu senda þrjár F-16 flugvélar búnar fullkomn- um búnaði til að aðstoða við leitina að bandarísku stúlkunni Natalee Holloway, sem sakanað hefur verið í um fimm vikur. Málið hefur vakið mikla athygli ekki síst í Bandaríkjun- um en Holloway var í útskriftarferð með félögum sínum þegar hún hvarf. Bandaríski þingmaðurinn Richard Shelby og Bob Riley ríkisstjóri Al- abama, höfðu áður hvatt stjórnvöld á Aruba til að leggja meiri áherslu á leitina meðal annars með því að veita bandarísku alríkislögreglunni FBI allar upplýsingar um málið. Þrír menn hafa þegar verið handteknir vegna málsins en þeir hafa ekki enn verið ákærðir. Talið er að von sé á ákærum jafnvel strax í dag þrátt fyr- ir að ekkert hafi komið fram hvað varð um stúlkuna. Plastmódel 3-víddar klippimyndir Myndir til aó mála eftir númerum Sendiherra Egypta í írak rænt Ihab al-Sherif, sem nýlega var skfp- aður sendiherra Egyptalands í Ir- ak, var rænt af vopnuðum mönnum í gær. Egypski sendiherrann mun hafa verið að versla nálægt heimili sínu í Mansour-héraði í Bagdad þeg- ar mennirnir réðust að honum og námu hann á brott. Ekki er vitað á hvaða vegum þeir eru eða til hvers þeir ætlast. Egyptaland er fyrsta Arabaríkið sem skipar sendiherra í írak síðan Saddam Hussein var bolað burt árið 2003. Þá er al-Sherif fyrsti egypski sendiherran í landinu síðan 1990. Eg- yptar opnuðu sendiráð sitt í Bagdad á ný snemmaí4iíðasta mánuði og var Al-Sherif þá skipaður í embættið. Bandaríkja- menn bjarga hermanni í Afganistan Bandarískir hermenn björguðu sér- sveitarhermanni í Afganistan í gær en hann hafði verið týndur í næst- um viku. Fjórir hermenn urðu við- skila við herdeild sína í Konar-hér- aði þann 28. júní, en hann náði að komast hjá því að lenda í höndum uppreisnarmanna. Chinook-þyrla sem hafði leitað hermannanna var skotin niður og létu 16 hermenn lífið. Talið er að Talíbanar hafi verið þar að verki. Var þetta mesta mannfall úr röðum Bandaríkjahers síðan þeir steyptu Talíbanastjórninni af stóli árið 2001. Vonskuveður í Afganist- an hefur hindrað að hægt sé að leita að hinum þremur hermönnnum sem týndust. Myrtur vegna iPod-spilara Tveir táningspiltar eru í haldi lög- reglu í New York grunaðir um að hafa myrt 15 ára gamlan dreng Christopher Rose, til þess að kom- ast yfir iPod-spilara hans. Piltarnir verða ákærðir fyrir morð, rán og ólög- lega vopnaeign. Rose og þrír félaga hans lentu í útistöðum við hóp ungra manna á laugardagskvöld í Brooklyn. Kröfðust þeir þess að Rose afhenti þeim spilara sinn og stungu hann tví- vegis í bijóstið þegar hann þráaðist við. Samkvæmt lögregluyfirvöldum í New York ríður nú yfir bylgja þjófn- aða á iPod-spilurum í lestum borgar- innar. Talið er að flestir séu að stela spilurunum til einkanota, frekar en að selja þá.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.